Ægir - 01.01.1985, Page 23
máls var boðið á alþjóðlegt þing um rannsóknir í
Norðurhöfum í Bremerhaven í nóvember 1983, og
héldum við þar báðir erindi (7).
Kynnisferðir
a- Farið var í frystihús eða fiskverkunarstöð í Lun-
enburg á Nýja Skotlandi. Þar störfuðu (1982) um
>250 manns við verkun á um 35.000 tonnum af fiski
arlegafrá 16 veiðiskipum. Varstöð þessi hin hreinleg-
asta, en mér virtist hægar unnið en hér heima og ekki
var tölvuvæðing í garð gengin í vinnslusölum að séð
Varð. Stúlkurnar sögðust fá um 6 kanadiska dollara
fyrir stundina (gengi 1982: 1:10 en 1984 1:23). Þær
unnu á 8 stunda vöktum.
h. Einnig var dvalist dagstund í Bedford Institute
of Oceanography, sem er talin vera a.m.k. þriðja ef
ehki önnur mesta hafrannsóknastofnun heims.
Starfslið var 1982 um 800 manns, rannsóknaskipin
huim, þ.á.m. „Hudson“ og „Baffin“, hvort um sigum
3500 lestir að stærð. Heildarvelta stofnunarinnar 1981
yar um 35 millj. bandaríkjadalir, sem samkvæmt
§engi 1982 var um 475 millj. ísl. krónur (en 1984 yfir
einn milljarður ísl. kr.). Þar af fóru um 40% í rekstr-
arkostnað skipa.
Verkefni Bedford Institute of Oceanography eru
aðallega eftirfarandi:
Fiskveiðar og sjórinn (haffræði, vistfræði, sjómæl-
'ngar, fiskifræði).
Orka, námur og aðrar auðlindir á hafsbotni (jarð-
og jarðeðlisfræði).
Umhverfi og náttúruvernd.
Starfsvettvangur er Atlantshafið og heimskauta-
höfin.
Skal þess hér getið að stofnunin virðist sérlega vel
rekin ef dæma má af allri umgengni og fyrirkomulagi
sem allt lýsti miklum myndarskap. Kanadamenn
munu einnig vera þekktir fyrir gott skipulag á málum
vfirleitt.
c. íslenskur námsmaður í fiskifræðum, Björn
Björnsson, sem var við nám í Dalhousie University í
Halifax, og kona hans, Lára Hansdóttir, lögfræð-
ingur, ásamt dóttur, fóru með mig daglangt í kynnis-
ferð í Fundy-flóa á Nýja Skotlandi. Þar er hæð sjávar-
falla mest á jörðinni eða allt að 19 m (6. mynd). Þessu
má því líkja við pílagrímsför haffræðings. Var sá
dagur góður dagur þar sem unnt var að hvíla sig á allri
útlenskunni og ræða málin á móðurmálinu. Guð launi
þeim hjónum.
d. Einnig bauðst mér skemmtisigling á seglskútu,
ásamt fimm öðrum, daglangt á haf út. Gestgjafi var
dr. William Ford (eða Bill), fyrrverandi forstjóri í
Bedford Institute, haffræðingur og limur í svonefndri
„hydró-mafíu“ eins og sjófræðingar eru stundum
nefndir. Hann var að launa heimboð hér heima,
þegar ársfundur Alþjóðahafrannsóknaráðsins var
haldinn í Reykjavík 1977. Varsiglingin ógleymanleg,
í kalda og björtu veðri.
‘»V =n» <ci -ici
myiid. Hafstraumur á vestanverðu Nordur-Atlantshafi
> gst er meðfrá gervihnöttum 1981. (Jens Meincke 1983).
samkvœml útreikningum og mœlingum með rekduflum, sem
ÆGIR-11