Ægir - 01.11.1987, Side 13
11/87
ÆGIR
629
[sunir góðu. Með þessu móti
nefUr sjávarútvegurinn haldið
sföðu sinni sem helsta uppspretta
eagvaxtar þrátt fyrir veiðitak-
^rkanir á okkar helstu botnfisk-
tegundum.
Afram verður að halda af
uHum krafti við rannsóknirogtil-
raunir með veiðar og vinnslu teg-
Ur)da sem ekki eru nýttar í dag.
^ikilvægt er að finna leiðir til að
gera verðmæti úr þeim úrgangi
Sem til fellur við vinnslu á helstu
nVtjafiskum okkar. Hér má fyrst
nefna úrgang frá frystitogurum,
Sern henda yfir 60% af þyngd
Þess afla sem þeirdraga úr sjó, og
6|nnig úrgang frá skelfiskverk-
spniðjum, sem er meira en % af
'nnvigtuðum afla. Sá hluti aflans
Sem fleygt er í dag getur orðið
Undirstaða mikillar verðmæta-
s|^öpunar. Sem dæmi má nefna
verð á lifur og lýsi hefur
^kkað mjög upp á síðkastið.
'ns vegar hefur verið vandamál
,ö dfvega nægjanlegt hráefni fyrir
-Vsis- og lifrarvinnslu. Erfitt er að
fá
sjómenn til að hirða lifur. Hér
arf að verða breyting á, því
^'klum verðmætum er kastað á
~.aa- Af þessum ástæðum hefur
Hvarútvegsráðuneytið nýlega
a'ó Rannsóknastofnun fiskiðn-
^ ar'ns að gera hagkvæmnisat-
u8un á rekstri sérstaks verk-
J^'ójuskips er hefði það hlutverk
j safna Iifur og öðrum úrgangi
[a skipum á miðunum. Ef slíkt
V'i'irtaeki kæmist á laggirnar
undi sá rekstur án efa tengjast
einhverju leyti framleiðslu líf-
na og annarra þátta sem stuðlað
íx u a& uppbyggingu líftækni-
*"a6ar hér á landi. Nú hillir
l | lr lok samstarfsverkefnis
I stu mnnsóknastofnana lands-
^ s' líftækni. Niðurstöður virðast
seenda til að mestir möguleikar
hv Sv'^' f'skiðnaðar, bæði
aðf Snertir notkun líftæknilegra
6rða og vinnslu lífefna úr fisk-
úrgangi. í athugun er stofnun
fyrirtækis er sjái um rannsóknir,
ráðgjöf og framleiðslutilraunir í
líftækni. Slíkstarfsemi erán efa til
þessfallin aðeflasjávarútveginn.
Fyrir næsta þing Norðurlanda-
ráðs verður af hálfu ráðherra-
nefndar ráðsins lögð fram sérstök
áætlun um samstarf í líftækni.
íslendingar hafa lagt mikla
áherslu á málið og haft þar frum-
kvæði. Hefur undirbúningur
staðið í heilt ár með þátttöku
íslenskra vísindamanna. Aætl-
unin tekur til fjölmargra þátta vís-
inda og atvinnulífs og ætti tví-
mælalaust að geta orðið lyfti-
stöng fyrir íslenskan sjávarútveg.
Áætlað er að á næstu fimm árum
muni Norðurlandaráð leggja
tæplega 250 m.dkr. til þessa
verkefnis og einstök ríki meira en
þrefalt hærri mótframlög. Saman-
lagt verður því varið til þessa
verkefnis fjárhæð er samsvarar
nálægt 6 milljörðum ísl.kr., sem
sýnir vel hve miklu fé þarf að
verja til rannsókna á nýjum
sviðum ef tryggja á árangur.
S.l. vor skipaði Rannsóknaráð
ríkisins starfshóp til athugunar á
tæknibreytingum í fiskiðnaði.
Starfshópurinn skilaði skýrslu
sinni í júní s.l. og í framhaldi af
því samþykkti sextugasti fundur
Rannsóknaráðs ríkisins áskorun
til ríkisstjórnarinnar um átak til
tækniframfara í fiskiðnaði. Sjáv-
arútvegsráðuneytið hefur í sam-
vinnu við Rannsóknaráð, Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og
helstu aðila í fiskiðnaði hafið
könnun á því hvernig best megi
taka til hendinni á þessu sviði.
Áhersla hefur verið lögð á að fá
fram sjónarmið atvinnugreinar-
innar, þannig að tryggt sé að
starfið verði markvisst. Áhuginn
og hreyfiaflið í slíku þróunarstarfi
verður að koma frá fyrirtækjum í
greininni, þó að stjórnvöld greiði
fyrir og samræmi aðgerðirnar.
5. Framtíðarþróun -
heildarsýn
I drögum að frumvarpi um
stjórn fiskveiða, sem hér liggur
frammi til umfjöllunar, er lagt til
að fiskveiðistefnan verði mótuð
til lengri tíma en áður. Sérfræð-
ingar telja oft æskilegt að stefna
við stjórn fiskveiða sé mótuð til
enn lengri tíma eða 10-15 ára.
Þá telja margir fræðimenn að
raunhæfasta lausnin við fisk-
veiðistjórnun felist í að veiðileyfi
verði seld. Veiðarnar myndu þá
að þeirra mati safnast smám
saman til þeirra er útgerð reka
með mestri hagkvæmni. í okkar
fámenna landi höfum við reynt
að feta veginn milli hagkvæmnis-
og réttlætissjónarmiða af fyllstu
varfærni. Þau sjónarmið er liggja
að baki fræðilegum ályktunum
um þetta efni munu þó án efa
vega þyngra í framtíðinni þegar
ákvarðanir verða teknar um
stjórnun fiskveiða.
Við stefnumótun í sjávarútvegi
verðum við að hafa heildarsýn að
leiðarljósi, þannig að takmarkað-
ur afli skapi þjóðarbúinu sem
mest verðmæti. í vaxandi mæli
verðum við að horfa á sjávarút-
veg okkar í alþjóðlegu samhengi.
Kemur þar margt til, svo sem
samningar við nágrannaríkin um
fiskstofna er ganga milli haf-
svæða, samkeppni á erlendum
mörkuðum, barátta fyrir ótví-
ræðu forræði yfir auðlindum í
lögsögu landsins, sbr. hvalamál-
ið, mengun hafsins og strangari
sérkröfum markaða. Hér má
nefna sem dæmi hringormamál í
Þýskalandi, ýmsar kröfur Efna-
hagsbandalagsins og lagafrum-
varp á Bandaríkjaþingi um eftirlit
með innfluttum matvælum. Við
verðum ætíð að hafa hugfast að
fenginn afli skilar þjóðarbúinu
engu fyrr en hann er seldur. Við-
skiptavinurinn hefur alltaf síðasta