Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1987, Side 19

Ægir - 01.01.1987, Side 19
eyna að utan og skríður líklega yfir hana, þegar mikil ferð er á honum. Hliðarþrýstingur af ísþökum á þverbratta stalla í eynni gæti flýtt fyrir að bergflekar og -blokkir losnuðu. Allgóðar upplýsingar eru um hafís við Kolbeinsey frá 1940 (Skýrslur frá Veðurstofu íslands). A hafísárunum 1964-1972 var hafís við eyna allt upp í 5 mánuði a ári. A þeim tíma hefur lágur klettastapi horfið af eynni norð- vestast og hún hefur lækkað nokkuð að vestanverðu. Stöpull undir siglingamerki sem sett var sunnantil á austurhöfðann og boltað niður í berg eyjarinnar 1964 hefur staðist, en glufa er komin milli steypusökkulsins og bergsins. Sé litið lengra aftur í fortíðina er vert að hafa í huga begar elstu tölur um stærð eyjar- 'nnar eru skoðaðar (sjá töflu) að næstum samfelld kulda- og haf- isaár voru hér við land frá því uppúr miðri 17. öld fram yfir f 920. Sé hafísinn mikilvirkari en brimið, sem raunar er alls ekki v'st, gæti hann hafa valdið hröðu niðurbroti eyjarinnar á undan- Sengnum öldum. Brimið vinnur öðruvísi en haf- 'smn og þess gætir ekki á þeim tímum sem eyjan er kringd af ís. begar öldur skella á berginu brýstist sjór inn í sprungur og glufur og þjappar lofti á undan ser- I útsogi rennur sjórinn til baka og loft dregst inn í sprungur. hessi stanslausa áraun brýtur uiður þunna skilveggi í blöðru- rákum, og fleygar sprungur í sundur, þannig að hver veila verður skörp. Á þennan hátt ^osnar smám saman um bergflísar °g jafnvel heilar blokkir, sem afmarkast af sprungum, og á endanum hverfa þær í djúpið. Lfklega eru lárétt skil milli hraun- belta á fárra metra dýpi undir eynni. Þau myndu skapa veik- Tafla 1. Stærð Kolbeinseyjar Ár Lengd N-S (m) Breidd A-V (m) Hæð (m) 1986 32* 42 fjara 1985 39 39 5 (flóð) 1978 43 38 5,4 1971 41 39 6-8 1962 52 36 7,5 1958 50-60 46 7 (fjara) 1933 70 30-60 8 1932 52,5 46 8,5 1903 300 30-60 10-11 1860 500-600 (allur eyjaklasinn) 10 1616 700 100 ’ Líklega mælt eftir vesturhöfðanum leika sem veldur því að smám saman grefst undan eynni og blokkir í sjávarmáli losna frá og hverfa eins og sjá má af saman- burði á myndum t.d. frá 1962 og 1985. Með tilliti til niðurbrotsogeyð- ingarhraða má skipta eynni í þrennt, austur- og vesturhöfðann og sprungukerfið sem er á milli. Af loftmyndum sem teknar voru 1958 og 1985 má glöggt sjá breytingar sem orðið hafa á þessum 27 árum. Blokkir hafa losnað úr austurhöfðanum. Sprungan í miðri eynni hefur lengst og bergflísar plokkast úr henni. Mestu breytingarnar eru á vesturhöfðanum. Norðvestast hefur allstór þríhyrningslaga tangi, rúmlega 1,5 m á hæðog 12 m á lengd þurrkast út með öllu ásamt stórri flös rétt norðaustan- við. Væn sneið hefur einnig brotnað úr vesturhöfðanum alveg syðst. Nokkuð hefur rofist ofan af vesturhöfðanum og nemur það mest um 1—1,5 m þar sem hann var hæstur miðsvæðis. Það sem mestu veldur um, hversu hratt vesturhöfðinn hefur rofist eru til- tölulega auðgræfir láréttir eða lítið hallandi skilfletir og blöðru- rákir sem ná langt inn í bergið og valda því að það flettist upp í lögum. Tafla 1 sýnir allar tölur sem fundist hafa um stærð Kolbeins- eyjar á ýmsum tímum. Breidd eyjarinnar mun í öllum tilfellum hafa verið mæld frá vestri til aust- urs (eða VNV-ASA). Lengd eyjar- innar hefur líklega verið mæld ýmist eftir vesturhöfðanum eða frá norðurenda hans yfir á suður- endann á austurhöfðanum. Tvö gildi, sem upperu gefin um lengd eyjarinnar 1958 eru ákvörðuð þannig eftir loftmynd. Tölur frá 1903 og yngri eru settar upp í línurit (5. teikning) sem sýnir eyð- ingarhraðann. Þráttfyrirsmáósam- ræmi og líklega ónákvæmni í mælingum gefa þær nokkuð sennilega mynd af hraða rofsins, og má ætla út frá línuritunum að eyjan verði að mestu horfin um miðja næstu öld ef náttúran fær að fara sínu fram. Þess ber þó að gæta, að rofið hefur á þessu tíma- bili aðallega unnið á þeim hluta eyjarinnar sem er úr gropna afbrigðinu þ.e. vesturhöfðanum og hæsta hluta austurhöfðans. Lokaorb Helstu veikleikar í eynni eru láréttir skilfletir og lóðréttar ÆGIR- 11

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.