Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1984, Side 56

Ægir - 01.02.1984, Side 56
Tafla 3. Selveiðar við ísland 1971-1982. Unnið upp úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar um selveiðar árin 1971-81 (Hafrannsóknir 1982) með dálitlum lagfœringum vegna veiða í rannsóknaskyni á vegum Hringormanefndar 1980-81. Landselir Útselir Alls Ár Kópar fullorðnir AIls Kópar fullorðnir Alls 1971 . . . 5.126 _ _ 557 _ — 6.894 1972 . . . 6.237 - - 415 - - 6.930 1973 . . . 5.995 - - 483 - - 6.803 1974 . . . 5.534 - - 406 - - 6.240 1975 . . . 6.111 - - 122 - - 6.673 1976 . . . 5.895 - - 274 - - 6.470 1977 . . . 5.705 - - 96 - - 6.601 1978 . . . 4.030 356 4.386 93 102 195 4.581 1979 . . . 4.278 317 4.595 201 179 380 4.975 1980 . . . 3.357 295 3.652 54 114 168 3.826 1981 . . . 2.511 429 2.940 3 139 142 3.082 1982 . . . 2.367 634 3.001 1.154 488 1.642 4.643 Meðaltal . . . 1971-81 . . . 4.980 246 5.734 Meðaltal . . . 1978-81 . . . . . . 3.544 349 3.893 88 134 221 4.116 veiðum hér við land á síðustu árum og var veiðin komin niður í um 3.000 dýr 1981 (Tafla 3). Uppistaðan í selveiðunum, þann tíma sem upplýs- ingar liggja fyrir um skiptingu veiðinnar á milli teg- unda, eru landselskópar, sem voru veiddir vegna skinnanna. Lítið var veitt af útselskópum og enn minna af fullorðnum dýrum (Tafla 3). Tilraun Hringormanefndar til þess að örva sel- veiðar s.l. ár með verðlaunagreiðslum fyrir veidd dýr hafði þau áhrif, að selveiðarnar jukust nokkuð við landið. Alls veiddust um 4.700 selir vegna þeirra og hefðbundinnar landselskópaveiði, auk þess sem inn í þessari tölu er fjöldi sela er fékkst í hrognkelsanet. Selveiði við landið hefur því aukist nokkuð frá því sem var árið 1981, en er þó aðeins um 80% af meðal- selveiði tímabilið 1971-1981. - Þetta er líklega ofmat á aukningu selveiðanna frekar en hitt, vegna þess að fyrri tölur um veiðar á fullorðnum dýrum og útsels- kópum eru mjög óábyggilegar og vanmeta veiðar þeirra. Þær byggja á upplýsingum úr skýrslum hrogn- kelsaveiðimanna um grásleppuveiðar, er þeir skila inn til Hafrannsóknastofnunar og ólíklegt að allir selir séu skráðir sem í netin koma. Eins og áður veiddist mest af landselskópum, um 2.400 dýr. Mesta aukningin kemur þó fram í útsels- kópaveiðinni, en um 1200 þeirra voru veiddir. Einnig hafa veiðar á fullorðnum dýrum líklega aukist nokkuð (Tafla 3). Þessi „aukning“ í selveiðum á síðasta ári er þó ekki það mikil, að selastofnunum hér við land stafi mikil hætta af. Veiðarnar 1982 halda líklega í við fjölgun sela, en valda sennilega ekki verulegri fækkun í stofn- unum. Um áhrif selveiðanna 1982 á selastofnana hér við land verður þó fyrst hægt að segja til um með ein- hverri vissu eftir að búið er að vinna úr þeim sela- tönnum, sem safnað var til aldursgreiningar á veidd- um dýrum s.l. ár. Úrvinnsla þeirra er þegar hafin og niðurstöður munu liggja fyrir síðar. Heimildir: Hafrannsóknastofnunin 1982. Ástand nytastofna á ís- landsmiðum og aflahorfur 1982. Hafrannsóknir 24. Sólmundur Einarsson 1978. Selarannsóknir og selveiðar. Náttúrufr. 48. (3^1): 129-141. 104-ÆGlR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.