Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1987, Síða 38

Ægir - 01.01.1987, Síða 38
Ásgeir Jakobsson: Upprifjun á ensku öldinni hinni fyrri: „A Raconyng of A Vyage into EyseLand 1545" 3. grein „ The Cargis ofa good schyppe Callyd the Jayms of Syr Thomas Darssys knyght for a viage be the grace of god to be mayd ysland begonne the fyrst day of Des- ember anno 1545 mayster under god for this present viage long Sander of Dunwhyche and Mars- hant Jeffrey Smythe. Hier after followthe al manner of cargis for the provicion of the schep. Impms delueryd to forsayd schype xv wey & a hauf of salt at xxxyjs the wey". Svona skrifuðu þeir á „ensku öldinni" hvaða mál sem þeir hafa talað við okkar þjóðarfólk. Það má finna þrennskonar rithátt á ísland: Ysland, Yseland og Eyse- land. Skipið heitir sem sagt James og eigandi þess er sörinn og riddar- inn Thomas Darssy, og skipið rekið frá þeim sokkna bæ Dunwich. Skipstjórinn heitir Sander og kaupmaðurinn Jeffrey Smythe, og skipið átti að leggja upp í íslandsferð fyrsta dag des- ember 1545 sem er annar tími en oftast er bókaður um ferðir kaup- fara í íslandssiglingum. Sagt hefur verið að þau hafi ekki lagt upp í íslandsferð fyrr en í fyrsta lagi síð- ast í febrúar, en algengast í mars og fram í apríl. Klausan um saltið þýðir, segir Edgar J. March, að keypt hefur verið til fararinnar 15Vi „weys" af salti. Eitt„weys"er 1440 lítrar (40 bushels) og þá í saltþunga 1612 kg. eða svo, og allt saltið vegið um 25 tonn. Eitt „weys" af salti kostaði 36s. 8d. Miðað við það sem fyrr er sagt um skreiðarverð 100 skreiðarþorskar 34s. 4d. þá hefði 1 skráður þorskur staðið fyrir 16 kg. af salti. Saltverðið sjálft virðist ekki hafa verið svo hátt að við hefðum ekki áttaðgeta vegna saltverðsins tekið upp saltfiskverkun á ensku öldinni. En það voru fleiri Ijón á veg- inum í því efni. Fiskurinn var salt- aður í tunnur, og hvað kostuðu þær? Það er tilfært tunnuefni á reikningnum yfir útgerðina á 30 - ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.