Ægir - 01.01.1987, Blaðsíða 36
lega. í slíku tæki er þurrkunin
mjög ör og er hún hentug til að
ná lokaraka úrefninu. Lofteryfir-
gefur flotbeddaþurrkara er ná-
lægt mettunarmörkum.
Varmaskiptir vinnur þannig aö
reykloft er leitt yfir og utanum hita-
þolin rör. Innan í rörunum
streymir síðan loftið í ákveðinni
straumfærslu, sem er hringrásað.
Með réttri hönnun slíks varma-
skiptis getur nýtnin orðið yfir
80% eða sambærileg við nýtni
góðs ketils.
Raka hringrásaða loftsins er
síðan náð úr með vatnsúðun.
Jafnframt kælist þá loftið. Þétti-
vatni er safnað saman og leitt út í
frárennsli.
Helstu kostir ofangreindrar
aðferðar eru:
— Flókinn ogdýr reykhreinsibún-
aður sparast.
— Engin reykmengun.
- Núverandi tæki verksmiðju
má nota áfram.
- Ný tæki er bæta þarf við eru
einföld og er hægt að smíða
hér á landi.
- Hærra afurðarverð mögulegt.
- Auðvelt að stjórna hita og loft-
magni.
Helstu gallar gætu verið:
- Efni í varmaskipti nokkuð dýrt
(þarfnast nákvæmrar kostnað-
aráætlunar í hverju tilfelli fyrir
sig).
- Mengun í frárennsli.
- Flotbeddaþurrkari hefur
ennþá ekki verið prófaður á Is-
landi við fiskmjölsgerð (þarfn-
ast prófunar og aðlögunar).
Þessi stutta samantekt er gerð
til þess að benda á að enn er ekki
komið að neinu lokatakmarki við
gerð á fiskmjöli né í mengunar-
vörnum. Margir möguleikar
koma enn til greina og verða ekki
raktir nánar hér.
Reyk og lyktarlaus framleiðsla
getur ekki orðið til nema að fram-
leiðsluferlum sé breytt. Efna-
þvottur er dýr og flókin aðferð,
skaðleg efni lenda í frárennsli og
efnaálag umhverfis eykst. Sjó-
kæling, sem komið hefur verið
upp á nokkrum stöðum á land-
inu, minnkar að vísu sjáanlegan
reyk en lykt hverfur ekki.
Ein verksmiðja er til á landinu
er notar óbeina loftupphitun til
LT-þurrkunar, en þaðerfiskmjöls-
verksmiðjan á Krossanesi við
Akureyri og er reynsla þeirra
jákvæð.
Heimildir:
(1) Meldingar frá SSF, Nr. 2, okt. 1972,
s. 57-62.
Höfundur er efnaverkfræðingur
Frárennsti
Mynd 1: Flæðirit fiskmjölsframleiðslu með LT-þurrkun. „Ftuid bed", og hring-
rásun þurrkunarlofts.
28 -ÆGIR