Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1984, Page 32

Ægir - 01.07.1984, Page 32
verið unnin í höndum í landi, en nú er nær einvörð- ungu notaður hiti til þess að fá skelina til þess að opn- ast og bitann að losna. Þegar bitanum er náð, eru inn- yflin hreinsuð frá, oftast í vélum. I mörgum löndum er mikið sóst eftir hrognasekkj- um með bitunum, en lítið hefur verið framleitt af þeim hér á landi. Hér er framleiddur fullhreinsaður vöðvi að mestu leyti, en tilraunir hafa verið gerðar með aðra framleiðslu. Markaðsmál Nær allur útflutningur íslands á hörpufisk hefur farið til Bandaríkjanna og er markaðssvæðið nokkuð dreift um landið. Hörpufisk má skipta í grófum drátt- um í þrjá verðflokka. Dýrastur er sá stærsti (allt að 40 stk. í pundi.) Kanadamenn og Bandaríkjamenn veiða mest af honum. Einnig er fluttur inn hörpufiskur frá J apan í þessum stærðarflokki, en hann þykir ekki eins góður. Milliverðflokkur inniheldur hörpufisk sem oftast er kallaður „Bay Scallop" (40-110 stk. í pundi). „Cape Cod Bay Scallop" er þó undantekning og telst frekar til hæsta verðflokks, enda almennt talinn sá besti. íslenski hörpufiskurinn er í þessum flokki ásamt nán- ast öllum öðrum innfluttum hörpufiski, (Bretland, Færeyjar, Ástralía, Nýja Sjáland, Brasilía, Argen- tína, Mexíkó og Perú). Lægsta verð fæst fyrir „Calico Scallop“. (200 stk. og fleiri í pundi). Aðgreiningin er þó ekki alltaf svona skörp. Alhr flokkarnir hafa nokkur áhrif hver á annan. Aðgrein- ingin er t.d. lítil á rnilli lægri flokkanna og oft mikið bil í stærsta flokkinn. Hörpufiskur er seldur sem stöðluð vara og er þvl eins og hálfgerður verðbréfamarkaður með spákaup- mennsku og því sem henni fylgir. Sveiflur geta verið mjög miklar. Þessar sveiflur koma sér mjög illa fyrir framleiðendur og aðra sem nálægt þessu koma. Stærðartakmarkanir voru settar í Bandaríkjunum á veiðum á St. Georgsbankanum fyrir tveim árum- Kanadamenn gerðu það sama stuttu síðar, vegna hræðslu við ofveiði. Petta varð til þess að framboð minnkaði og verð fór hækkandi á síðasta ári. Verðið náði hámarki, fólk hætti að kaupa og verðið féH- Verðið hefur fallið mikið, m.a. vegna þess að mikið hefur verið flutt inn frá Perú á lágu verði. Framtíðin er því frekar óviss, þó menn voni að verð fari hækkandi, þá bendir ekkert til þess á þessaO stundu. AUKIÐ ÖRYGGIIVIGTUN Með Póls vogakerfi næst margfalt jafnari vigtun auk eftirlits. Jafnari vigtun = öruggarí vigtun = engin undirvigt. MIKIL ARÐSEMI Reynslan sýnir að vegna jafnari vigt- unar, lækkar meðaivigtin. Póls- vogakerfið sparar því geysilegar fjárhæðir samfara AUKNU ÖRYGGI. Á þennan hátt stunda nú fjölmörg frystihús „fiskveiðar" með Póls- vogakerfi. Þær vogir og vélar frá Pólnum, sem nú eru í notkun í land- inu, afla með þessum hætti á við meðal skuttogara miðað við aflaverð- mæti. Póllinn h.f. Aðalstræti 9, Pósthólf 91 400 Isafjörður Sími (94)3092 Það er þetta sem við köllum: FISKVEIÐAR Á ÞURRU LANDI, VEIÐAR ÁN SJÓFERÐAR.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.