Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1986, Page 40

Ægir - 01.04.1986, Page 40
Ari Jónsson framkvæmdastjóri Vélsmiójunnar. Þaðer hugW í þeim á Höfn. Þróun nýrrar framleiðslu og flotkví eru efst verkefna listanum. Af tilboðsverkum sem vél- smiðjan hefur tekið að sér má nefna þrjú nýlegdæmi: Nýlokið er endurnýjun á vélar- rúmi, rafkerfi og fleiru f fiskiskip- inu Erlingi SF 65 og sömuleiðis í Bjarna Gíslasyni SF 90, en þetta eru tveir vertíðarbátar á Ftöfn. Þá vann vélsmiðjan að endurbygg- ingu á dýpkunarskipi því sem Hafnarhreppur keypti árið 1984. Meðal annars var smíðaður á hann nýr dýpkunarbúnaður. Öll þessi verk hafa verið unnin frá grunni og allt þar til frágangi verks var lokið, það er hönnun og útfærsla, smíði og öll vinna. Nú er stefnt að því að stofna til nýrrar framleiðslu eða deildar á vegum fyrirtækisins sem einbeiti sér að búnaði fiskvinnslunnar. Á því sviði hafa verkefni aukist undanfarið og hverskonar bún- aðurtil að auka hagkvæmni ogtil vinnusparnaðar í vinnslurásun- um er mjög að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið hefur yfir að ráða tækni til þunnplötuvinnslu og þekkingu á þessu sviði og ef sam- starf tekst við framleiðslufyrirtæki á staðnum ættu verkefnin að vera tryggð. í framtíðinni er ekki búist við því að vinna við viðgerðir báta aukist, heldur er stefnt að því að auka nýsmíði og útboðsvinnu á næstu árum. Einn möguleiki sem getur haft mikla þýðingu fyrir vélsmiðjuna og fleiri iðngreinar á staðnum er bygging flotkvíar á Höfn. Flotkví Á Höfn er engin dráttarbrautog hefur aldrei verið. Fiskiskip á Höfn verða að leita til Neskaup- staðar, Vestmannaeyja eða á Faxaflóahafnir til að komast í slipp. Nokkurfyrirtæki á staðnum unnu að gerð áætlunar um að koma upp flotkví árið 1982 og voru komin með puttana á eina slíka notaða, í Evrópu, á sínum tíma. Ekkert varð af kaupum þá, en áhugi á þessu máli hefur vaknað aftur nú. Ef slík aðstaða sem flotkví skap- ast á Höfn, er öll þjónusta til staðar sem bátar þyrftu á að halda, svo sem vélsmíði, járn- smíði, trésmíði, rafvirkjar og málarar. Hugmyndin er að þessir aðilar myndu stofna fyrirtæki um rekstur flotkvíar ásamt öðrum fyrirtækjum og einstaklingum, eins og útgerðaraðilum og fleirum. Þá gæti sveitarfélagið komið inn í myndina á einhvern hátt. Dæluprammi hafnarsjóðs kæmi til dæmis að góðum noturfl er koma þyrfti flotkvínni fyrir a hafnarsvæðinu. Slíkar dokkur eða flotkvíar hægt að fá keyptar víðsvegar ' Evrópu einmitt nú, þegar mikiH samdráttur er víða í öllum skipa- smíðum. Vandinn er hins vegar að algengustu flotkvíarnar eru yfirleitt alltof stórar miðað við það sem þeir á Höfn hugsa sér. En leit er í gangi og vonandi tekst þeim að láta draum sinn rætast, Ara Jónssyni framkvæmdastjóra Vélsmiðju Hornafjarðar og öðrurfl áhugasömum Hafnarbúum, efl grein þessi er soðin uppúr viðtali við Ara í mars síðastliðnum. 228 - ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.