Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1985, Qupperneq 24

Ægir - 01.01.1985, Qupperneq 24
Vísindanefndir og persónuleg kynni a. Að lokum skal hér nefnt enn eitt málefni ráðstefnunnar, sem mér þykir rétt að benda á. Menn notuðu tækifærið sem gafst á staðnum til að ræða ýmis rannsóknamál, bæði sem einstaklingar, og í formleg- um vísindanefndum. Hæst bar þar fund um framtíðar- hafrannsóknir, en Menningar- og vísindastofnun (UNESCO) og Haffræðistofnun (IOC) Sameinuðu þjóðanna höfðu beðið um álit manna á drögum um það efni (8). Urðu þar snarpar umræður m.a. um haf- rannsóknir í þágu ríkra og fátækra. Annar fundur var á vegum vísindanefndar, sem er auðkennd með SCOR (Scientific Committee on Oceanographic Re- search). íslendingar eru ekki aðilar á SCOR, og var ég reyndar spurður hvað ylli. Hinar Norðurlandaþjóð- irnar cru allar aðilar og virkir þátttakendur. Dani var m.a. einn varaforseta (9). í nefndinni eru vísinda- menn og starfar hún sem vísindalegur ráðgjafi og hvati ákveðinna hafrannsókna. Nefndin getur einnig beitt áhrifum sínum við fjármögnun á rannsóknum. Tel ég rétt að íslcndingar athugi hvort þeir eigi ekki yfirleitt að taka virkari þátt í alþjóðastarfi á sviði haf- rannsókna en nú er, ekki aðeins innan Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES) heldur og IOC og þá SCOR, bæði til að njóta samstarfsins í eigin þágu og til að leggja sitt að mörkum til annarra. Þessu má ekki rugla saman við svonefnda þróunaraðstoð. heldur er um virka santvinnu vísindastofnana að ræða. Ef við gáum ekki að okkur þá er hætta á að við drögumst æ meira aftur úr öðrum þjóðum, einkum á tæknilega 3. mynd. Rek á duflum á Nordur-Atlanlshafi, sem fyigst var með frá gervihnöttum 1981-1982. (Jens Meincke 1983). sviðinu og þá í öflun upplýsinga og úrvinnslu þeirra. b. A ráðstefnu eins og JOA eru auk allrar fræðsl- unnar (10) hin persónulegu kynni efld, bæðigömul og ný, á fundum og ekki síður að kvöldi dags. Átök ein- staklinga og þjóða koma oft upp á yfirborðið, í smáu og stóru, átökin milli metnaðarfullra einstaklinga og þjóða, milli ríkra þjóða og fátækra. Sérstaklega þótti mér sem þjóðfélagsátökin í Suður-Ameríku færu ekki leynt, stundum með sárindum og vonleysi og stundum með baráttuvilja og von um betri tíð. c. Bjartsýni og von um betri tíð birtist mér hjá ungri stúlku, kínverskri og Búddhatrúar, sem kom frá mér áður óþekktu landi, Brunei. Þetta er soldáns- dæmi á Borneo, þá (1982) enn undir breskri vernd. íbúar eru flestir Múhameðstrúar og um 200 þúsund talsins. Olía er aðal auðlindin. Sjálfstæði í breska samveldinu var á dagskrá 1983 og má nú minnast þess úr fréttum m.a. vegna mynda í íslenska sjónvarpinu frá glæsibyggingu soldánsins. Stúlkan var komin til Halifax til að nema efnaverkfræði næstu sex árin. Hún sagði föður sinn vera „ómenntaðan" bifreiða- stjóra, en þó, hann hefði aliö sig upp andstætt hefð sem dreng! Hún var eins og hún sjálf sagði „very indi- pendent" og full vonar um framtíðina, en samt áhyggjufull vegna langrar fjarvistar frá fjölskyldu Mynd 4. Straumar samkvœmt ýmsttm mœlingum í Norðttr- höfum og rek diifla á ísnum sem fvlgst var með frá gervi- hnöttum 1979- 1981 (5). 12-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.