Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1987, Page 16

Ægir - 01.11.1987, Page 16
632 ÆGIR 11/87 Þórður Friðjónsson: Sjávarútvegur og efnahagslífið Mikið góðæri hefur sett svip sinn á þjóðarbúskapinn síðast- liðin tvö til þrjú ár. Landsfram- leiðsla hefur vaxið að jafnaði um 5V2-6% á ári. Vegna batnandi viðskiptakjara hafa þjóðartekjur aukist enn örar, eða um 7-71/2% á ári. Kaupmáttur atvinnutekna á mann hefur aukist um 35-40% frá 1985. Á þessu ári stefnir í um 16% aukningu kaupmáttar at- vinnutekna á mann, sem er lík- lega meiri aukning kaupmáttar milli tveggja ára en nokkru sinni frá því á stríðsárunum. Mikil eftir- spurn hefur verið eftir vinnuafli og reyndar meiri en framboðið. Ein meginástæða fyrir þessu góðæri eru hagstæð skilyrði í sjávarútvegi. Hvort tveggja hefur farið saman; aukinn sjávarafli og hækkandi verð á afurðum erlend- is. Aðrar ástæður sem má nefna í þessu sambandi eru lækkun olíu- verðs og mikil eftirspurn í efna- hagslífinu af völdum halla á ríkis- sjóði og mikils innstreymis er- lends lánsfjár, einkum á þessu ári. Nú eru hins vegar horfur á verulegum umskiptum í efna- hagslífinu. Þjóðhagsáætlun og fjárlagafrumvarp fyrir árið 1988 gera ekki ráð fyrir neinum vexti landsframleiðslu og þjóðartekna á næsta ári. Ástæða er jafnframt til að ætla að forsendur þessara áætlana séu of bjartsýnar. Þessu veldur fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi er líklegt að afkoma þjóðarbúsins verði lakari en reiknað var með vegna gengis- falls dollarans að undanförnu og hægari hagvaxtar í heiminum í kjölfar verðhrunsins á verð- bréfamörkuðum víða um heim nýlega. í öðru lagi eru ríkar ástæður til að draga meira úr afla en gengið var út frá við gerð þjóð- hagsáætlunar og fjárlagafrum- varpsins. Þetta tvennt gæti þýtt samdrátt í framleiðslu og þjóðar- tekjum á næsta ári. Afli og framleiðsla sjávarvöru Afli hefur aukist um 45% á síð- ustu þremur árum. Þannig jókst hann á föstu verði um 14% 1985, 171/2% 1986 og í ár stefnir í um 8% aukningu. Þótt þessi aukning skiptist misjafnlega á fisktegundir munar langmest um aukningu þorskafla og rækjuafla. Sjávar- vöruframleiðslan jókst á þessu tímabili um 28%. Ekki hefur einungis aflast ve^ a síðustu árum heldur hefur verð a sjávarafurðum einnig hækka mikið. Sem dæmi má nefna a verð á freðfiski í Bandaríkjado urum hefur hækkað um 55% rra 1984. Verð á saltfiski hefur hækkað enn meira á þessu tíma bili, eða um 90%. Sé litið á þetra ár sérstaklega hefur verð á tm fiski hækkað um 23% í íslenskun krónum og á saltfiski um 25 Ýmislegt bendir til þess að ns' verð erlendis hafi náð hámarH bili og reyndar hefur ver sumum afurðum lækkað á si ^ ustu mánuðum, meðal annars rækju og hörpuskel. . Horfur um afla á næsta ári e óvissar. Ekki hafa enn ver teknar ákvarðanir um hámar ^ afla einstakra tegunda. Ste n að því að frumvarp til Ia8a u ir stjórn fiskveiða verði lagt ' Alþingi á næstu dögum. Jarn.ra jr verða fljótlega teknar ákvar a um hámarksafla. Forsendurþ) hagsáætlunar gera hins ve§ar.-v. fyrir um 2% samdrætti ' arafla. Á hinn bóginn var rei með að breyting á afurnaSanl. setninguvegiuppámóti^ajð5|a drættinum þanmg að tram ^ sjávarvöru verði svipuð 0 þessuári. hefur Hafrannsóknastofnun hins vegar lagt til að verU ta verði dregið úr þorskafla a , ári. Tillögur stofnunarinnar sér 10-20% samdrátt > sjavar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.