Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Síða 16

Ægir - 01.01.1985, Síða 16
hrygningarstofninum hrakandi og var hann kominn í tvær og hálfa milljón tonna árið 1963. Á árunum 1963—1965 óx hrygning- arstofninn aftur og náði 3.7 mill- jónum tonna árið 1965 enda bættist honum þá 2 góðir árgangar (1959, 1960). Á tíma- bilinu 1966—1969 hrundi hrygn- ingarstofninn algerlega vegna þess að honum bættust ekki neinir nýliðar er náðu kynþroska- aldri en einnig vegna þess að sóknin í fullorðnu síldina hafði aukist hröðum skrefum á þessum árum. Eins og að framan greinir eru þessir útreikningar á stofnstærð byggðir á svokallaðri ald- ursaflaaðferð (V.P. greiningu). Fyrri útreikningar vinnunefnd- ar Alþjóðahafrannsóknaráðsins voru fyrst og fremst byggðir á endurheimtum síldarmerkjum. Þessum tveimur ólíku aðferðum ber mjög vel saman á tímabilinu frá 1950 og fram yfir 1960. Um miðjan 7. áratuginn benda niður- stöður merkinganna hins vegar til þess að stofninn hafi verið stærri helduren niðurstöður aldursafla- aðferðarinnar gera ráð fyrir. Á þessum árum urðu mjög miklar breytingar á göngum síldarinnar og lífsskilyrði í hafinu milli íslands og Jan Mayen breyttust mjög til hins verra. Þetta gæti hafa valdið því að meira hafi drepist af svokölluðum náttúru- legum ástæðum en venjulega og flýtt fyrir hruni stofnsins. Senni- lega verður seint úr því skorið hvort eða hve stóran þátt versn- andi lífsskilyrði áttu í hruni norsk- íslenska síldarstofnsins. Undanfarin 10—12 ár hefur verið fylgst með ástandi norsk- íslenska síldarstofnsins með rannsóknum á útbreiðslu síldar- lirfa, bergmálsmælingum á síld- arseiðum og merkingartilraunum á stórsíld. 3. mynd. Afli úr norsk-íslenska síldarstofninum 1950-1982. Smásíldaraflinn er sýndur með slitróttri línu. 4. mynd. Stærð árganga norsk-íslensku síldarinnar í milljörðum sílda. Heila línan sýnir síldarfjöldann á 1. ári en brotna línan sýnir hve margar síldar náðu 4 ára aldri. Árgangarnirfrá 1965-1969 voru nánast allirveiddir áðuren þeir urðu 4 ára. 4-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.