Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1984, Page 50

Ægir - 01.02.1984, Page 50
Skip, sem velur sóknarmark skv. ákvæðum 1. mgr. fær þó ekki leyfi til að veiða meiri þorsk á árinu 1984 en svarar meðalþorskaflamarki í viðkomandi stærð- arflokki skips og veiðisvæði að viðbættum 15%. Skipum, sem komu til veiða í fyrsta sinn eftir 1. nóvember 1980 og verið hafa að veiðum lengur en tólf en skemur en þrjátíu og sex mánuði, skal ætla afla skv. reglum 9. gr. miðað við áætlað meðalúthald og afla tímabilið frá 1. nóvember 1980 þar til þau koma til veiða. Utgerðir nýrra skipa og skipa, sem verið hafa skemur að veiðum en tólf mánuði á tímabilinu 1. nóv- ember 1980 til 31. október 1983, eða koma í fyrsta sinn til veiða eftir 1. nóvember 1980, skulu tilkynna sjávarútvegsráðuneytinu um þessar aðstæður sínar fyrir 10. febrúar 1984, sbr. áður birtar auglýsingar ráðuneytisins í dagblöðum. 12. gr. Hafi á árinu 1983 orðið eigendaskipti eða skip- stjóraskipti á skipi, skal gefa útgerðinni kost á að velja um aflamark eða sóknamark skv. 1. og 2. mgr. 11. gr. eins og um nýtt skip væri að ræða í stað afla- marks þess, sem skipið fengi skv. reglum 7. og 9. greinar. Útgerðum þeirra skipa, sem svo er háttað um og gæta vilja hagsmuna sinna í þessu efni, skal gefinn kostur á að gefa sig fram fyrir 10. febrúar 1984 og kynna sér þá kosti; sem þær hafa um að velja hvað varðar aflamark eða sóknarmark. Þessar útgerðir skulu síðan gefa til kynna fyrir 17. febrúar 1984 hvorn kostinn þær velji með fyrirvara um breytingar, sem verða kunna við endanlega úthlutun aflamarks. Útgerðirnar halda rétti sínum til þess að gera athuga- semdir við úthlutunina skv. 17. gr. 13. gr. Sóknarmark skal ákveðið í fjölda úthaldsdaga á hverju tímabili sbr. 1. mgr. 11. gr. Við ákvörðun fjölda úthaldsdaga gilda eftirfarandi reglur: 1. Úthald talið í dögum hefst þegar skip heldur úr löndunar- eða heimahöfn til veiða. 2. Úthaldi lýkur þegar skip kemur í höfn með veiðar- færi innanborðs til löndunar afla, enda haldi það ekki úr höfn til veiða fyrr en að a.m.k. fjórum sól- arhringum liðnum nema því sé það heimilt vegna loka tímabils. 3. Sigli skip með afla til löndunar erlendis telst sá tími er fer til siglingar með afla út, löndunar og sigl- ingar tii heimahafnar aftur sem úthaldsdagar. 14. gr. Útgerð hvers veiðiskips, sem valið hefur sóknar- mark, skal tilkynna sjávarútvegsráðuneytinu að minnsta kosti þremur dögum fyrir upphaf hvers mán- aðar, hvenær það hyggst nota sóknarheimild sína í þeim mánuði. Einnig er heimilt að tilkynna hvernig áformað sé að nota sóknarmark fyrir fleiri en einn mánuð eða tímabil í einu. Tilkynning þessi er bind- andi fyrir mánuðinn eða tímabilið og er grundvöllur eftirlits með framkvæmd þessara reglna. Frávik vegna tafa í veiðiferðum allt að þremur dögum er heimilt að færa milli mánaða og tímabila skv. 11. gr. Fari slík frávik fram úr þremur dögum um einn eða tvo daga reiknast þeir tvöfaldir til frádráttar á næsta tímabili. Frávik umfram fimm daga teljast brot á reglum þessum og skal farið með þau samkvæmt ákvæðum 23. gr. 15. gr. Þegar ákveðin er úthlutun veiðileyfa til allra botn- fiskveiðiskipa 1984, sú sem birt skal 20. febrúar 1984, sbr. 17. gr., skal meta afla þeirra skipa, sem hafa valið sér sóknarmark, eins og þau hefðu meðalaflamark skv. 1. mgr. 11. gr.. Almenn ákvæði, samráðsnefnd og flutn- ingur aflamarks 16. gr. Sjávarútvegsráðuneytið ákveður aflamark eða sóknarmark skv. reglugerð þessari fyrir hvert skip, 10 brl. og stærri, að fengnum útreikningum Fiskifélags íslands. Sérstök samráðsnefnd þriggja manna, skipuð einum fulltrúa frá samtökum sjómanna og einum full- trúa frá samtökum útvegsmanna auk formanns, sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar, skal fjalla uffl öll álita- og ágreiningsmál varðandi veiðileyfi, afla- mark og sóknarmark samkvæmt reglugerð þessari. I starfi sínu skal nefndin leitast við að velja úrræði sem stuðla að því að draga úr útgerðarkostnaði. Nefndin skal sérstaklega fjalla um ákvarðanir samkvæmt ákvæðum 11. og 12. greinar, svo og til hvaða flokks samkvæmt a-lið 6. gr. skuli telja hvert skip. Nefndin skal skila skriflegum tillögum til ráðu- neytisins um úrlausn einstakra mála. 17. gr. Tilkynna skal útvegsmönnum um úthlutun afla- marks eða sóknarmarks til þeirra eigi síðar en 20. febrúar 1984. Afli og sókn hvers skips á tímabilinu 1- 98-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.