Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1986, Side 20

Ægir - 01.04.1986, Side 20
Útgerðin og „litlu fiskarnir" sem von er, en stjórnendur félagsins, sem jafnframt eru stjórnendur kaupfélagsins, álíta togarann mjög mikilvægan til að jafna hráefnisöflun til Fiskiðju- versins aðra tíma ársins en yf'r veturinn. Á Höfn hefur ríkt nokkuð skýr verkaskipting milli útgerðar og fiskvinnslu, allt frá því sjávarút- vegurtókað byggjastuppá Höfn. Áður fyrr voru aðkomubátar ríkj- andi í útgerðinni, en þó voru alltaf nokkrir bátar gerðir út í eigu Hornfirðinga. Eigendur stærstu verstöðva og fiskverkunarstöðva, Þórhallur Daníelsson og síðar Kaupfélag Austur-Skaftfellingaog Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarð- ar, hafa verið lítt áberandi í útgerðarmálum, þó svo þær hafi ekki látið þau afskiptalaus með öllu. Einkaeign á bátunum Bátaútgerðin er í höndum ein- staklinga, oftast þannig að tveir eða þrír aðilar eiga í félagi saman einn bát, einstaka sinnum tvo. Hlutafélagaformið er ríkjandi, og eru þá fjölskyldumeðlimir aðal- eigenda skrifaðir með í fyrirtæk- ið. Þetta form mun öllum vera kunnugt, svo algengt sem það er í útgerð og á fleiri sviðum. Yfir- leitt eru skipstjórarnir meðeig- endur skipa sinna ásamt öðrum sem vinna við útgerðina í landi og ef til vill þriðja aðila sem gæti verið vélstjórinn á bátnum. Þannig mun því vera varið með Sigurð Ólafsson SF 44. Eskey er eitt þriggja félaga sem á tvo báta, þar leggja saman tveir skipstjórar og einn í landi. Sama er að segja um Skinney þar sem eigendur eru skipstjórarnir tveir ogfaðirannars þeirra, sem sér um bókhald og reddingar. Borgey h.f. Flestar útgerðirnar eiga einn bát. Undantekning frá þessari reglu er Borgey h.f., þar sem Kaupfélagið á tvo þriðju hluta- fjár, en einstaklingar einn fjórða. Borgey var stofnuð 1946 til að fá á staðinn einn Svíþjóðarbátanna sem hingað komu á nýsköpunar- árunum. Nú á Borgey tvo báta Hvanney 101 brl. og Lyngey 92 brl., og þess utan eina skuttogara Hafnarbúa, Þórhall Daníelsson SF 71, 299 brúttólestir að stærð. Hann var byggður í Noregi 1975, en var keyptur til Hafnar í nóvem- ber árið 1984. Þórhallur var á sóknarkvóta ífyrra og aflaði 2700 tonn. í janúar á þessu ári varð hann hins vegar fyrir tjóni í höfn- inni á Höfn og hefur síðan verið til viðgerðar allt fram á þennan dag, en kemst von bráðar í gagnið. Reksturinnernokkuðerf- iður á svona nýfengnu skipi, svo Skinney Raunaráttu Hornfirðingareinn skuttogara áður. Það var Skinriey h.f. sem keypti nýjan togara fra Noregi árið 1975. Skinney er í eigu skipstjóranna IngólÞ Ásgrímssonar og Birgis Sigurðs- sonar, auk Ásgríms HalldórS' sonar fyrrverandi kaupfélagS' stjóra. Togarinn sem nefndur var Skinney, var 46 metra langur og 299 brl. að stærð. Þegar togarinn var keyptur var einmitt að rísa hiö nýja Fiskiðjuver KASK, og þóltl því nauðsyn á að tryggja hráefn1 til fullkomnari og stærri vinns^ en áður þekktist hér. Útgerðarfé' lagið stóð hins vegar ekki eitl undir rekstri svo mikillar fjárfest' ingar, og þegar ekki reyndis1 skilningur eða vilji hjá öðruni aðilum á staðnum til að halda togaranum í byggðinni var eina leiðin að seljá hann haustiö 1977. Segja má að Hornfirðingar Flotinn kemur að landi meö kvoldinu. 208 -ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.