Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Síða 35

Ægir - 01.01.1985, Síða 35
Sveinn Sæmundsson: Guðmundur skipherra Kjærnested. Fyrra bindi Öm og Örlygur 1984.189 bls. Það hefur trauðla farið framhjá neinum IslendingK sem kominn t'l vits og ára, að á undan- förnum árum hafa frásagnir af lífshlaupi ýmissa merkismanna átt vaxandi vinsældum að t'agna með þjóðinni. Þessar frásagnir 8anga ídaglegu tali undir nafninu mvisögur, og eru vænn hluti jóla- ‘fökaflóðsins ár hvert. í ár virðist tjöldi þeirra ætla að verða meiri nokkru sinni fyrr og ekkert við Pví að segja í sjálfu sér. Ævisögurnar svonefndu eru tjarska misjafnar að efni, gæðum °8 gerð, svoólíkar, aðafarhæpið er að setja þær allar undir einn latt. Algengastar um þessar mundir eru endurminningar, þar j,em sá, er bókin fjallar um, rekur 'tshlaup sitt fyrir skrásetjara, sem síðan færir í letur og eykur gjarnan við eftir öðrum heimild- um. Þessar bækur mætti gjarnan alla heimildaminningar (sbr. 1eimildaskáldsögur), en gæði Peirra hljóta ávallt að ráðast að tvennu; samvinnu sögumanns og s 'msetjara, og dugnaði skrásetj- ara við að afla viðbótarheimilda, mnnsaka þær og nota til að fylla í rásögn sögumanns. Fer það siðan eftir smekk og vinnu- fögðum hverju sinni, hvort s msetjari einkennir þann eða Pa hluta frásagnarinnar, sem byggjast á utanaðkomandi heim- ildum, sérstaklega, eða ekki. Aðrar tegundir ævisagna eru hreinar endurminningar, þarsem frásögn sögumanns er allsráð- andi, hvort sem hann færir hana sjálfur í letur eða ekki, sjálfsævi- sögur, sem sögumenn skrá sjálfir, og loks eiginlegar ævisögur. Þær síðastnefndu eru einna fágætastar þessara frásagna hérlendis, en þó oftast veigamestar. Eiginlegar ævisögur eru að því leyti frá- brugðnar öðrum í þeim flokki, sem hér hefur verið nefndur, að þær eru tíðast samdar af t'ræði- mönnum, oft háskólamennt- uðum sagnfræðingum. Frásögnin byggist þá á rannsóknum ritaðra frumheimilda, stundum að nokkru á munnlegum heimild- um. Oftast fjalla ævisögur um látna menn, oft löngu liðna, oger því auðsætt, að þeir koma sjálfir ekki við sögu samningarinnar. Ævisögur í eiginlegum skilningi eru þannig oftast hrein fræðirit. Bók Sveins Sæmundssonar um Guðmund Kjærnested skipherra er á mörkum þess að vera heim- ildaminning og hreint endur- minningarit. Frásögn Guð- mundar er ráðandi í bókinni, en Sveinn getur þess í inngangi, að hann hafi „...leitað ýmissa heim- ilda til staðfestingar því að rétt sé með farið. Minnið getur brugðist um ýmiss (sic) atriði, en það auð- veldaði verkið að Guðmundur hefir varðveitt gögn frá ýmsum tímum. Ffann nélt eigin dagbók frá árinu 1955." Af þessum orðum er Ijóst, að auk frásagnar Guðmundar hefur Sveinn stuðst við persónulegar heimildirhans. Hinsvegarkemur ekki skýrt fram, hvort hann hefur leitað fanga víðar, að öðru leyti en því, að í texta er sagt frá ummælum móðursystur Guð- mundar um tiltekið atriði, og á öðrum stað er þess getið, að gluggað hafi verið í gömul blöð og tímarit. Hafi skrásetjari stuðst við fleiri heimildir, sem ýmislegt bendir til, hefði hann átt að geta þeirra. Saga þeirra atburða, sem Guð- mundur Kjærnested tók svo virkan þátt í, þ.e. gæsla og útfærsla fiskveiðilögsögunnar úr 3 sjómílum í 200, á vafalaust eftir að verða fræðimönnum ærið rannsóknarefni um ókomin ár. Þá verður gagnlegt að hafa aðgang að sem flestum upplýs- ingum um heimildir. Vonandi verður úr þessu bætt er annað bindi kemur út, og þá ætti líka að ÆGIR-23

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.