Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1984, Page 48

Ægir - 01.02.1984, Page 48
Þorskur smærri en 50 cm, ýsa smærri en 45 cm, ufsi smærri en 50 cm, karfi innan við 500 gr. og steinbítur minni en 40 cm telst ekki með í aflamarki skips, sbr. þó 5. mgr. þessarar greinar. Sjávarútvegsráðuneytið getur breytt veittu afla- marki allra veiðiskipa frá 15. apríl og 1. september 1984 í ljósi álits Hafrannsóknastofnunar á ástandi fiskistofnanna, og þess hvort fiskur undir framan- greindum mörkum skv. 4. mgr. skuli reiknast í afla- marki eða ekki. Felld er úr gildi reglugerð nr. 262 6. júlí 1977 um lágmarksstæðrir fisktegunda svo og breyting á þeirri reglugerð nr. 311 9. ágúst 1977. Botnfiskveiðar minni báta 5. gr. Bátar undir 10 brl., sem stunda botnfiskveiðar, hafa sameiginlegt heildaraflamark er skiptist þannig niður á tímabil: Tímabil 1 Tímabíl 2 Tímabil 3 Tímabíl 4 jan.-apríl maí-júní júlí-ágúst sept.-des. Áriðallt tonn,ósl. tonn,ósl. tonn,ósl. tonn,ósl. tonn,ósl. 1. Þorskur 1 350 2 500 3 230 1 220 8 300 2. Ýsa .... 100 70 130 400 700 3. Ufsi .... 80 200 820 200 1 300 4. Karfi . . . - - - - - 5. Skarkoli . 5 5 15 25 50 6. Grálúða . - - - - - 7. Steinbítur 100 160 80 100 450 Fari afli báta undir 10 brl. af einhverri þessara teg- unda fram úr ofangreindum mörkum á ákveðnu tíma- bili, er ráðuneytinu heimilt að stöðva veiðar báta undir 10 brl. af þeirri tegund um sinn. Ákvörðun aflamarks 6. gr. Við ákvörðun aflamarks hvers skip, 10 brl. eða stærri, skal finna: a) Skiptingu heildarafla á hverri fisktegund skv. 1. gr. á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983, samkvæmt skýrslum Fiskifélags íslands, á eftirfarandi níu flokka fiskiskipa: 1. Skip, sem ekki voru að veiðutn 1. nóvember 1982 til 31. október 1983. 2. Loðnubátar, sbr. reglugerð nr. 745/1983 (með áorðnum breytingum). 3. Skelfiskbátar, það er bátar, sem voru við skel- fiskveiðar 1. nóvember 1982 til 31. október 1983, og höfðu stærstan hluta aflatekna sinna af þeim, að frátöldum botnfiskveiðum. 4. Rœkjubátar, þ.e. bátar, sem voru við rækju- veiðar innfjarða og á Eldeyjarsvæði, 1. nóv- ember 1982 til 31. október 1983, og höfðu stærstan hluta aflatekna sinna af þeim, að frá- töldum botnfiskveiðum. 5. Humar- og reknetabátar, þ.e. bátar, sem voru við veiðar 1. nóvember 1982 til 31. október 1983, og síldveiðar með reknetum og höfðu stærstan hluta aflatekna sinna af þeim 1982 og 1983, að frátöldum botnfiskveiðum. 6. Humarbátar aðrir, þ.e. bátar, sem voru við humarveiðar 1. nóvember 1982 til 31. októ- ber 1983, og höfðu stærstan hluta aflatekna sinna af þeim, að frátöldum botnfiskveiðum. 7. Síldarbátar, þ.e. bátar, sem voru við síldveið- ar með hringnót eða reknet og höfðu stærstan hluta aflatekna sinna af þeim árin 1982 og 1983, að frátöldum botnfiskveiðum. 8. Aðrir bátar, sem voru fyrst og fremst við botn- fiskveiðar 1. nóvember 1982 til 31. október 1983. 9. Togarar, þ.e. togveiðiskip 200 brl. eða stærri, sem voru við veiðar 1. nóvember 1982 til 31- október 1983. b) Finna skal það aflaverðmæti, sem hvert skip hefur haft af veiðum samkvæmt sérstökum veiðileyfum þ.e. loðnu-, skelfisk-, rækju-, humar- og síldveiði- leyfum á viðmiðunartímabilinu. Þetta aflaverð- mæti skal reiknað á því fiskverði, sem í gildi var á hverjum tíma en fært til sama gengis miðað við Bandaríkjadollar. Verðmæti loðnuafla skal þó í þessum reikningi ekki miðað við afla skv. skýrslum Fiskifélagsins heldur við þrefaldan loðnukvóta skips skv. reglugerð nr. 745/1983 (með áorðnum breytingum). Ennfremur skal verðmæti hörpudiskaflans í þessum reikningi mið- ast við þrefaldan afla tímabilsins 1. nóvember 1982 til 31. október 1983, en ekki aflaskýrslur alls viðmiðunartímabilsins. Loks skal verðmæti sílda- rafla í þessum reikningi miðast við afla almanaks- árin 1981,1982 og 1983. c) Reikna skal verðmæti botnfiskafla hvers skips á viðmiðunartímabilinu, á því fiskverði, sem í gildi var á hverjum tíma en fært til sama gengis miðað við Bandaríkjadollar. Því næst skal lækka afla- magn hvers skips af hverri botnfisktegund um 25% af hlutfalli loðnuverðmætis skv. b-lið þessarar greinar, um 35% af hlutfalli skelfiskverðmætis, en um 10% af hlutfalli rækju- (innfjarða og af Eldeyjarsvæði), humar- og síldaraflaverðmætis af 96-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.