Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Síða 18

Ægir - 01.02.1984, Síða 18
6 Úthafsveidar Veidi á grunnslód (m.a. fiskirœkt i sjó) Uppsjávarveidi Veidi vatnafiska (og rœktun) 1965 '70 '75 '78 4. mynd. Fiskveiðar Japana á árunum 1965-1978. (Japan Fisheries Association 1982). í öðru lagi eru tegundir, sem útbreiddar eru á stóru svæði, en er þó aðeins að finna á grunnslóð og djúp- miðum við Japan. Hér er um að ræða sardínu, makríl, smokkfiska (Thodarodes sp. og Loligo sp.), japanska brynstirtlu (Seriola quinqueradiata). Þessar tegundir hrygna allar á Japansmiðum og gegna stóru hlutverki í veiðum Japana. í þriðja lagi eru botnfiskar og krabbadýr, en þessar tegundir eru allar frekar staðbundnar. Á Japans- miðum eru um 100 tegundir flatfiska. Alaska-ufsi {Theragra chalcogramma), Kyrrahafs-þorskur (Gad- us macroccphalus), sandsíli (Ammodytessp.) ogkarfi (Pagrurus spp.) eru þýðingarmestu tegundir í þessum flokki. Margar tegundir af þangi og þara eru einnig nýttar í Japan. Á árunum 1965-1980 var ufsaveiðin mest áberandi í veiðum Japana, en þessi tegunderveiddíbotnvörpu í Norður-Kyrrahafi og í Beringshafi. Næstur kom makríll, sem veiddur var í hringnót bæði á grunn- og djúpmiðum. í dag er þessu hins vegar öðru vísi farið, því sardínuveiðin er nú um 3 milljón tonn á ári, en makrílaflinn er kominn niður fyrir 1 milljón tonna. Pessar sveiflur í veiði einstakra tegunda og þó eink- um uppsjávarfiska eru þekktar allt frá byrjun aldar- innar. í upphafi var veiði á síld {Clupeapallasii) mest áberandi, en sardínuveiði tók við í kringum 1936. Eftir 1950 dró mjög úr sardínuveiðum og árið 1956 varð sardínuaflinn einungis 8 þús. tonn. Þróun þessara veiða leiðir í ljós tvær athyglisverðar staðreyndir. í fyrsta lagi eru sveiflur í heildarveiði uppsjávarfiska litlar og jókst heildarveiðin úr 2 mill- jónum tonna í 3 milljónir tonna á tímabilinu. í öðru lagi kemur í ljós að þegar stofnstærð ákveðinnar teg- undar kemst í algert lágmark, eins og t.d. hjá síld og sardínum nær stofninn ekki auðveldlega uppruna- legri hámarksstærð, jafnvel með algeru veiðibanni. Yfirráðasvæði tegundarinnar virðist hafa glatast til annarra tegunda. Að því er snertir japönsku sardín- una þá virðist ansjósan {Engraulis japonica) hafa komið í hennar stað. Sama átti sér stað varðandi ansjósuveiðarnar við Perú. Tafla 2 sýnir afla Japana árið 1980 eftir tegundum og veiðarfærum. Pýðingarmestu tegundir í veiðinni eru sardína, Alaska-ufsi og makríll. Mest aflaðist í hringnót, á eftir koma botnvarpa og veiði á stöng. Um 80% aflans af sardínu og makríl fékkst í hring- nót; 89% af Alaska ufsa og 84% af flatfiskum fékkst í togveiðarfæri. Mestur hluti af bónitó og smokksfiski var tekinn á stöng og um þrír fjórðu hlutar túnfisks- aflans fékkst á línu og næstum öll geirnefsveiðin fór fram með háfum og ljósi. Eins og fram kemur í töflunni var heildarfiskaflinn 9.900.000 tonn árið 1980. Auk þess voru framleidd 990 þús. tonn með ræktun og af því var helmingur, eða 510 þús. tonn þang og þari. Þá voru framleidd 310 þús. tonn af skelfiski og 170 þús. tonn af fiski og af því voru 150 þús. tonn gulstirtla. I töflu 3 kemur fram að allur afli af ostru og purp- urahimnu kom frá ræktun. Með ræktun fékkst einnig meira af gulstirtlu, ál, karpa, ígulkerjum og brúnþör- ungategund er Undaria nefnist. Sumar þessar teg- undir eru fóðraðar með sardínu og makríl, sem aflað er í hringnót. Fiskur ræktaður á þennan hátt er bæði bragðbetri og dýrari en sá sem fæst með venjubundn- um aðferðum. Á hinn bóginn tekur þetta allmikinn toll af sardínu- og makrílstofnunum. Tafla 4 gefur upplýsingar um framleiðslu á fiskseið- um Japana árið 1980, en það ár voru framleiddar 533 milljónir seiða ýmissa tegunda. Flestum var þeim sleppt beint í hafið, en sumar settar í stórar flotkvíar við ströndina. Sleppt var 1985 milljónum gönguseiða af ketu laxi {Oncorhynchus keta) í árnar árið 1980. Það ár endur- heimtust 22 milljónir fiska eða 80 þús. tonn af laxi sem settur var út sem sleppiseiði árið 1976 og er endur- heimtuhlutfall talið vera 2,8%. 66-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.