Ægir - 01.07.1984, Blaðsíða 34
Skólaslit Stýrímannaskóians í Reykjavík 1984
Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið í 93. sinn
laugardaginn 19. maí s.l. við hátíðlega athöfn.
Athöfnin hófst með því að Anna Dóra Benedikts-
dóttir spilaði Vikivaka eftir Sveinbjörn Sveinbjörns-
son. í skólaslitaræðu rakti Guðjón Ármann Eyjólfs-
son skólastjóri skólastarfið á liðnu skólaári: Frá Stýri-
mannaskólanum luku samtals 84 nemendur skip-
stjórnarprófum á skólaárinu; 5 nemendur luku bæði
1. og 2. stigi í hraðdeild skólans. Eftir stigum voru lok
prófa þannig:
Skipstjórnarprófi 1. stigs luku 45 nemendur, þar af
9 nemendur í samvinnu við Dalvíkurskóla. Skip-
stjórnarprófi 2. stigs luku 28 nemendur. Skipstjórnar-
prófi 3. stigs - farmannaprófi - luku 16. Vegna
ónógrar þátttöku var 4. stig ekki haldið. Skólinn starf-
aði eins og undanfarin ár í tveimur önnum. Haustönn
hefst 1. september og stendur til jóla. Vorönn er frá
janúarbyrjun til aprílloka fyrir 1. stig, en prófum lauk
16. maí á 2. og 3. stigi.
Hæstu einkunn við skipstjórnarpróf 1. stigs á haust-
önn hlaut Árni Beinteinn Erlingsson, 9,04, sem er
ágætiseinkunn. Á vorprófum hlutu hæstu einkunnir
á skipstjórnarprófi 1. stigs: Albert Gunnlaugsson við
Dalvíkurskóla 9,41, ágætiseinkun; Jens Kristján
Kristinsson Dalvíkurskóla 9,22, ágætiseinkun; Har-
aldur Haraldsson Reykjavík 8,66,1. einkunn.
Nemendur við Dalvíkurskóla taka sömu próf og
nemendur við skólann í Reykjavík í öllum prófum
hinna svonefndu sjómannafræða þ.e. siglingafræði,
siglingareglum, skipagerð og sjómennsku, eldvörn-
um. Skólastjóri Dalvíkurskóla er Trausti Porsteins-
son, en siglingafræðikennari deildarinnar undanfarin
þrjú ár, sem deildin hefur starfað, hefur verið Júlíus
Kristj ánsson forstj óri. Prófdómari þar nyrðra er Þórir
Stefánsson fyrrv. skipstjóri skipaður af menntamála-
ráðuneytinu. Samstarf við Stýrimannaskólann hefur
verið með miklum ágætum og nemendur hafa á
hverju ári komið suður eina viku á tækjanámskeið.
Á skipstjórnarprófi 2. stigs voru hæstir og jafnir:
Albert Haraldsson Patreksfirði og Tryggvi Örn Harð-
arson Keflavík með 8,60. Þeir fengu sem verðlaun
fyrir ágæta frammistöðu Öldubikarinn, farandbikar,
sem Sjómannadagsráð gaf til verðlauna í tilefni af 70
ára afmæli Öldunnar 1964 og fá þeir hann til varð-
veislu hálft árið hvor. Til eignar fengu þeir verðlauna-
peninga áletraða frá Sjómannadagsráði.
Hæstu einkunn í siglingafræði á 2. stigi hafði Albed
Haraldsson 47 stig og fékk hann mjög glæsileg verð-
laun frá LÍÚ - loftvog og klukku, sem LÍÚ veitir a
hverju ári fyrir hæstu einkunn í siglingafræði á 2. stig1-
Verðlaun úr verðlaunasjóði Guðmundar Kristjáns-
sonar fyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann tij
margra ára eru veitt á 4. stigi og voru því ekki veitt i
ár eða fyrra.
Hæstu einkunn á farmannaprófi 3. stigs hlaut Hja^1
Elíasson Vestmannaeyjum 9,20, sem er ágætiseink'
unn. Hjalti fékk í verðlaun FarmannabikarEimskip3'
félags íslands, sem eru farandverðlaun, og glæsilega11
verðlaunapening með merki Eimskipafélagsins-
Nemendur með hæstu einkunnir á hverju stigi við
skólann hér í Reykjavík fengu verðlaun úr Verðlauna'
sjóði Páls Halldórssonar fyrrv. skólastjóra fyrir góða
frammistöðu og árangur.
Útvegsmannafélag Norðurlands og SkipstjórafélaS
Norðlendinga hafa með myndarskap staðið við bakið
á skipstjórnardeildinni á Dalvík og veittu þeir hæstn
nemendum þar verðlaun. Dalvíkurskóli verðlaunað'
einnig nemendur sína með bókaverðlaunum.
Fyrir ágætar ritgerðir og námsárangur í íslensku
voru eftirtöldum nemendum veitt bókaverðlaun ífa
skólanum:
Á 2. stigi: Sigurbjörn Ólason 2. B og Sævar Ólafs'
son (1 + 2); á 3. stigi: Hjalti Elíasson 3. B.
Skólinn veitti viðurkenningu fyrir góða ástundm1
og stundvísi og hlutu eftirtaldir nemendur þau verð'
laun:
1. stigi: Ólafur G. Óskarsson Selfossi og Árman11
Einarsson Þorlákshöfn. 2. stigi: Sævar Ólafsson
Sandgerði. 3. Stigi: Björgvin Sigurðsson Hafnarfifð'-
Danska sendiráðið veitti verðlaun fyrir hæstu eink
unnir og góða frammistöðu í dönsku á brott
fararprófi; hlutu þau Björn Jóhannesson á 3. stigi og
Sigurbjörn Ólason og Tryggvi Örn Harðarson a '
stigi.
362-ÆGIR