Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1986, Page 23

Ægir - 01.04.1986, Page 23
tvö og þrjú á nóttunni. Daginn eftirer svo farið að skola og stafla, flytja í aðra geymslu og umstafla, þartil kominn er sléttur harðurog hvítur „Baccalao" fullboðlegur hverjum Spánverja eða ítala í sunnudagsmatinn. Á öðru bandi í aðgerðinni silast áfram þorskhrogn í beinni röð ofan í bakka, sem síðan eru sendir inn í sérvinnslusalinn morguninn eftir. Þar eru kon- urnar mættar til að flokka, hreinsa, vigta og pakka, en síðan er þessi munaðarvara fryst og sett í frostgeymslu. Á öðrum stað í húsinu fer fram hefðbundinn vinnsla á botnfiski til frystingar. Vélasalur, snyrting og pökkun og frysting eru við- komustaðirnir áður en varan er tilbúin að flytjast í aðrar álfur. Þannig leit starfsemin í Fisk- iðjuveri KASK út, í grófum dráttum, einn kyrrlátan vetrardag á Hornafirði fyrir skömmu. Reisulegt fiskiðjuver Fiskiðjuver Kaupfélags Austur- Skaftfellinga var reist á árunum 1970-1977. Húsið er 6000 fer- metrar að grunnfleti og að hluta á tveim hæðum, þannig að samtals er gólfflötur 7200 fermetrar. Á neðri hæð er fiskmóttaka, saltfisk- vinnsla, vinnslusalir fyrir hefð- bundnafrystingu, sérvinnslusalur og lítill þjálfunarsalur fyrir nýtt starfsfólk og frostgeymsla sem rúmar um 1100 tonn af frystum afurðum. Þá er einnig í húsinu ísframleiðsla og ísgeymsla. Á efri hæð eru hins vegar búningsað- staða fyrir starfsfólk, þvottahús til þvotta á vinnufatnaði, og rúmgott mötuneyti með fullkomnu eld- húsi og húsvarðaríbúð. Þá er í húsinu starfrækt útibú frá Haf- rannsóknastofnun. Byggingakostnaður hússins var um 580 milljónir gamalla króna á verðlagi þess tíma, og fengust af því 70% lánuð til langs tíma hjá fjárfestingasjóðum innanlandsog vélaframleiðendum erlendis. Fyrstu árin hefur hið nýja Fisk- iðjuver þyngt róður kaupfélags- ins, en það hefur löngu sannað tilverurétt sinn. Stjórnendur fisk- vinnslunnar segja reyndar að húsið sé í fullri notkun nær allt árið, og að stundum mætti það Fiskiðjuver Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Fiskiðjuver Kaupfélags Austur-Skaftfellinga K.A.S.K. ^ð er miðvikudagurinn 5. mars 86 og klukkan er hálf níu að veldi. Við stöndum á bryggjunni a ^öfn, rökkrið er lagst yfir, en '^óttakan í fiskiðjuverinu og þil- ar bátanna sem verið er að landa Ureru böðuð Ijósum. Þau eru sn^r bandtökin vjö °ndunina. Bátarnir hafa verið að 'nast inn frá því um sexleytið. estir fóru út um það leyti um ^°r8uninn. Þeir segja karlarnir a, jaetta sé eins og hver önnur ? ófstofuvinna, liggur við. Þeir ,e8gja ekki langt fyrir utan og afl- , n or góður. Þeir eru með þetta ra tólf 0g upp í tuttugu tonn eftir aginn. Hjá KASK er tekið á móti ^ ^ tonnum þetta kvöld. Það er yara meðaldagur, segja þeir, ertíðin hefur verið með ein- aantum góð það sem af er. Aðgerðin er komin í fullan an8; fiskurinn er tekinn beint í b 8eró sama kvöld; það tryggir etra hráefni. Karlarnirstanda við títt ' ^n'tarn'r 8an8a ótt og ■ Á svona degi fer meginhluti s ans beint f salt. Um40tonneru l . 1 kæligeymslu yfir nóttina, . öerskammturinnfyrirfrysting- una daginn eftir. ^orskurinn er mjög vænn á er'0um Hornafjarðarbáta, á því i . er*ginn vafi. „Þeir ættu að sjá a þessa togarakarlarnir fyrir stan," segja þeir. Þorskurinner ndur beint úr aðgerðinni inn í a tf'skverkunina. Þar er hann tur í flatningsvélum, þveginn 8 strokinn og lagður í saltpækil í *r°arinnar kör. Það er unnið í a ^iskinum þar til allt er búið, til ÆGIR-211

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.