Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1986, Blaðsíða 41

Ægir - 01.11.1986, Blaðsíða 41
lestir skreiðar. Fyrir þá, sem áttu rnörg skip í sókn á góðri vertíð hefði það ekki verið frágangssök að koma undir sig fótunum með dugguútgerð. Hér hef ég að vísu sótt dæmi um verðlag á skreið og smíði og búnað fiskiduggu um 1600, en það ætti að vera sæmi- lega nothæft til að gera sér grein fyrir því, sem margur veltir fyrir sér, sem sé því, hvort íslendingar hafi aldrei haft efni á skipakaup- um. Það hlýtur að hafa verið svo á 15du öld, ensku öld- 'rini, ef viljinn hefði verið til þess fyá höfðingjum aldarinnar. En þeir kusu heldur að taka sitt á þurru, kaupa jarðir og taka af þeim leigugjöld. Dugguútgerðin var áhættusöm. Ekki má þó Bleyma að öldin á undan, 14da öldin, var hörð öld, og svo Svarti- dauði í byrjun 15du aldarinnar. ^egna hinnar miklu fólksfækkun- ar, héldu bændur dauðahaldi í v*nnufólk sitt, kyrrsettu það í sveitunum. Ekki virðast fræðimenn hafa fendið heimild um útgerð enskrar fiskiduggu á 15du öld. Heimildir eru allatíð litlar um fiskiduggurn- ah en þegar á leið miklu meiri um kaupskipin. Reyndar veit enginn §lögg skil á kaupskipum og fiski- rluggum. Fiskiduggurnar stund- uðu verzlun og kaupskipin fisk- veiðar. Fiskiduggurnar voru þó areiðanlega minni almennt en ^upskipin og er það helzti mun- Urinn. hað má segja að Englendingum Se skyldast að sjá um þessa sögu nrr> Islandsveiðar sínar, en þeirra jrasðimenn hafa skrifað hundruð eóka um herskip sín, en enga að §agni um fiskveiðar fyrri alda, og e'ga víst litlar heimildir um efnið. Menn hafa gjarnan ætlað fiski- euggurnar um 30 tonn eða svo, það getur ekki verið rétt. 'skiduggurnar á 15du öld hljóta hafa verið að okkar mál i 40-50 tonn, ekki minni. Duggurnar voru að nokkru leyti verzlunar- skip, ásamt því að vera fiskiskip. í þréfi til konungs 1419 greina íslendingar milli duggara og fiskara, annars vegar, og útlendra manna, sem fara með friði og réttum kaupskap hinsvegar. Birni Þorsteinssyni segist svo af þessu tilefni: „Kaupmenn höfðu tygjað sig að heiman til vöru- skipta og verzlunar og friðsam- legra starfa og sigldu oft á sömu hafnir árum saman. Duggarar komu hinsvegar til fiskveiða, höfðu sennilega lítinn eða engan kaupeyri fyrst í stað, en alltof oft skort bæði afla og vistir. Það munu þeir, sem freistast einkum til ofbeldisverka." Þessi skilgrein- ing er eflaust rétt, en hún segir okkur ekkert um muninn á skipa- gerðunum, duggu og kaupfari, en það er sjálfgefið að álykta að fiskiskipin hafi verið minni í þennan tíma sem annan en kaup- skipin, en þegar kom fram á 16du öld hafaduggurnarverið vopnað- ar, líkt og kaupskipin. Þær fluttu með sér varning til sölu, veiðarfæri og salt og miklar vistir, aðeins í siglinguna fram og til bakafór mánuðurog veiðarnar ekki tekið minna en tvo-þrjá mánuði. Það er annars mjög erfitt að gera sér grein fyrir raunverulegri stærð skipa, sem voru allt annarr- ar gerðar en okkar tíma skip. Á þessum úthafsskipum var lyfting bæði aðaftanogframan. Þá hefur og burðarmagn verið mjög mikið vegna þess hve hástokka þau voru, en grunnskreið. Að ætla ensku fiskiduggurnar minni en svarandi til 40-50 tonna báta nú, tel ég útí hött. Kaupförin hafa verið á annað hundrað tonna skip. Mest var sótt á íslandsmið, í fyrstu frá borginni Lynn í Eng- landi, sem er á austurströnd Mið- Englands (við flóann The Wash). Þá var og mikil sigling frá borg- ÆGIR- 681
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.