Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1984, Page 16

Ægir - 01.07.1984, Page 16
árunum 1978-1980 væru innan sanngjarnra skekkju- marka og nothæfur grundvöllur við stjórnun veiða. Með hliðsjón af afla og náttúrulegum afföllum er hægt að bera saman haustmælingar á stofnstærð og mælingar á sama hluta stofnsins í byrjun næsta árs á eftir. Að undanteknum þeim leiðöngrum, sem aug- ljóslega mistókust vegna ísreks eða þess að of snentma var farið (25. sept.-5. okt. 1979 og október 1980), hefur munur slíkra mælinga verið nær ótrúlega lítill eða á bilinu 5-15%. Hærri mælingin hefur alltaf fengist eftir áramótin og er það skiljanlegt með tilliti til ntiklu minni útbreiðslu, auk þess sem þá er torfu- myndun nærri yfirborði sjaldgæfari en að haustinu. Vitanlega getur slíkur munur einnig stafað af því að afföll af völdum náttúrunnar hafi verið ofreiknuð við þennan samanburð. Rétt er að geta þess að í febrúarbyrjun 1984 mæld- ist unt 30% meira af loðnu í tonnum talið en októ- bermælingar árið áður höfðu bent til að myndi verða. Við athugun á gögnunum kom í ljós, að mun meira af 1981 árganginum varð kynþroska en sýnataka í fyrra haust hafði bent til. Þetta svaraði til um helmings aukningarinnar eða 15% og er við ytri mörk þess sert1 búast mátti við miðað við fyrri reynslu. Afgangurinn stafaði af hinni miklu og óvæntu þyngdaraukningu sem fyrr er getið í þessum skrifum. Samanburður á bergmálsmælingum, sem gerðar hafa verið á sömu hlutum loðnustofnsins með 1"- mánaða millibili og með hliðsjón af afla og náttúrU' legum afföllum, bendir eindregið til þess að mælien1' ingarnar, að því er varðar hinn veiðanlega eða kyu' þroska hluta stofnsins, séu raungildi eins og talip hefur verið, þ.e.a.s. tonn og fjöldi fiska en ekki visi' tölur sem enn frekari reynslu þarf til þess að túlka. Mælingar á stærð hins ókynþroska hluta stofnsins Erfitt hefur reynst að mæla mergð ókynþroska 1 og 2 ára smáloðnu. Aðalástæðan er sú, hve mikið þessl 15. mynd. Útbreiðsla og hlutfallslegt magn loðnu í oklóber 1983. Tölurnar tákna útslag (mm) á tegrunarmœli (heildara)- 344-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.