Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1986, Page 18

Ægir - 01.04.1986, Page 18
HÖFNIN Hornafjarðarós er eina örugga höfnin á öllu Suðausturlandi. Innsiglingin og grynningar við eyjarnar á firðinum hafa hins vegar ætíð verið varhugaverðir farartálmar sjófarendum til Hafnar. Skipum hlekktist oftaren einu sinni á við ósinn um alda- mótin síðustu er hafskip tóku að sigla á Hornafjörð að nýju, eftir aldarlangt hlé. Árið 1908 varð hins vegar óhapp sem átti eftir að hafa mikil áhrifá allarsamgöngur til Hafnar næstu áratugi. Þá strandaði þar stranferðarskipið Hólar á eyri við ósinn. Þetta varð til þess að strandferðaskipum var stranglega bannað að sigla inn á Hornafjörð lengi á eftir. Varð þá að flytja vörur til og frá Höfn á smærri skipum um umskipunar- hafnir á Austfjörðum, og síðar til Reykjavík. Er óþarft að fjölyrða um hversu mikið óhagræði þetta hefur verið fyrir verslun og útgerð á Höfn og framgang atvinnuvega þar. Viti var byggður á Hvanney við Hornafjarðarós árið 1922. Ann- ars voru engin hafnarmannvirki í firðinum fram á fjórða tug aldar- innar, utan viðlegubryggjur við einstakar verstöðvar á Hafnarvík- inni, í Mikley og Álögarey. Það er svo uppúr 1930 sem tekið er alvarlega að ræða um hafnarbætur meðal Hafnarbúa. Hafnarnefnd var skipuð af hreppsfélagi og sýslunefnd árið 1935 og sett reglugerð um höfn- ina. Það sama haust hófust svo framkvæmdir við innsiglinguna, sem síðan hafa staðið, að vísu meðhléum, alltframáokkardag. Innsigling á Höfn lá milli Mikl- eyjar og Álögareyjar og inn Laen- una, sem svo var kölluð; með' fram Álögarey, milli hennar og Standeyjarog inn með Heppunm allt inn í Hafnarvíkina (sjá kort af höfninni). Fyrsta framkvæmdin var bygg' ing straumvarnargarðs úr Heppu' tanga og austur í Standey. Garð- urinn var timburþil niðurrekið með sverum styrktartrjám °S boltuðum bitum á efri brún, svo manngengt var eftir honum- Garðurinn stóð enn óhaggaðurer fyllt var upp í kringum hann á sjö- unda og áttunda áratugnum. Leirburður úr jökulánum sem renna í Hornafjörð hefur verið eilífðarvandamál Hornfirðinga } sambandi við hafnarmálin. Á stríðsárunum fóru fram athuganir og mælingar á framburði Horna- fjarðarfljóta og innsiglingunni 3 Höfn. Niðurstaðan varð sú að besta ráðið væri að loka höfninm að vestan með garði úr austan- verðri Hafnarvíkinni og út 1 Ósland. Þannig myndi lokaðfyr,r Q Hnlhilml P/mt \xrðtclitiirst/ gstanit/ ^AIðgartyt. BorgeyJ SUÐURSTRÖND ISLANDS HORNAFJÖRÐUR Mœlikvarði 1= 15000 ó 65*n.br. 'Ó s ðcrfi/iorlogl þínganessktr Hvanneý/BikW-Js/Tf Einholtsklettar 206 -ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.