Ægir - 01.01.1987, Síða 30
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur:
SJÓRANNSÓKNIR
við Færeyjar í júní 1986 í Færeyjastraumi
a. Golfstraumurinn gerir ísland
byggilegt segir víða í ræðu og riti.
Þá er átt við hlýja sjóinn sunnan
úr hafi, sem er kenndur við
Mexikóflóa (Gulf of Mexico), þótt
aðeins lítill hluti hans tengist í
raun flóanum. Tölurnar á 1. mynd
sýna styrk straumanna eða rúm-
mál rennslis þeirra á tímaeiningu.
Þær eru allt frá 65 Sverdrup ein-
ingum (Sverdrup=106m3sek-’)
suður af Nýfundnalandi til 1-2
einingar við Island. Til saman-
burðar má geta þess að eitt Sver-
drup samsvarar 10 Amason-
fljótum og 2500 Þjórsám.
b. Sú grein Golfstraumsins eða
Norður-Atlantshafsstraumsins,
sem berst til íslands, nefnist Irm-
ingerstraumur eftir merkum
dönskum flotaforingja (Irminger
1802-1888). Eins og áður sagði
þá er rennsli Irmingerstraums
metið á um 2 Sverdrup og klofnar
straumurinn í tvær greinar í
Grænlandshafi, fer önnur til
Grænlands og hin oftast nær um
Grænlandssund inn í hafið fyrir
norðan ísland eða íslandshaf.
Hver um sig eru þær um eitt
Sverdrup. Sjórinn í Irminger-
straumi gengur undir nafninu Atl-
antssjór eða einfaldlega hlýsjór.
Hitastig hans við ísland erá bilinu
4-8°C og seltan er um og yfir
35%o og vart hærri en 35.15 °/oo.
c. Mikið magn Atlantssjávar
berst með Noregsstraumi í
Norðurhaf eða um 6-7 Sverdrup
einingar. Sá straumureroftasttal-
inn leita norður á bóginn um
sundið milli Færeyja og Shet-
landseyja (sbr. 1. mynd). Jafn-
framt hefur rennsli hlýsjávar yfir
hrygginn milli íslands og Færeyja
oftast verið talið lítið. Eins virðist
sú skoðun vera lífseig að Atlants-
sjórinn berist upp að íslandi við
Suðausturland og leiti þaðan
vestur með landinu. Þessuerekki
alveg þannig farið, heldur berst
Atlantssjórinn í kvíslum norður á
bóginn og streymir hann annars
vegar vestur með landinu og hins
vegar austur með landinu allt
norður á svonefnt Rauðatorg,
djúpt úti fyrir Austfjörðum og svo
þaðan til Færeyja og inn í
Norðurhaf (2. mynd).
d. Færeyjastraumur. Miklar líkur
eru einnig fyrir því að auk
streymis Atlantssjávar um sundið
milli Færeyja og Shetlandseyja
sé einnig um töluvert streymi að
ræða beint sunnann úr íslands-
djúpi í Norðurhaf yfir land-
grunnshallanum norður af Fær-
eyjum. Þessi síðastnefnda kvísl
Golfstraumsins norður af Færeyj-
um hefur til skamms tíma oftast
verið vanmetin af haffræðingum
og öðrum sem um hafa fjallað.
Þessi kvísl hefur hlotið heitið Fær-
eyjastraumur.
Til að kanna þetta mál nánar
voru sumarið 1986 gerðar, fyrir
frumkvæði Færeyinga, tölu-
verðar straummælingar með
baujulögnum fyrir norðan Fær-
eyjar á vegum rannsóknastofn-
ana á öllum Norðurlöndum. Tvö
rannsóknaskip, Hákon Mosby
frá háskólanum í Bergen og
Magnús Heinason frá Fiskirann-
sóknastofunni í Þórshöfn, tóku
þátt í mælingunum, en vísinda-
menn frá öllum Norðurlönd-
unum voru um borð í skipunum
með tæki og áhöld. íslendingar
lögðu fram straummæla og svo-
nefndan sleppibúnað, sem gerir
kleift að nota neðansjávarlögn
sem losa má frá festum við botn
með hljóðmerkjum. Höfundur
þessa greinarkorns var með í
ferðum á Hákon Mosby sem full-
trúi Hafrannsóknastofnunarinn-
ar.
Mælistaðirnir eru sýndir á 3.
mynd og athugunardýpin á 4.
mynd. Mælingar fóru fram í júní
1986 í tvær vikur samfleytt á tíu
mínútna fresti. Þessi mælitími er
fremur stuttur en ekki var lagt í að
22 -ÆGIR