Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1984, Side 13

Ægir - 01.07.1984, Side 13
hi\Q^a Somdnbwður á stœrð loðnuárganga eins og ul ú seiðastiginu ogþegar loðnan er ársgöm- ■ seinna tilvikinu er reiknað til bakafrá bergmáls- mæ"ngum á 2 ára loðnu. Fjöldi 1 árs loðnu í Seiða vísitala miljörðum 60 145.6 43 129.1 31 54.0 49 66.0 41 27.7 29 135.4 ^erkingar u ^e‘nt á seinasta áratug voru gerðar allmargar a^1fan§srn'klar tilraunir til loðnumerkinga í því skyni u 'nna stærð stofnsins. Var merkt í kviðarhol loðn- vUnar nieð þar til gerðum stálplötum á sama hátt og “J3 V3r er merkj a síld. Merkin endurheimtust hv an a rafseglum í loðnubræðslunum. Vegna þess hge °kynÞroska loðna er smávaxin drapst mikið af nn' við merkingu og endurheimtur voru lélegar. su rU 1111111 Segndi um fullvaxta loðnu seinasta VeJH^^i^ ^yrir hrygningu. Merkingar á henni tókust Urs °® §áfu t.d. til kynna að stærð hrygningarstofns þaðnS 1979 hefði verið f'230 000 tonn ^ann L íanúar uiál ^arr,t>ærileg tala sem fengin var með berg- smælingum var um 1 350 000 tonn. á þ' Vanúað er til loðnumerkinga er ekki vafi á því að ,e ann úatt rná fá upplýsingar um stærð hins veiðan- Niði ‘Uta stofnsms e^a m.ö.o. hrygningarstofnsins. le gið^ftÖður súlcra stofnstærðarmælinga geta þó ekki ^r'r fyrr en á hrygningartímanum eða jafnvel ' ^rr en hrygningu er lokið og loðnan dauð. Þessi veiðCrC úefur því litla hagnýta þýðingu fyrir stjórnun unn-r fiskstofni sem þannig er gerður af náttúr- jg Tírn ^má*s|nælingar á stofnstærð fyl aSetning- Frá miðjum 7. áratugnum hefur verið msla lsiensltu loðnunni með hjálp bergmáls- kanu. b!er ar)ur fyrr var aðaltilgangurinn að finna og gÖn 3 útf>reiðslusvæði loðnunnar og fylgjast með tanrf1)11 hennar °8 hegðun. Þeim upplýsingum sem tii fengust var síðan komið á framfæri um talstöð O 'oðnusjómenn og aðra sem áhuga ar þessi upplýsingamiðlun til mikils hagræðis og stytti oft leitartíma veiðiskipanna mikið. í kjölfar hinnar gífurlegu aflaaukningar við tilkomu fjölþjóða sumar- og haustveiða varð þörfin á áreiðanlegri vitn- eskju um stærð stofnsins mjög brýn. Á grundvelli upplýsinga sem fengist höfðu í hinum fjölmörgu leitarleiðöngrum fyrri ára var hægt að gera sér grein fyrir því á hvaða tímum ársins aðstæður til bergmálsmælinga á stofnstærð væru bestar. Þegar mæla skal stærð fiskstofns á þennan hátt og með við- unandi árangri þarf að hafa hliðsjón af eftirfarandi aðalatriðum: að útbreiðslan sé tiltölulega tak- mörkuð, truflanir af völdum hafíss, veðurs og lóðn- inga af öðrum fiski eða lífverum séu í lágmarki svo og torfumyndun við yfirborð og mjög nálægt botni. Að því er varðar hinn kynþroska eða veiðanlega hluta stofnsins varð hausttíminn fyrir valinu enda loðnan þá að ganga eða gengin á vetursetustöðvarnar norðan- eða norðvestanlands og ís í lágmarki. Einnig hefur verið mælt með góðum árangri í janúar/febrúar áður en hrygningargöngurnar koma inn á grunnsvæði við suður- og vesturströndina. Loks er að geta þess að þau ár sem loðnan gengur ekki mjög grunnt vestur með landinu má gera áreiðanlegar mælingar við suðurströndina. Hefur tvisvar verið mælt við slíkar aðstæður með ágætum árangri, þ.e.a.s. í marsbyrjun 1979 og í febrúar í vetur. Á hinn bóginn er ákaflega erfitt að beita bergmáls- aðferðinni við fullorðna loðnu að sumarlagi bæði vegna ísreks sem oft er mikið fram og aftur um ætis- svæðið og svo vegna þess að um ætistímann myndar loðnan iðulega smátorfur nærri yfirborði. Þessar litlu og oft þéttu torfur sjást gjarnan á asdiktækin á minna en 10 m dýpi. Þær eru þá grynnra en svo að þær komi að fullu fram á venjulegan dýptarmæli og mælast því ekki með þeirri tækni sem við hingað til höfum getað beitt. Þegar hrygningargöngurnar eru komnar inn á grunnsvæði við suðurströndina er almennt séð erfitt að fást við bergmálsmælingar. Þá myndar loðnan oft stórar torfur sem ná frá yfirborði til botns. Talsvert getur þá tapast í efstu metrunum sem ekki sjást. Við botninn skapast annað vandamál sem stafar af því að mæling verður að hætta rétt ofan botnsins ef koma á í veg fyrir truflanir. Þess utan eru meiri truflanir af öðrum fisktegundum í strandsjónum en úti á djúp- miðum. Undir vissum kringumstæðum er þó hægt að mæla stærð loðnugangna við suðurströndina eins og þegar hefur verið nefnt. ÆGIR-341

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.