Ægir - 01.01.1985, Side 56
Helztu mælitæki sem notuðvoru viðaflmælingar:
Vægismælir deildarinnar, sem að grunni til er frá
Astech Electronics Ltd. Vægismælirinn mælir
tognun í yfirborði öxulsins, svonefnt strain (sjá
umfjöllun í 10. tbl. '82).
Snúningshraðamælir, smíðaður hjá Tæknideild,
sem mælir snúningshraða skrúfuöxuls.
Rennslismælir deildarinnar, sem er t’rá Bopp &
Reuther, gerð 011 Ag 19R7/A4-DN15-PN 25.
Við ákvörðun ganghraða var fyrst og fremst byggt
á tímatöku með skeiðklukku á fastri vegalengd, en til
hliðsjónar var hraði ákveðinn með tölvuloran.
Ýmsir þættir, sem segja til um „álag" aðalvélar,
voru skráðir og þá eftir föstum mælum í vélarúmi.
I töflum I og II koma fram niðurstöður mælinga,
annars vegar með lokuð göng og hins vegar með
opin göng. í fremsta dálkinum kemur fram röðin á
mælingunum, næst kemur innstilltur snúningshraði
vélar samkvæmt rnæli í brú, þá skrúfuskurður, þ.e.
staða skiptiteinsins. Næsti dálkur gefur hraða
skipsins, reiknaðan út frá siglingatíma milli miða, og
síðan kemur meðaltal olíunotkunar í viðkomandi
ferð. Því næst kemur dálkur sem gefur snúnings-
hraða skrúfuöxuls, þá afgashiti og fæðiloftsþrýst-
ingur og að síðustu afl vélar, sem byggist á
mælingum á yfirborðsspennu í öxli og snúnings-
hraða öxuls, reiknað með 3% töpum í niðurfærslu-
gír. í fyrri mælingu kom í Ijós truflun í móttökuloft-
neti vægismælis, sem reyndist vera mjög veik í fyrstu
þremur ferðunum, en mun meiri í þeim næstu. Ekki
var tími til að endurtaka mælingar og eru þar af leið-
andi ekki teknar með hér niðurstöður mælinga á afli
í töflu I. Snúningshraði vélar fæst með því að marg-
falda snúningshraða öxuls meðgírhlutfallinu 2.025.
Samanburdur með lokuð og opin hliðarskrúfu-
göng
Til að hægt sé að bera saman mælingar með lokuð
og opin göng þurfa ákveðnir meginþættir að vera
samsvarandi og má þar einkum nefna:
a) Hleðslaoglegaskips(særými, djúprista, stat'n-
halli og slagsíða) og ástand vélbúnaðar.
b) Sjó- og veðurlag (sjólag, vindhraði, vindátt,
hitastig, straumuro.fi.).
c) Mælitæki og mæliðferð.
a) Hvað viðkemur hleðslu og legu skips þá mældist
TAFLA I. Niðurstöður mælinga í Dagfara ÞH, 7.10.1983, lokuð göng.
Ferö nr. Sn.hr. vélar sn/mín Skrúfu- skurður Gang- hraði hn Olíu- notkun l/klst Sn.hr. öxuls sn/mín Afgas- hiti °C Fæðil,- þrýst bar
t 640 3.10 9.52 83.1 313.2 272 0.16
2 640 3.55 10.11 98.1 313.2 296 0.23
3 640 3.65 10.20 102.6 313.1 302 0.26
8 720 2.45 9.58 90.8 353.0 301 0.19
7 720 3.75 10.81 154.7 353.6 394 0.57
4 800 2.45 10.43 133.1 404.5 369 0.46
5 800 3.10 10.95 177.4 404.2 432 0.74
6 800 3.75 11.34 233.8 402.9 519 1.12
TAFLA II. Niðurstöður mælinga í Dagfara ÞH, 11.10.1983, opin göng.
Sn.hr. Skrúfu- Cang- Olíu Sn.hr. Öxulafl Afgas- Fæðil,- Br.afl
Ferð vélar skurður hraði notkun öxuls skrúfa hiti þrýst vélar
nr. sn/mín hn l/klst sn/mín hö °C bar hö
i 640 2.25 8.39 62.3 314.3 267 233 0.06 275
2 640 3.90 10.39 114.3 314.1 570 312 0.33 588
3 640 4.40 10.63 135.1 314.1 684 353 0.45 705
4 720 2.50 9.54 92.2 352.0 428 291 0.21 442
5 720 4.20 11.00 179.5 351.5 875 414 0.74 903
6 720 4.60 11.24 206.4 351.4 1035 478 0.92 1067
7 800 2.50 10.47 137.7 404.4 651 362 0.46 671
9 800 3.20 10.97 186.5 404.3 898 442 0.80 926
8 800 3.70 11.33 227.1 404.4 1075 503 1.08 1108
44-ÆGIR