Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 16
4. teikning. Sprungustefnur í Kolbeinsey. Adalsprungustefnan er N 25°A, en þver- sprungur hornrétt þar á koma einnig fyrir. Lýsing franska skipherrans skv. dagbók l'Artemise leiðangursins 1860 er stutt að því er viðkemur stærð eyjarinnar: „Þetta kletta- sker er ekki nema 10 m þar sem það er hæst, annars 1-1Vi m á þeim 600 m sem er lengdin." Vart getur skipstjóri hafa séðofsjónum yfir stærð eyjarinnar því að hann var heppinn með veður og hitti á eina sólskinsdaginn á sjö vikna siglingu. E.t.v. hefur eitthvað verið skráð fyllra í franskar leiðsögu- bækur fyrir siglingar um norður- höf, því að ensk leiðsögubók frá 1896 sem byggir á athugunum þessa leiðangurs er ekki sam- hljóða: „Eyjaklasinn er um 600 m að stærð. Þegar nær er komið sjást þrír toppar, sá hæsti er 30 fet á hæð, hinir 10 og 5 fet yfir haf- flötinn. Allt er þetta einn skerja- klasi og boðar á milli svo hvergi er öruggt að sigla þar í gegn." í öllum síðari útgáfum dönsku leiðsögubókarinnar 1903-1927 er eyjan sögð 300 m löng og 30- 60 m á breidd. Stærðin á óefað við Kolbeinsey sjálfa, því að sker og boðar sem ná 600-700 m VNV frá henni eru líka nefndir. Eftir þessu virðast hafa verið gerðar mælingar á Kolbeinsey kringum aldamótin 1900. Varð- skipið Ægir fór sumarið 1933 út að Kolbeinsey til mælinga og var þá farið upp í eyna. Eftir þá ferð var stærð eyjarinnar gefin upp 70 m x 30-60 m, hæðin 8 m og 450 m í„boðann". Kort vargertaf eynni en ekki birt í leiðsögubók- um. Það er geymt í skjölum Sjó- mælinga íslands. Merkilegur leiðangur var far- inn út í Kolbeinsey ári áður en mælingarnar voru gerðar frá Ægi. Förin var gerð frá Húsavík 5.-8. júní 1932. Tilgangurinn var að taka egg og fugl ef til næðist. Margar Ijósmyndir voru teknar af eynni og hún mæld og athuguð nákvæmlega. Frá þessari ferð greinir í Eimreiðinni 1933 og 1934. Á myndunum má kenna höfðana tvo og er sá vestari að- eins lítið lægri en sá eystri. Stærð eyjarinnar mældist 52,5 m x 46 m og hæðin 8,5 m. Ekki komu Kol- beinseyjarfarar færandi hendi úr þessari ferð, urðu ekki einu sinni fiskvarir. Hér eftir fór landgöngum og mælingum að fjölga. í vorleið- angri Hafrannsóknastofnunar 1958 var farið í land. Eyjan var ekki mæld íþaðsinn, en taliðvar, að hún stæði ekki þau mál sem upp eru gefin í Leiðsögubókinni 1950. Ljósmyndir voru teknar af eynni í þessari ferð (Fálkinn 1960, 25. tbl.). Sama sumar var eyjan Ijósmynduð úr lofti. Næst var eyjan skoðuð og mæld, teknar Ijósmyndir og bergsýni þ. 3. júlí 1962 frá varðskipinu Al- bert. Eyjan var þá talin 52 m N-S og 35,5 m A-V og hæðin 7,5 m. Sýni komust í hendur jarðfræð- inga, og grein var skrifuð um bergfræði hennar (Haraldur Sig- urðsson og C.M. Brown 1970). Eyjan var mæld aftur frá varð- skipum þ. 14. júlí 1971 og 25. maí 1978 og enn á ný þann 30. júní1986. Kolbeinsey hefur lengi borið tvönöfn. íslenska heitið erfrá 13. öld eða enn eldra og gæti bent til að hún hafi verið dökk og sæbrött, þegar það var gefið. Eyjarnafnið ber hún vart með réttu lengur og jafnvel þegar á dögum Arngrfms lærða var það rangnefni. Hitt nafnið Meven- klint var gefið af hollenskum sjó- mönnum sem stunduðu veiðar í norðurhöfum á 17. og 18. öld. Nafnið bendir til að þá hafi fugla- byggð sett svip á eyna og er það í samræmi við lýsingar af henni fram um 1900. Nafnendingarnar -ey og -klint kunna að benda til að Kolbeinsey hafi minnkað til muna milli þess sem nöfnin urðu til. Myndun Kolbeinseyjar Kolbeinsey er á virku eld- stöðva- og sprungubelti syðst á Kolbeinseyjarhrygg. Eldgos hafa 8 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.