Ægir - 01.11.1987, Page 21
11/87
ÆGIR
637
Jón Jónsson, fiskifræðingur:
Sjó- og fiskirannsóknir
við ísland
Fimmtíu ár frá stofnun
Atvinnudeildar Háskólans
Fyrstu sjórannsóknir við ísland
voru gerðar á árunum 1878-79 á
danska varðskipinu Fylla og var
fc>á mældur hiti og selta frá yfir-
borði að botni á nokkrum sniðum
úti af Vestur- og Norðurlandi. Á
bann hátt tókst að færa sönnur á
kenningu Carls Irmingers flota-
foringja er hann hafði sett fram
bremur og hálfum áratug áður, að
grein úr hinum hlýja Norður-
Átlantsstraumi falli upp að suður-
strönd landsins og þaðan norður
•aieð vesturströndinni. Mæl-
'ngamar úti af Norðurlandi sýndu
ennfremur að hluti af þessum
straumi heldur áfram austur með
norðurströndinni. Nefndu Danir
straum þennan Irmingerstraum
eftir þessum forvígismanni haf-
rannsókna hér við land.
Á árunum 1895-96 gerðu
Danir merkilegar rannsóknir á
varðskipinu Ingólfi, en áður
böfðu verið sett í skipið hin full-
kornnustu rannsóknatæki þeirra
tíma. í þessum leiðangri fengust
'tarlegar upplýsingar um ástand
sjávar við ísland og mergð og
útbreiðslu lægri dýra. Martin
Knudsen sjófræðingur færði
sönnur á að Irmingerstraumurinn
skiptir sér úti af norðanverðum
^estfjörðum; önnur greinin
beldur suður með Austur-Græn-
^andi og rennur þar samhliða
ÁUsturgrænlandsstraumnum og
norður með Vestur-Grænlandi.
blin greinin fellur með Norður-
I tilefni af því að fimmtíu
ár eru liðin frá stofnun
Atvinnudeildar Háskól-
ans hefur Jón Jónsson
fyrrverandi forstöðu-
maður Hafrannsókna-
stofnunar tekið saman
eftirfarandi yfirlit yfir sjó-
og fiskirannsóknir við
Island.
landi og suður með Austfjörðum.
Knudsen lýsti einnig fyrstur
manna þeirri grein Austurgræn-
landsstraumsins er fellur austur
með íslandi og nefndi hann
Austur-íslandsstraum.
Ekki var hinn dýrafræðilegi
árangur síðri og var þar lagður
grundvöllur að þeirri þekkingu
sem við búum við í dag.
Þegar Alþjóðahafrannsókna-
ráðið var stofnað árið 1902 tóku
Danir að sér rannsóknirnar við
ísland og í leiðöngrum á rann-
sóknaskipinu Thor á árunum
1903-05 var aflað haldgóðrar
vitneskju um hrygningu helstu
nytjafiska við landið. Þá voru
einnig framkvæmdar fyrstu merk-
ingar á þorski og skarkola hér við
land og gáfu þær þegar allgóða
rtiynd af göngum þessara tegunda
og sókn einstakra þjóða í þessa
stofna.
Einnig voru gerðar kerfis-
bundnar athuganir á mergð og
útbreiðslu plöntusvifs við landið
og rannsakaðir lífshættir rauðát-
unnar'.
Danir komu svo næstum árlega
með r/s Dönu á árunum 1924-39
og gerðu ítarlegar athuganir á
lifnaðarháttum helstu nytjafiska
við landið. Þá byrjuðu þeireinnig
hinar merku rannsóknir í
Faxaflóa er síðar urðu grund-
völlur að kröfu Islendinga um
friðun flóans. Þá voru einnig
gerðar rækilegar rannsóknir á
dýrasvifi við landið og m.a. á
þýðingu rauðátunnar fyrir síld-
veiðarnar norðanlands.
Samtímis þessu vann Bjarni
Sæmundsson brautryðjendastarf
sitt á sviði fiskirannsókna, auk
rannsókna á lægri dýrum og
liggur eftir hann ótrúlegt starf,
enda sagði danskur starfsbróðir
hansaðekki væsti um íslendinga,
þeir ættu tíu fiskifræðinga þar
sem væri Bjarni Sæmundsson.
í byrjun aldarinnar vann Helgi
Jónsson grasafræðingur ákaflega
merkilegt starf á sviði botnþör-
ungarannsókna. Doktorsritgerð
hans um þetta efni árið 1910 lýsir
200 tegundum botnþörunga við
landið, útbreiðslu þeirra og lífs-
háttum. Er haft fyrir satt að botn-
þörungaflóra íslands hafi þá verið
betur þekkt en víðast annars
staðar í heiminum.
Fiskifélag íslands hóf kerfis-