Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1985, Qupperneq 20

Ægir - 01.01.1985, Qupperneq 20
samþykkti komu 15 árum of seint til að þær kæmu síldinni í sunn- anverðum Norðursjó að gagni. Ef við lítum hins vegar á Norður- sjávarsíldina sem eina heild kemur í Ijós að stofninum fór ekki að hnigna verulega fyrr en eftir 1965. Vinnunefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins tókst furðu vel að fylgjast með hnignun stofnsins og kom með ráðleggingar þegar á árinu 1970 um að nauðsynlegt væri að draga úr sókn í síldar- stofninn um 50%. Eftir því sem árin liðu varð deginum Ijósara hvert stefndi og skýrslur Alþjóða- hafrannsóknaráðsins um ástand síldarstofnsins í Norðursjó urðu dekkri með hverju árinu sem leið, uns ráðið gerði það að tillögu sinni árið 1975 að síldveiðar í Norðursjó yrðu bannaðar. í Norðausturatlantshafsfiskveiði- nefndinni náðist ekki samkomu- lag um að draga úr veiðum en á árunum 1971-1974 var sam- þykkt að banna síldveiðar á til- teknum árstímum. Fljótlega kom þó í Ijós að þessi árstímabundnu bönn höfðu lítil sem engin áhrif og árið 1974 samþykkti Norð- austuratlantshafsfiskveiðinefndin að leyfilegur hámarksafli skyldi verða 500.000 tonn á tímabilinu 1. júlí 1974 til júníloka árið 1975. Eftir á að hyggja finnst mönnum þetta ekki mjög raun- hæf samþykkt þar sem aflinn varð aðeins 308.000 tonn á þessu tímabili. Árin 1975 og 1976 var einnig samþykkt að leyfilegur hámarksafli yrði langt umfram það sem aflinn í raun og veru varð. Eina samþykkt Norðaustur- atlantshafsfiskveiðinefndarinnar sem hafði einhver áhrif var að 1975 samþykkti nefndin bann á síldveiðum til bræðslu. Þetta kom a.m.k. íbili ívegfyrirhinarmiklu veiðar sem tfðkast höfðu á síld sem var á 1. og 2. aldursári. Þegar hér var komið sögu var Norðausturatlantshafsfiskveiði- nefndin að liðast í sundur vegna breyttra viðhorfa í landhelgismál- um. Heimkynnum Norðursjávar- síldarinnar var skipt milli Noregs og Efnahagsbandaslagsins. Þar sem ekki hafði náðst milliríkja- samkomulag um algert síldveiði- bann í Norðursjónum ákvað Stóra-Bretland að banna síld- veiðar innan sinnar fiskveiðilög- sögu í október/desember 1976 og aftur frá því í mars 1977. Um sama leyti náðist samkomulag um þetta við Noregog má segja að síldveiðibann hafi þá komist á um allan Norðursjó frá og með febrúar 1977. Síldaraflinn minnkaði úr 175.000 tonnum árið 1976 í aðeins 11.000 tonn árið 1978. Á árinu 1979 fór að bera talsvert á ólöglegum síld- veiðum og þetta jókst árið 1980 þegar slíkur afli var u.þ.b. 61.000 tonn. Á fyrri hluta ársins 1981 varð Ijóst að stærð síldarstofnsins í sunnanverðum Norðursjó hafði aukist mun hraðar en í mið- og norðanverðum Norðursjó. [ sam- ræmi við þetta gerði fiskveiði- nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins það að tillögu sinni að tak- markaðar síldveiðar mætti leyfa í sunnanverðum Norðursjó á tíma- bilinu frá október 1981 til mars 1982 en leyfilegur hámarksafli skyldi ekki fara fram yfir 20.000 tonn. Tillögur um síldveiðibann í mið- og norðanverðum Norður- sjó voru ítrekaðar. Síldveiðar í Norðursjó á árinu 1981 voru þó í engu samræmi við þessar tillögur um 20.000 tonna afla. í raun varð aflinn 141.000 tonn. Það var deginum Ijósara að miklar síld- veiðar áttu sér stað í mið- og norðanverðum Norðursjó og veiddist þar bæði stórsíld og smásíld. Síldveiðin í sunnan- verðum Norðursjó var árið 1981 u.þ.b. 42.000 tonn eða tvöfalt meiri en lagt hafði verið til. Þrátt fyrir þetta var gert ráð fyrir að árið 1982 myndi síldarstofninn í sunnanverðum Norðursjóstækka verulega og Alþjóðahafrann- sóknaráðið lagði til að leyfilegur 8. mynd. Aldursskipting í afla Norðursjávarsíldar (5 ára hlaupandi meðaltal). Myndin sýnir að hin síðustu ár hefur langmerst verið veitt af smásíld á I. og 2. aldursári. 8-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.