Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 27
11/87 ÆGIR 643 eða erfiða tíð. Bætt meðferð afla og aukin stærðarflokkun hefur fert þeim hærra verð og þannig hefur þróunin verið eins og menn höfðu búist við. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart og er reyndar eins og vænta mátti, ef litið er til þess að með litlum afla hækkar fiskverð, en á móti lækkar fisk- verðið ef mikið berst að landi. Fyrir útgerð og sjómenn þýðir þetta að tekjurnar verða jafnari milli mánaða. Á móti fá fiskkaup- endur ráðið fiskmagninu sem þeir kaupa og þeir geta nýtt sér lágt verð þegar mikið aflast, en geta greitt hærra verð er lítið berst að. Eins myndast samkeppni meðal sjómanna um góða meðferð afl- ans, alveg eins og fiskkaupendur bjóða betur í vel umgenginn fisk. Ein afleiðing fiskmarkaðanna er fjölgun fiskkaupenda. Mér er sagt að í Hafnarfirði hafi eftirspurn eftir iðnaðarlóðum aukist svo að skipulagsyfirvöld hafi ekki undan. Þessi jákvæða þróun er svo sannarlega fagnaðarefni. Nvtt blóð, ný hugsun og nýir guleikar koma með nýjum rtækjum. Ekki þar fyrir að n fylgja að sjálfsögðu einnig ný vandamál. Þannig er ekki hægt að búast við að öllum takist ætlunarverk sitt og væntanlega munu einhver vandræði fylgja þeirri fjölgun fiskverkenda sem siglir í kjölfar fiskmarkaðanna. Jákvæðar hliðar þessa máls vega t>ó mun þyngra. Strax hefur myndast vísir að sérhæfingu hjá íiskvinnslufyrirtækjunum. Rekst- ur vinnslufyrirtækjanna byggist nú að miklum hluta á hagkvæm- um og markvissum hráefniskaup- um en ekki einvörðungu á áhættu- sömum og óskyldum atvinnu- rekstri eins og útgerð er. Atvinnu- öryggi fiskvinnslufólks hefur auk- ist til muna. Aukning hefur orðið á markaðsstarfsemi erlendis og við heyrum um nýjar afurðir sem byrjað er að framleiða í nokkrum „ Við erum í miðjum klíðum þessa aðlögunartíma sem eðlilega fylgir breyttu formi innlendra fiskviðskipta og sjáum nýjar hliðar þess á hverjum degi. Skiptar skoð- anir eru um ágæti fiskmark- aðanna. Ég verð að viður- kenna hlutdrægni mína í þessu efni og mun því lítt halda á lofti rökum þess hóps er tínir til hin nei- kvæðu áhrif, en leggja meiri áherslu á jákvæðu atriðin, þó að þau séu ekki þrauta- laus". þeirra nýju fyrirtækja sem stofnað hefur verið til á síðustu mánuð- um. Verð fiskvinnslufyrirtækjaog endursölumöguleikar hafa verið í lágmarki eftir að kvótakerfið var sett á, enda ekki á margra færi að fjármagna kaup á hvorutveggja, fiskvinnslufyrirtæki og útgerð. Nú horfir þetta öðruvísi við hér á suðvesturhorninu. Ekki er nauð- synlegt að eiga eða hafa aðgang að útgerð til að stofna fiskiðnað- arfyrirtæki. Neikvæð viðhorf margra til þess að stofnaðir verði fisk- markaðir víðar um land eru umhugsunarefni. Þrátt fyrir tak- markaða þekkingu mína á stað- háttum víða úti á landi þykir mér ástæða til að hugleiða áhrif þeirra á byggðir og svæði. Mikil um- fjöllun hefur verið um fólksflótta og einhæfa atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Þetta eru rétt- mæt áhyggjuefni. Égvil leyfa mér að spá því að með stofnun fisk- markaða í bæjum eða héruðum muni nýtt líf og aukin fjölbreytni færast í atvinnulíf þeirra staða. Framtakssamir og dugandi ein- staklingarsem hasla vilja sérvöll í atvinnulífinu úti á landsbyggð- inni og nú eru ofurseldir velvild framámanna atvinnulífs á hverj- um stað, fá þá tækifæri til að spreyta sig í frjálsri samkeppni um hráefni og vinnuafl. Byggðar- lög sem einvörðungu treysta á smábátaútgerð gætu laðað að aukið hráefni, og önnur sem nú hafa meira en þau með góðu móti ráða við, gætu selt umframaflann þar sem best er boðið. Fiskmark- aður Norðurlands er til dæmis kjörinn vettvangur fyrir slíka starf- semi á því landsvæði og mun án efa verða undirstaða þeirra fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.