Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 22
Dr. Jakob Magnússon: KARFI og nýting djúpfiska Erindi þetta var flutt á Fiski- þingi 18/11 '86 og birtist hér aðeins stytt. í þessu spjalli er ætlunin að drepa á nokkrar fisktegundir, sem sumar hverjar eru ekki á hvers manns vörum daglega. En auð- vitað verður karfinn ofarlega á blaði hjá mér. Efst í huga mér þessa stundina eru auk karfans tegundir eins og blálanga, gull- lax, langhalarog háffiskar. Sumar þessara tegunda a.m.k. eru ágætir matfiskar. Á fjórðungsþingum Fiskifélags- ins skilst mér, að gerð hafi verið grein fyrir ástandi helstu fiski- stofnanna ídag, tiIlögurokkar um hámarksafla á næsta ári kynntar og þá væntanlega skýrt frá karf- anum einnig. Þótt ég ætli mér að fara út í nokkuð aðra sálma hér, get ég ekki látið hjá líða að undir- strika viss atriði í sambandi við ástand karfastofnanna síðar í þessu erindi. En áður en ég geri það ætla ég að drepa á nokkur líf- fræðileg atriði sem ég er ekki viss um að öllum séu fyllilega kunn. Karfategundir Hér við land eru a.m.k. 3 teg- undir af karfa ef ekki 4. Þær eru litli karfi, karfi og djúpkarfi og svo er úthafskarfinn e.t.v. ein teg- undintil, og bendirmargttil þess. Afli á íslandsmiðum byggist fyrst og fremst á karfa eða Sebastes marinus. En djúpkarfi, Sebastes mentella, ereinnig þýð- ingarmikill fyrir veiðarnar. Hlut- deild djúpkarfa í karfaveiðum okkar hefur verið um 25%. Hér áður fyrr var hlutdeild djúpkarfa mjög lítil í veiðum íslendinga. Eftir að Þjóðverjar fóru af mið- unum og okkar skip fóru að sækja meir á þær slóðir, sem Þjóðverjar höfðu haldið sig mikið á, fór hlut- deild djúpkarfans vaxandi. Hún hefur þó verið nokkuð breytileg frá ári til ársog numið þetta 20-30 hundraðshlutum af afla. Eins og nafnið bendirtil, veiðist djúpkarf- inn að jafnaði dýpra en venjulegi karfinn, án þess að skilin séu skörp og oft veiðast báðar teg- undirnar saman. Djúpkarfi fæst hér við land allt frá Færeyjahrygg til Víkuráls og einnig við A- Grænland, en að jafnaði ekki við N-land, þótt karfi gangi annars oft norður fyrir land. Það dýpi sem djúpkarfi fæst á getur verið breyti- legt eftir svæðum. Litli karfi Sebastes viviparus er algengur hér við land, einkum S- og SV-lands. Þettaereinnigfjölda- fiskur sem vert er að gefa gaum. Hann er smávaxinn, eins og nafnið bendir til og ekki nýttur hér, enda algengust stærð aðeins 18-22 cm, en vinnsluhæfur karfi er hér 500 gr. sem svarartil 32-33 cm. Þegar ég byrjaði að skoða karfann hér á sjötta áratugnum var ekki eins mikið um litla karfa og nú virðist vera. í seinni tíð lítur út fyrir, að litli karfi hafi að meira eða minna leyti yfirtekið ýmsa staði eftir að búið var að þurr- veiða þá af karfa. Mér finnst því vissulega vera tímabært að gera tilraunaveiðar á litla karfa — a.m.k. til að gera vinnslutilraunir með hann. Erfitt er að greina úthafskarfa frá djúpkarfa ef notaðar eru venjulegar viðmiðanir í líkams- byggingu, enda sumir sem telja hann afbrigði djúpkarfa. Hins vegar er greinilegur munur á ýmsum sviðum líffræðilega. Ut í þá sálma skal ekki farið nánar. Þessi karfastofn heldurtil í úthaf- inu, nánar tiltekið á Grænlands- hafi og eitthvað suður eftir. Hann þéttirsig um gottímann vestan við Reykjaneshrygg, og þar er það, sem Sovétmenn einkum veiða hann á vorin. Stundum slæðist hann hér upp í kantana SV- og V- lands og verður hans þá stundum vart í afla togara. Það fer tæpast fram hjá mönnum þegar hann 14-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.