Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1986, Page 6

Ægir - 01.04.1986, Page 6
HÖFN í HORNAFIRÐI »Hér er alltaf vertíð« Eftir Sigurð Pétursson Höfn í Hornafirði er meðal helstu útgerðarstaða á Suður- og Austur- landi. Þaðan eru gerðir út á annan tug vélbáta og þar er unninn fjöl- breyttari sjávarafli en víðast annars staðar hér á landi. Vetrarvertíðin skilar ætíð miklum þorskafla. Snemma sumars hefst svo humar- vertíðin. Síldveiðar eru einnig stundaðar seinni hluta sumars og fram á haust, en þá fer loðnan að berast að landi og stendursú vertíð fram í febrúar oftast nær. Þannig er alltaf vertíð á Höfn. íbúar á Höfn eru nú 1517 og hefurfjölgað mjög mikiðsíðustu ára- tugi, samfara eflingu sjávarútvegs á staðnum. Höfn á sér hins vegar ekki langa sögu sem verslunar- og útgerðarbær, en upphaf kaupt- únsins má rekja til eins ákveðins atburðar árið 1897. Hér á næstu síðum munu verða raktir nokkrir helstu þættir í sögu og uppbygg- ingu sjávarútvegs á Höfn, þar sem fram fer nú hin fjölbreyttasta vinnsla á þeim gæðum sem hafið býður okkur íslendingum að hag- nýta. Talið er að breyting hafi áttse' stað í ósnum einhvern tíman11 seint á 18. öld og í byrjun Þe'rr3i nítjándu, svo að ósinn hafi verl ófær skipum um það leyti. San1 kvæmt því var ósinn áður f>'rí vestan við Hvanney, en sfðal1 mun hafa opnast ný rás að aud anverðu. Framburður jökulánfa hefur síðan fyllt að Hvanneý J vestanverðu, og þannig er ósif11 nú. Af þessum ástæðum fT1tJ verslun trúlega hafa verið se niður á Papósi eftir miðja síðuS öld. Þó liðu ekki mörg ár þar ', kaupskip reyndu aftur við ósin'1 Upphaf verslunar á Höfn Upphaf kauptúns á Höfn í Hornafirði má rekja til vorsins 1897 er verslunarstaður Austur- SkaftfelIinga var fluttur frá Papósi til Hafnar. Verslun hafði staðið við Papós frá 1861, en fyrir þann tíma var næsta verslun á Djúpa- vogi. Á fyrstu öldum byggðar í land- inu voru siglingar tíðkaðar á Hornafjörð, svo sem fram kemur í nokkrum af fornsögunum. Þá eru heimildir fyrir því að Þjóð- verjar hafi verslað í Hornafirði á sextándu öld. Með einokunar- verslun Danaárið 1602 tókafalla siglingu á Hornafjörð, og hefur það áreiðanlega verið til nokkurs baga fyrir íbúa í nærsveitum. Nýja byggöin á Höfn. Fjallasýn sem á engan sinn líka. 194 -ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.