Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 25
Það stefnir sem sagt hægfara í lægð í karfaveiðum ef fram heldur sem horfir. Hér er við ramman reip að draga, þvíekki er aðeins við íslendinga að sakast, heldur aðrar þjóðir einnig sem veiða sömu stofna bæði við Grænland og Færeyjar. En við skulum samt vera minnugir þess, ab Islandsmið eru lang veigamest í veiðunum því á þeim miðum eru að jafnaði tekin um 70-80% karfaaflans. En til hvers er að vera að hafa áhyggjur af karfa? Hann er hvort sem er aðeins „skrapfiskur" í hugum manna. Það er svona hálf- gerð neyð að þurfa að fiska hann eða þannig finnst mér andinn hafa verið í þessu til skamms tíma. Nú skulum við hvíla okkur á karfa -flestum þykir sjálfsagt nóg komið - og beina málinu að öðru. ^ðrar tegundir Hér á árum áður, einkum á sjötta áratugnum, hóf ég söfnun á gögnum ýmissa fisktegunda, sem komu á dekk sem aukaafli í e'ðöngrum, þ.e. fiskum sem ekki v°fu hirtir. Brátt sýndist mér, að þarna væru ýmsir möguleikar til nytja og gerðist svo djarfur að Setja fram slíkar hugmyndir, m.a. ^iðvíkjandi kolmunna og spær- lngh svo dæmi séu nefnd. Við- brögð? Þau voru auðvitað engin, nema hvað menn brostu bara góðlátlega og gerðu grín að ^anni fyrir fáránlegar hugmynd- lr- I hjáverkum var þó haldið ^fram og tekið sitt hvað saman af Þessum athugunum í nokkur ár, en þessum skýrslum síðan stnngið ofan í skúffu og þar hafa Þf svo legið lengst af. En nú á S'ðustu árum hefur stundum verið n°kkuð tilefni til þess að draga sumar af þessum skýrslum úr skúffunni og dusta af þeim rykið. Culllax Kolmunna og spærling þekkja menn nú, en það hafa einstaka menn haft samband til að spyrjast fyrir um aðrar tegundir og verður þá fyrst fyrir mér gulllaxinn. Eins og nafnið bendir til er gulllax af laxfiskaætt þ.e. fjarskyldur laxi og loðnu. Hann er algengur hér við land frá SA-landi til NV- lands, þ.e. hann er hlýsjávarteg- und og er algengur á karfaslóð. Mest virðist vera um hann S- og SV-lands. Fullvaxta, kynþroska fiskur heldur sig aðallega í og við kanta landgrunnsins, en ókyn- þroska meira uppi á bönkunum. Ekki hefur verið tækifæri til að stunda kerfisbundnar rannsóknir á gulllaxi og vitneskja okkar um hann hérvið land byggistþvíátil- viljunarkenndum gögnum. Hrygning virðist eiga sér stað á vorin, aðallega á tímabilinu maí- júní, en hún er ekki alveg um garð gengin íjúlí. Hrygning virð- ist því spanna alllangan tíma. Um útbreiðslu hrygningarsvæða er lítið vitað annað en að hann hrygnir a.m.k. sunnanlands sennilega alldjúpt. Mjög sjaldan fást egg og seiði gulllax í yfir- borðslögum, en þau hafa fengist á allmiklu dýpi. Lítið er vitað um Culllax (Argentina silus). rek þeirra, en vitað er, að umtals- verð uppeldissvæði eru hér á bönkum SV-lands og kannske víðar. Gulllaxinn er frekar hægvaxta fiskur og getur náð allháum aldri, verður kynþroska um 37-40 cm að lengd og er þá um 7-9 ára. Al- gengustu stærðir á karfaslóð eru 35-50 cm, mest 38-45 cm, og er þá um 300-700 gr. að þyngd. Gulllax sem er yfir 50 cm að lengd fer að nálgast kíló að þyngd, en töluvert er um slíkan gulllax á vissum svæðum og dýpum. Á sjötta áratugnum, þegar maður byrjaði að reka áróður fyrir því að nýta þessa tegund, gerði ég smákönnun á flakanýt- ingu. Hún reyndist þá tæp 53% í ósnyrtum flökum m.ö.o. ég tel því að reikna megi með 45-50% nýtingu í flökum, sem mér skilst að teljast verði allgóð nýting. Öllum sem smakkað hafa, ber saman um, að gulllax sé bragð- góðurfiskur. Hins vegarer mergð beina í fiskinum, sem gera hann minna aðlaðandi til átu, hann hentar því einkar vel í marning og frekari vinnslu úrhonum. Vinnslu- tilraunir Norðmanna hafa sýnt að hann er einstaklega gott hráefni. Nú er- loksins-vaxandi áhugi fyrir veiðum og vinnslu á gulllaxi hérlendis. Þá vaknar sú stóra ÆGIR - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.