Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1984, Side 14

Ægir - 01.07.1984, Side 14
Framkvæmd bergmálgsmælinga og kvörðun tækja Norðmennirnir Odd Nakken og Are Dommasnes hafa ritað lýsingar á bergmálsaðferðinni eins og henni er beitt við loðnu í Barentshafi. Á íslenska svæðinu er farið að eitthvað á þessa leið: Fisklóðningar eru skráðar í sífellu á leið skipsins, styrkur þeirra mældur í hverri sendingu og fundinn meðalstyrkur á sjómílu fyrir hverjar 5 sjóm. sigldar. Til þess er notaður sér- hannaður 38 kílóriða Simrad dýptarmælir og svokall- aður tegrunarmælir, ásamt tölvu sem við hann er tengd. Með flotvörpu eru tekin sýni eftir þörfum til aldurs-, lengdar- og þyngdarmælinga og þess gætt að toga jafnan strax og útlit lóðninga gefur til kynna breytingar í aldurs-, stærðar- eða tegundasamsetn- ingu. Við lokaútreikninga á fiskmagni er útbreiðslusvæð- inu deilt í hæfileg undirsvæði eftir aflasamsetningu. Mældum styrk lóðninga er síðan breytt í fiskmergð og við það notuð grunnjafnan: N = C-M-A þar sem N táknar heildarfjölda á undirsvæði A, C er fasti sem er háður lengd loðnunnar auk eiginleika þeirrar tækjasamstæðu sent notuð er, M er meðal- styrkur lóðninga á tilteknu undirsvæði og A er flat- armál þess svæðis mælt í fersjómílum. Samlagning á fjölda fiska sem þannig reiknast á hverju undirsvæði gefur síðan heildarstofnstærðina. Með hliðsjón af sýnatöku er svo hægt að deila fjöld- anum á árganga og breyta í þyngd ef vill. Fastinn C (C-gildið) er háður endurvarpsstuðli þeirrar fisktegundar sem mæla skal auk eiginleikum tækj akostsins eins og að ofan greinir. Áður en hér var hafist handa höfðu þessir þættir verið mældir í Noregi með tækjasamstæðu norska skipsins G.O. Sars að viðmiðun og notaðir við mælingar á stærð loðnu- stofnsins í Barentshafi. G.O. Sars C-gildið var hægt að nota við rannsóknir á íslenska loðnustofninum eftir kvarðanir á eipstökum tækjasamstæðum og samanburð á skipum sem hér segir: 1) Tækjakvörðun með koparkúlu með þekktu endurvarpi. Með slíkri kvörðun er fylgst með breytingum á C-gildi hvers skips auk þess sem hún gefur samanburð milli skipa sem að vísu er óháður stefnuvirkni botnstykkja dýptarmælanna. 2) Millikvörðun skipa sem gerð er með því að lóða á dreif, sem venjulega samanstendur af loðnu- seiðum og dýrasvifi í a.m.k. 25-35 sjóm. Sigla þá skipin yfir sömu dreifina og aflestur fer oftast fram /-> Q' 13. mynd. Samanburðarkvörðun rannsóknaskipanna o- Sars og Bjarna Sœmundssonar sem gerð var með mœling,l'’> á dreif af loðnuseiðum og dýrasvifi 21. október 1982. línulega sambandi milli skipanna má lýsa með jöfnunni DbS = -1.23 + 1.21 DCm. Fylgnistuðullinn, r = + 0.99. eftir hverja siglda mílu. Á þennan hátt er stefr>u virkni botnstykkj anna einnig tekin með í reikniu§ inn. Eiginleikar tækjakosts norsku og íslensku skipanna hafa alltaf reynst nær ótrúlega svipaðu og breytingar verið litlar milli ára. Fylgnistuðn (r) slíkra millikvarðana hefur jafnan legið á bilinU 0.96-0.99. Bergmálsmælingar á stærð hrygningar stofns áranna 1979-1984 Frá og með 1978 hafa íslendingar og Norðmenn 1 sameiningu mælt stærð hrygningarstofnsins í °^t0 ber. Hafrannsóknastofnunin gerði út aukaleiðang í nóvember 1981, en bergmálsmælingar mistókust október það ár vegna hafíss. Árlega hefur Hafrann, sóknastofnunin auk þess gert bergmálsmælingar hrygningarstofninum í janúar/febrúar til sarm"' burðar við haustmælingarnar. Enda þótt vitað sé að sá hluti stofnsins, sem lel . ætis á Jan Mayen-Grænlandssvæðinu, er oft e kominn til baka á vetursetustöðvarnar fyrr en í n°' ember og torfumyndun við yfirborð á sér stund 342-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.