Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Síða 30

Ægir - 01.01.1985, Síða 30
Stærðarflokkar teljast í þessu sambandi: 1. Bátar ......... lObrl. — 20brl. 2. Bátar ......... stærrien 20 brl.— 50 brl. 3. Bátar ......... stærrien 50brl. — llObrl. 4. Bátar ......... stærrien llObrl.—200brl. 5. Bátar ......... stærrien200brl. — 500 brl. 6. Bátar ......... stærrien500brl. 7. Togarar ....... stærrien200brl.—500brl. 8. Togarar ....... stærrien500brl. Við stærðarflokkun fiskiskipa er miðað við mælingarbréf Siglingamálastofnunar ríkisins, sem gildir við útgáfu reglu- gerðar þessarar. Við ákvörðun þorskaflahámarks, samkvæmt 16. gr. fyrir flokk 7, togara 200 - 500 brl., skal það metið sérstaklega fyrir togara 39 metra og styttri annars vegar, og hins vegar fyrir togara lengri en 39 metrar, miðað við mestu lengd skipsins, sbr. 4 mgr. Veiðisvæði markast í þessu skyni af verstöðinni, þaðan sem fiskiskipi er haldið til róðra. Veiðisvæðin eru þessi: Svæði 1: Frá Eystra-Horni suður um að Látrabjargi. Svæði 2: Frá Látrabjargi norður um að Eystra-Horni. Heimilt er að víkja frá ofangreindum ákvæðum um mörk veiðisvæða sé það nauðsynlegt vegna sérstöðu veiðiskips. V. KAFLI Aflamark. 7-gr' Fiskiskipi skal úthlutað almennu veiðileyfi með aflamarki í eftirgreindum fisktegundum: þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. 8. gr. Við úthlutun almenns veiðileyfis með aflamarki til fiski- skips fyrir árið 1985, skal lögð til grundvallar aflamarksút- hlutun fyrirsamaskipfyrirárið 1984(þ.e. ágrundvelli rg. 44/ 1984, með áorðnum breytingum) og skal aflamark aðeins breytast í hlutfalli við breytingar á heildaraflamarki hverrar fisktegundar sbr. 17. gr. Þó skal endurskoða botnfiskafla- mark þeirra skipa, sem flokkuð eru í flokk 2. -7. skv. 6. gr. og úthluta þeim aflamarki á grundvelli aflareynslu þeirra eftir 1. nóvember 1980, utan sérveiðitímabila í viðkomandi flokki samkvæmt 6. gr. Sama gildir um aflamark þeirra skipa, sem leyfi hljóta til dragnótaveiða í Faxaflóa. Við úthlutun aflamarks til skips, getur samráðsnefnd, sbr. 18. gr., breytt aflamarki einstakra fisktegunda ef sýnt þykir, vegna breytinga í rekstri skips, að skip geti ekki nýtt sér ákveðnar fisktegundir, enda raskist ekki við þessa breytingu heildaraflaverðmæti aflamarksins. Tekin verður ákvörðun um úthlutun aflamarks til loðnu- báta þegar fyrir liggur hversu mikið af loðnu verður leyft að veiða á vertíðinni 1984/1985. 9. gr. Fiskiskip, sem fengu meðalaflamark á árinu 1984 sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar 44/1984 eiga ekki rétt á almennu veiðileyfi með aflamarki, nema að því marki, sem afli þeirra sjálfra á árinu 1984 nam eða aflamarki sainkvæmt 8. gr. Samráðsnefnd samkvæmt 18. gr. skal meta að hve miklu leyti hvert slíkt skip telst hafa náð meðalaflantarki. 10. gr. Velji útgerð fiskiskips almennt veiðileyfi með aflamarki sbr. 4. gr., er slíkt leyfi veitt með því skilyrði að afli skips af fisktegundum samkvæmt 7. gr. fari ekki fram úr því afla- marki, sem tilgreint er í veiðileyfi. Aflamark hvers skips skal talið í heilum tonnum og miðað er við slægðan fisk með haus, að karfa undanskildum. Þegar breyta skal óslægðum fiski í slægðan skal margfalda þorsk, ýsu og ufsa með tölunni 0.80 en grálúðu með tölunni 0.92. Þegar breyta skal slægðum fiski í óslægðan skal margfalda þorsk, ýsu og ufsa með tölunni 1.25 en grálúðu með tölunni 1.09. Þorskur og ufsi smærri en 50 cm, ýsa smærri en 45 cm og karfi innan við 500 g telst ekki með í aflamarki skips. Við línuveiðar í janúar og febrúar reiknast 50% aflans ekki til aflamarks fiskiskips en réttur línuskipa til framsals sbr. 20. gr. skerðist sem svarar öllum línuafla þess á því tímabili. Afli, sem fluttur er óunninn á erlendan markað á árinu 1985, skal reiknast með 10% álagi, þegar metið er hversu miklu af aflamarki skips er náð hverju sinni. 11. gr. Útgerðaraðili skal senda Fiskifélagi íslands skýrslur um afla á þar til gerðunt cyðublöðum og skulu skýrslur þessar útfylltar eins og fyrir er mælt á þeim. VI. KAFLI Sóknarmark. 12. gr. Sóknarmark er ákveðinn fjöldi sóknardaga á tilgreindum tímabilum. Sóknarmark hefst þegar skip heldur úr löndunar- eða heimahöfn til veiða og lýkur þegar skip kemur í höfn með veiðarfæri innanborðs til löndunar afla, enda haldi það ekki úr höfn til veiða aftur fyrr en liðnireru a.m.k. þrír sólarhringar. Sigli skip með eigin afla til löndunar á erlendum mörkuð- um telst sá tími, sem fer til siglingar út til sóknarmarks. Engar takmarkanir eru á fjölda sóknardaga hjá línuveiði- skipum í janúar og febrúar. 13. gr. Velji útgerð fiskiskips almennt veiðileyfi með sóknar- marki, sbr. 4. gr., erslíkt veiðileyfi veitt með því skilyrði, að sóknardagar fari ekki fram úr tilgreindum fjölda á ákveðnu 18-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.