Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 24
hefur verið greindur allt að 40 árum. Vaxtarhraði er mjög breyti- legur og karfi af ákveðnum ár- gangi getur haft mjög breytilega stærð. Eins geta karfar af sömu lengd verið af mörgum árgöng- um. Sveiflur í árgangastærð geta verið verulegar. Þannig virðist t.d. árgangurinn frá 1968, sem nú er 18 ára, þ.e. á toppi í veið- inni, vera sterkur, en árgangarnir frá 1972 og 1973 vera tiltölulega lélegir. En þessir árgangar eru mörg ár að koma í veiðina, og veitt er úr þeim í mörg ár. Þannig er vart eða ekki að merkja bein áhrif einstakra árganga á afla líð- andi stundar. Þegar saman fara að mestu lé- legir eða góðir árgangar um nokkurt árabil, eiga sér auðvitað stað sveiflur í stofnstærð. Hinn hægi vöxtur og hái aldur hjá karfa þýðir að allar sveiflur verða afar hægfara í karfastofninum. Það tekur t.d. nokkurn tíma að veiða niður karfastofn, en það tekur því einnig langan tíma að byggja hann upp að nýju. Ef menn vilja reyna að viðhalda veiðum sem jöfnustum, þarf að hafa nokkra fyrirhyggju og horfa lengra fram í tímann en við eigum að venjast í þessum efnum. Þannig þóttumst við fyrir nokkrum árum sjá fram á, að karfastofninn stefndi í lægð á seinni hluta þessa áratugar og byrjun þess næsta. Þetta byggðum við á eftirfarandi: Mörg léleg seiðaár eftir 1975. Smákarfaveiði Sovétmanna árin 1975 og 1976. Lítið um smákarfa á græn- lenska landgrunninu a.m.k. eftir 1980. Þótt veiðanlegi stofninn hafi verið í þokkalegu ástandi töldum við óráðlegt að veiða ár eftir ár allt að því tvöfalt það sem ráðlagt var að veiða. Fyrir nokkrum árum var því sjávarútvegsráðuneytinu bentá hvert stefndi. Enerfitterað gera viðhlýtandi ráðstafanir þegar veiðarnar ganga vel og hvertáreru slegin nýaflamet. Við sitjum ekki heldur einir að karfa- veiðunum. Og ekkert samkomu- lag er milli þjóða um nýtingu, og því e.t.v. erfitt um vik fyrir okkur. En árið 1983 urðu þáttaskil hvað aflabrögð snerti. Afli á sóknarein- ingu datt niður. Síðan hefur sókn dregist saman, afli haldið áfram að minnka en afli á sóknarein- ingu haldist. En hvernig má það vera, að afli minnki, en afli á sóknareiningu haldist? Nærtæk- asta skýringin er eftirfarandi: Menn hafa nú meira svigrúm í tíma til að nýta sér þorskkvóta en var í upphafi. Þeir sækja því mest í karfann, þegar helst er að vænta góðrar veiði. Ástand karfastofnanna En hvernig er þá ástand karfa- stofnanna í dag? Það skal tekið fram, að rannsóknum á karfa er í ýmsu ábótavantogekki eins langt komnar og hjá mörgum öðrum tegundum og kemur margt til, en það skal ekki tíundað hér, og að- eins bent á, að kerfisbundnar karfarannsóknir hafa verið stund- aðar miklu skemmri tíma en rannsóknir á flestum öðrum nytjafiskum og aðeins af mjög fáum mönnum. Engu að síður, þá er talið að úttekt á venjulegum karfa þ.e.a.s. 5. marinus sé viðunandi m.t.t. kringumstæðna. Hinsvegarhefur ekki tekist að gera ábyggilega úttekt á djúpkarfa (5. mentella). Til þess skortir vitneskju og umfram allt gögn. Það ber því að taka tölum með nokkrum fyrir- vara, en við teljum - hvort sem tölurnar ættu að vera einhverjum tonnum hærri eða lægri - að úttektirnar gefi rétta mynd af því hvert horfir á hverjum tíma. þús. tonn 1000 900 800 700 600 500 400 300 Karfi (S-marinus). Stærö veiði- og hrygningarstofns (þús. tonn) 1977-1986. 16-ÆGIR O- O Hrygningarstofn *— £ Veiöistofn (11 +) r &■ " -i-------1------1------1------1-------1------1 i i r 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 Ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.