Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1986, Síða 58

Ægir - 01.04.1986, Síða 58
NÝ FISKISKIP I þessu tölublaði birtast tvær síðbúnar lýsingar af tveimurfiskiskipum: Farsæli GK 162, innflutturstál- bátur; og Emmu II Sl 164, innfluttur plastbátur, búinn vélum og tækjum oggengið frá smíðinni hér- lendis. Þessar lýsingar eru viðbót við þrjár lýsingar sem birtust í 1. tbl. '86 og ætlunin var að birta í2. tbl. Farsæll GK 162 í september 1982 bættist í fiskiskipaflotann stálskip, sem keypt var notað frá Svíþjóð. Skip þetta hét upp- haflega Lovisa og er smíðað árið 1977 hjá skipa- smíðastöðinni Grönhögens SevetsA/B íDagerhamn í Svíþjóð. Árið 1982 er lokið við lengingu á skipinu um 3.0 m af núverandi eigendum og eftir að það kom til lands'ms varsettur íþað ýmiss búnaður, m.a. vindur og rafeindatæki. Skipið hóf veiðar í febrúar 1983. Farsæll GK er í eigu Þorgeirs Þórarinssonar o. fl. í Grindavík, og er Þorgeir skipstjóri ásamt Gunnari Bergmann. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli undir eftirliti Sjöfarts- verket í Svíþjóð, með eitt þilfar stafna á milli með lyftingu fremst og stýrishús framarlega á aðalþilfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki; lúkar með hvílum fyrirfimm menn, bekk og eldundaraðstöðu, olíukynt Sóló eldavél; fiskilest þar fyrir aftan klædd með ryðfríu stáli og búin áluppstillingu; og aftast vélarúm og skutrými. í vélarúmi eru tveir brennsluolíugeymar, s.b.- og b.b.-megin, auk þess einn olíugeymir undir lúkar. Ferskvatnsgeymir er undir lúkar. Stýrishús er framarlega á aðalþiIfari og tengist stafnlyftingu. Aftast í stýrishúsi, b.b.-megin, er sal- ernisklefi. í afturkanti stýrishúss er mastur. Aftantil á aðalþilfari, b.b.-megin, er stigahús með aðgang að vélarúmi og aftarlega á þilfarinu eru toggálgar fyrir skuttog. Vélabúnaður: Aðalvél er Volvo Penta, gerð TAMD 120 A, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkæl- ingu, sem skilar 220 KW (300 hö) við 1800 sn/mín. 246 -ÆGIR Mesta lengd 17.11 m Lengd milli lóðlína .... 15.40 m Breidd (mótuð) 4.80 m Dýpt (mótuð) 2.60 m Lestarrými ...ca. 55 m3 Brennsluolíugeymar ... 5.5 m3 Ferskvatnsgeymir 1.0m3 Rúmlestatala 35 brl Skipaskrárnúmer 1636 K Við vélina er niðurfærslugír frá Twin Disc af ger MG 514, niðurgírun 5.16:1, og skrúfubúnaður me föstum skurði, skrúfa4rablaða, þvermál 1300 mm- Á aflúttaki á niðurfærslugír er rafall frá Alternator h.f. 7 KW, 24 V. Áfremra aflúttaki aðalvélarerFuiV 28180 SA gír með kúplingu og tvö úttök sem tengjast vökvaþrýstidælur fyrir vindubúnað. Fyt'r togvindur er Abex Denison T3SCC-022-022 tvöfö' ^ dæla, sem skilar 2x75 l/mín við 210 kp/clTI þrýsting, og fyrir netavindu og krana er tvöföld daeU frá Vickers. Hjálparvél er frá Lombardini og við vélina er 6 KW, 3x380 V, 50 Hz riðstraumsrafall. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Scan Steet' ing með dælu sem drifin er af aðalvél. Rafkerfi er 24 V jafnstraumur. Hjálparvél er neyö' arvél og gegnir því hlutverki að hlaða inn á geyma- Fyrir rafal á aðalvél er 0.5 KW omformari. Upphitun í skipinu er frá Sólo eldavél. Fyt,r neysluvatnskerfið er rafdrifin dæla. Vindubúnaður: í skipinu eru tvær togvindur, netavinda og losuU' arkrani, búnaður vökvaknúinn (háþrýstikerfi). Togvindureru frá Vélaverkstæði Sig. SveinbjörnS' sonar h.f. (splitvindur) og eru aftantil á þilfari, uncfi' toggálga. Hvor vinda er með einni tromlu (30 mm^xOTO mm^x^OO mm), sem tekur um 700 faðma af 1 Va" vír, og knúin af Hágglunds 2150 vökvaþrýs11' mótor (tveggja hraða). Togátak vindu á miðja tromlu (620 mm1’1) er 2.3 t og tilsvarandi dráttarhraði 58 m mín, miðað við lægra hraðaþrep. Netavinda er frá Sjóvélum h.f., 2ja tonna, mae afdragara, knúin af Ross MAB 34 og Danfoss OM^ 200 vökvaþrýstimótorum. Losunarkrani erfrá Hiabogeraftan viðstýrishús- J.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.