Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Síða 10

Ægir - 01.11.1987, Síða 10
626 ÆGIR 11/87 urðum sem leiddi til verðfalls á þeim markaði. Þessi dæmi sýna glögglega, að við veiðistjórnun og ráðstöfun afla, verður að taka fullt tillit til markaðsaðstæðna með það að leiðarljósi að fá sem hæst verð fyrir sjávarafurðir okkar þegar til lengri tíma er litið. Með framsæk- inni markaðsstefnu getum við haft mikil áhrif á skilaverðtil fisk- seljenda og því er hér ekki síður um þeirra hagsmunamál að ræða. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins var stofnaður árið 1969 og hefur það hlutverk að draga úr áhrifum verðsveiflna er verða kunna á afurðum fiskiðnaðarins. Sveiflujöfnun af þessu tagi er mikilvæg. Þau markmið sem lögin settu starfsemi sjóðsins í upphafi eru enn í fullu gildi. Meirihluti nefndar, erendurskoð- aði sjóðakerfi sjávarútvegsins, komst að þeirri niðurstöðu haustið 1986, að sjóðurinn hefði yfirleitt þjónað því hlutverki sem honum var ætlað að gegna og að hann gæti einnig framvegis gert gagn með því að draga úr sveifl- um í afkomu. Hinu er ekki að neita að núverandi skipulag er nokkuð þungt f vöfum, ekki síst í þeim greinum, sem fjöldi útflytj- enda er mikill. Áhrif sjóðsins á fiskverð eru heldur ekki augljós þegar ekkert lágmarksverð er ákveðið. Hvað sem því líður er erfitt að halda uppi starfsemi sjóðsins á grundvelli núverandi skipulags þegar meirihluti hags- munaaðila í greininni erandvígur honum. í Ijósi þessa er nauðsyn- legt að fram fari endurmat á starf- semi hans og verði þá sérstaklega kannað hvort unnt sé að ná upp- haflegum markmiðum hans með öðrum hætti en núgildandi lög kveða á um. Þar kemur margt til greina svo sem sjóðsmyndun bundin einstökum fyrirtækjum. Þessar hugmyndir þurfa þó nán- „Haldi ferskfiskframboð á Evrópumarkað áfram að aukast leiðir það líklega til lækkandi meðalverðs og hugsanlega að lokum til verðhruns. Hvað ætla þeir þá að gera sem vildu ná stundarhagnaði á þessum mörkuðum? Hvað gerðu mennirnir, sem vildu ná stundarhagnaði í skreiðar- sölunni á sínum tíma, þegar skreiðarmarkaðurinn í Nf- geríu hrundi?" ari umfjöllun á næstunni áður en gripið verður til róttækra breyt- inga. Síðustu misserin hefur mikið umrót verið í verðlagningu fersk- fisks hér innanlands. í fyrravetur voru sett lög um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla. Gilda lögin í þrjú ár ítilraunaskyni. Uppboðsmark- aðir hafa verið settir á stofn í Reykjavík, Hafnarfirði, á Suður- nesjum og Akureyri. Hefur verð- lag á þessum mörkuðum verið mjög hátt og er óhugsandi að sala á svo litlu magni geti verið leið- andi fyrir alla aðra verðlagningu. í starfsáætlun ríkisstjórnarinnarer kveðið á um að undirbúnar skuli reglur til frambúðar um starfsemi fiskmarkaða til að taka við þegar gildistíma núverandi laga lýkur. Uppþoðsmarkaðir fyrir ferskan fisk er mjög róttæk nýjung. Áhrif þeirraeru allsekki aðfullu komin í Ijós. Má þar nefna áhrif markað- anna á útflutning ísfisks, byggða- þróun, þróun fiskvinnslu, fisk- verð o.fl. Telja verður rétt að fá lengri reynslu af starfsemi mark- aðanna áður en mótaðar verða reglur um framtíðarskipan þess- ara mála. Lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins gefa möguleika á því að ráðið ákveði frjálst fiskverð. Til þess þarf þó hverjý sinni samkomulag allra aðila 1 ráðinu. í starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar er kveðið á um að stefna skuli að lagabreytingum um þettu efni, þannig að gefa megi fiskver frjálst með yfirnefndarákvörðun ef ekki næst um það samkomulag í ráðinu sjálfu. í vor var verð a bolfiski í fyrsta skipti gefið frjá[s og hefur reynsla smátt og smat fengist af því fyrirkomulag1- Ávallt mátti búast við miklum byrjunarörðugleikum samfata þessari breytingu. Þeir hafa Pu orðið meiri en menn gerðu ra fyrir og hefur það leitt til þess f . meiri hluti aðila í Verðlagsra 1 telur nú rétt að taka á ný upP ákvörðun lágmarksverðs. Bflaus hefði mátt undirbúa Þrey ingarnar betur og virðist ha a skort þolinmæði og samningshP urð. í Ijósi nýfenginnar reyns verður að fara fram umræða u hvort endurskoða þurfi fyr'rre anir ríkisstjórnarinnar í ÞeS efni. Sú þróun sem hefurorðið i sj arútvegi hefur leitt til aukinu^ verðmætasköpunar og vöruþm unar. Aukið athafnafrelsi |el 1 óneitanlega til litríkara atvinnU^ lífs en ekki ætíð til hámarkshag^ kvæmni. Þannig hefur t.d- kjölfar uppboðsmarkaða á |S fjölgað smáum sjálfstæðum 1|S verkendum á höfuðborgarsvæ inu. Vafasamt er að slík star se sé þjóðhagslega hagkvæm e æskileg. Það sem hefur s mestum árangri er þó án efa a kvótakerfið, sem sparar mil J^.r _ í rekstrarkostnað og óþarfa J festingu við að ná takmörku heildarafla. Efvið berum gm L að halda áfram á þeirri braU ' j ég sannfærður um að hagkvæn í veiðum mun aukast enn m og svigrúm skapast fynr a breytingar í vinnslu og skiptum með sjávarfang. við'

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.