Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1984, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.1984, Blaðsíða 20
tonn til hrygningar ár hvert náðist ekki nema 1979 og 1984. Sú ákvörðun að miða tillögugerð um hámarksafla við það að skilja eftir 400 000 tonn af loðnu til að hrygna, var m.a. byggt á reynslu Norðmanna í Bar- entshafi og svo því að meðal uppsjávarfiska virðist almennt þörf tiltölulega stórra hrygningarstofna. Enda þótt ljóst sé, að því er varðar íslensku loðnuna, að minni hrygningarstofn en 400 000 tonn geti gefið af sér þokkalegan árgang við hagstæð skilyrði, sýnist óráðlegt að svo stöddu að breyta þessari viðmiðun. Er þá m.a. höfð hliðsjón af þeirri útreið sem stofninn fékk fyrir skömmu og því hve skammt er síðan stærð hans varð þekkt. Við þessar aðstæður er áhættan ein- faldlega of mikil. Umræða um niðurstöður mælinga á stærð stofnsins Veiðisaga íslensku loðnunnar er ekki löng. Eins og þegar hefur verið frá sagt byrjuðu þær í smáum stíl um miðjan 7. áratuginn og jukust ekki að marki fyrr en eftir 1970. Þá kom 4 ára tímabil, 1973-1976, þegar árleg veiði úr hrygningarstofninum var nær hálf miljón tonna. Á þessu tímabili var aðallega veitt sein- ustu 3 mánuðina fyrir hrygningu og virtist stofninn þola þennan veiðiskap mætavel. Með tilkomu sumar- og haustveiðanna jókst aflinn í meira en miljón tonn á árunum 1976-1978 og hélst um það mark í 2-3 ár. Síðan hrundi stofninn. Því miður eru engar upplýsingar um stærð stofnsins fyrir 1978. Síðan hefur stærð hvers hrygningarstofns (1979-1984) verið mæld tvisvar með bergmálsaðferð, þ.e. að hausti og í janúar/febrúar árið eftir. Lítill vafi leikur á því að þessar mælingar á stofnstærðinni eru áreiðanlegar og gefa rétta mynd af þróun loðnu- stofnsins þau 6 ár sem þær ná yfir. Engu að síður hafa bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins verið gagnrýndar harkalega af ýmsum sjómönnum, útgerðarmönnum og um tíma stjórnvöld- um. Tillögur um aflahámark, sem byggðar voru á bergmálsmælingum áttu því erfitt uppdráttar a.m.k. framan af. Takmarkanir veiða urðu of litlar og voru settar of seint. Loðnustofninn var ofveiddur. Til ofangreindrar gagnrýni liggja allmargar ástæð- ur: 2) að þurfa að takmarka veiðar við brot af því setn var. Hinn nær ótrúlega öri samdáttur stofnsins a árunum 1978-1982 niður í það að stærð hrygning' arstofnsins svaraði ekki einu sinni til þess lag' marks sem sett hafði verið að markmiði. 3) Leyfilegum hámarksafla, sem ákveðinn var til bráðabirgða áður en sumarveiðar hófust og yf,r' leitt var alltof mikill, var þá þegar skipt milli þeirfa skipa sem þátt tóku í veiðunum. Norðmenn höfðn æfinlega lokið við að veiða sinn hluta kvótans áður en októbermælingunum á stærð stofnsins la11*' meðan okkar skip voru á ýmsum stigum þess að ná sínu marki. Við þessar aðstæður reyndis' ógerningur að stöðva veiðar í tæka tíð. 4) Misheppnaðir leiðangrar, sérstaklega leiðangur' inn sem farinn var í október 1981. Enda þótt þe*r sem stóðu að þessum leiðangri gerðu sér ljóst að aðstæður hentuðu ekki til bergmálsmælinga annar leiðangur væri farinn strax á eftir von1 niðurstöður októberleiðangursins notaðar til þe;,s að véfengja aðferðina lengi á eftir og jafnvel enn1 dag. Að vissu leyti er þetta skiljanlegt. Notagil^1 5) 6) bergmálsaðferðarinnar byggist ekki eingöngn góðum skipum og tækjakosti. Ýmsa aðra þÆtt' bæði líffræðilega og í umhverfinu þarf að taka mel í reikninginn. Áhrif slíkra þátta verða þeir ar meta sem vinna verkið. Það er óhjákvæmilegt ac fyrr eða síðar valdi slíkt deilum, sérstaklega þegat lítið er um þann fisk sem mæla skal og veiða. Það er eðli loðnunnar að safnast saman að hans11 og á veturna. Hún er þá gjarnan auðveidd á vissnn' svæðum, en lega þeirra hins vegar breytileg ft& jf'. til árs. Þetta gefur skipstjórum falska mynd a magninu þegar leit er minni en venjulega. Þarsen1 aflatakmarkanir seinni ára og lenging veiðibanns hefur einmitt stuðlað að minni leit, hefur mörgnnl skipstjórum fundist sínar eigin upplýsingar nnl stofnstærð miklu betri en þær í raun og veru erU- Loks virðast ný og fullkomnari fiskleitartaek.1 mörgum tilvikum hafa orðið til þess að mönnn'11 finnist þeir sjá meiri loðnu í stað þess að bæt tækjakostur hefði vitanlega átt að staðfesta hri versnandi ástand stofnsins. Ástæðan er sjálfs & sú, að þegar skipt er um leitartæki tapast það sa^ hengi sem hugsanlega gæfi einhverja möguleÁ'1 þess að sjá hvert stefndi í raun. 1) Almenn tregða til þess að horfast í augu við stað- reyndir og taka efnahagslegum afleiðingum þess Trú manna á bergmálsmælingar á stærð l°ðn^ stofnsins fer þó vaxandi. Þetta sést m.a. á því að 11 348-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.