Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1987, Page 18

Ægir - 01.01.1987, Page 18
5. teikning. Eyðing Kolbeinseyjar. Mælingará hæð, lengd ogbreidd Kolbeinseyjar á ýmsum tímum. Ef marka má meðalhraða rofsins verður eyjan horfin um miðja næstu öld. lengstar og sumsstaðar í þeim holrými og bergið því veikara fyrir öldukastinu. Stuðlasprungurnar eru veik- leiki í neðri, þétta hluta lagsins. Þannig er klettastapinn í austur- hluta eyjarinnar hlutaður í stórar blokkir og 2-5 m á milli sprungna. Þessarsprungurerutil- tölulega beinar og verulegt los virðist verða um þær. Hættulegustu sprungurnar eru höggunarsprungur sem fram hafa komið við seinni brotahreyfingar. Nokkrar slíkar sprungur liggja í gegnum Kolbeinsey. Megin- stefna þeirra er N25°A. Stærsta sprungan, raunar kerfi af sprungum, myndar geilar og grunna dokk í gegnum eyna og skiptir henni í tvo höfða. Þetta kemur fram á flestum teikningum og myndum af eynni. Sprungu- kerfiðer 1,5-4 mábreidd. Þaðer mjóst sunnan megin og þar hefur rofistgeil eftirsprungunni um 5 m inn í eyna. Norðan megin hefur rofist um 2 m breið geil eftir sprungunni, þverbrött að austan- verðu. Misgengishreyfing sést ekki á þessum sprungum en gliðnun er um þær V2-1 cm. Fleiri sprungur með þessari sömu meginstefnu eru bæði á austur- og vesturhöfða eyjarinnar. Þær eru tilluktar að sjá, nema sú sem liggur í gegnum austurhöfðann. í henni er smáglufa sunnantil. Höggunarsprungurnar eru næst- um lóðréttar, sumsstaðar þó bratt hallandi til austurs. Yfir norðurhluta eyjarinnar liggja sprungur með NV-SA stefnu sem líta út fyrir að vera höggunarsprungur, vegna þess hve langar og beinar þær eru. Þessar sprungur eru luktar er mynda stall, þegar brotnar frá þeim á eina hlið. Höggunarsprungurnar eru einn helsti veikleikinn í eynni einkum sprungukerfið sem gengur yfir miðja eyna og austur- höfðann. Stefna þeirra er í sam- ræmi við ríkjandi togspennu í gliðnunarbelti Kolbeinseyjar- hryggjarins. Sprungurós (4. teikn- ing) sýnir glöggt þær tvær aðal- stefnur sem eru ríkjandi í sprungu- mynstri eyjarinnar. Vedrun og rof Það gefur augaleið að kletta- sker í Norðuríshafi verður eink- um fyrir mekanískri veðrun og rofi af völdum brims og rekíss. Sjálf veðrunin, þ.e. grotnun eða losun bergagna t.d. vegna hita- brigða (frost/þíða), saltkrist- öllunar í glufum eða lífrænna áhrifa er hverfandi lítil borið saman við mátt rofaflanna sem bæði losa um bergið og flytja bergbrot úr stað. Hafísinn skrapar 10-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.