Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1984, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1984, Blaðsíða 14
Framkvæmd bergmálgsmælinga og kvörðun tækja Norðmennirnir Odd Nakken og Are Dommasnes hafa ritað lýsingar á bergmálsaðferðinni eins og henni er beitt við loðnu í Barentshafi. Á íslenska svæðinu er farið að eitthvað á þessa leið: Fisklóðningar eru skráðar í sífellu á leið skipsins, styrkur þeirra mældur í hverri sendingu og fundinn meðalstyrkur á sjómílu fyrir hverjar 5 sjóm. sigldar. Til þess er notaður sér- hannaður 38 kílóriða Simrad dýptarmælir og svokall- aður tegrunarmælir, ásamt tölvu sem við hann er tengd. Með flotvörpu eru tekin sýni eftir þörfum til aldurs-, lengdar- og þyngdarmælinga og þess gætt að toga jafnan strax og útlit lóðninga gefur til kynna breytingar í aldurs-, stærðar- eða tegundasamsetn- ingu. Við lokaútreikninga á fiskmagni er útbreiðslusvæð- inu deilt í hæfileg undirsvæði eftir aflasamsetningu. Mældum styrk lóðninga er síðan breytt í fiskmergð og við það notuð grunnjafnan: N = C-M-A þar sem N táknar heildarfjölda á undirsvæði A, C er fasti sem er háður lengd loðnunnar auk eiginleika þeirrar tækjasamstæðu sent notuð er, M er meðal- styrkur lóðninga á tilteknu undirsvæði og A er flat- armál þess svæðis mælt í fersjómílum. Samlagning á fjölda fiska sem þannig reiknast á hverju undirsvæði gefur síðan heildarstofnstærðina. Með hliðsjón af sýnatöku er svo hægt að deila fjöld- anum á árganga og breyta í þyngd ef vill. Fastinn C (C-gildið) er háður endurvarpsstuðli þeirrar fisktegundar sem mæla skal auk eiginleikum tækj akostsins eins og að ofan greinir. Áður en hér var hafist handa höfðu þessir þættir verið mældir í Noregi með tækjasamstæðu norska skipsins G.O. Sars að viðmiðun og notaðir við mælingar á stærð loðnu- stofnsins í Barentshafi. G.O. Sars C-gildið var hægt að nota við rannsóknir á íslenska loðnustofninum eftir kvarðanir á eipstökum tækjasamstæðum og samanburð á skipum sem hér segir: 1) Tækjakvörðun með koparkúlu með þekktu endurvarpi. Með slíkri kvörðun er fylgst með breytingum á C-gildi hvers skips auk þess sem hún gefur samanburð milli skipa sem að vísu er óháður stefnuvirkni botnstykkja dýptarmælanna. 2) Millikvörðun skipa sem gerð er með því að lóða á dreif, sem venjulega samanstendur af loðnu- seiðum og dýrasvifi í a.m.k. 25-35 sjóm. Sigla þá skipin yfir sömu dreifina og aflestur fer oftast fram /-> Q' 13. mynd. Samanburðarkvörðun rannsóknaskipanna o- Sars og Bjarna Sœmundssonar sem gerð var með mœling,l'’> á dreif af loðnuseiðum og dýrasvifi 21. október 1982. línulega sambandi milli skipanna má lýsa með jöfnunni DbS = -1.23 + 1.21 DCm. Fylgnistuðullinn, r = + 0.99. eftir hverja siglda mílu. Á þennan hátt er stefr>u virkni botnstykkj anna einnig tekin með í reikniu§ inn. Eiginleikar tækjakosts norsku og íslensku skipanna hafa alltaf reynst nær ótrúlega svipaðu og breytingar verið litlar milli ára. Fylgnistuðn (r) slíkra millikvarðana hefur jafnan legið á bilinU 0.96-0.99. Bergmálsmælingar á stærð hrygningar stofns áranna 1979-1984 Frá og með 1978 hafa íslendingar og Norðmenn 1 sameiningu mælt stærð hrygningarstofnsins í °^t0 ber. Hafrannsóknastofnunin gerði út aukaleiðang í nóvember 1981, en bergmálsmælingar mistókust október það ár vegna hafíss. Árlega hefur Hafrann, sóknastofnunin auk þess gert bergmálsmælingar hrygningarstofninum í janúar/febrúar til sarm"' burðar við haustmælingarnar. Enda þótt vitað sé að sá hluti stofnsins, sem lel . ætis á Jan Mayen-Grænlandssvæðinu, er oft e kominn til baka á vetursetustöðvarnar fyrr en í n°' ember og torfumyndun við yfirborð á sér stund 342-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.