Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 38
654
ÆGIR
11/87
vatnsþéttum þverskipsþilum í eítirtalin rúm, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; hliðarskrúfu-
rými; hágeymar fyrir brennsluolíu; fiskilestar og
meltugeymar í síðum ásamt botngeymum fyrir
brennsluolíu framantil og ferskvatn aftantil; véla-
rúm með vélgæsluklefa fremst s.b.-megin og geym-
um í síðum; og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu,
auk þurrgeyma.
Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir ferskvatn,
þá keðjukassar og þar aftan við hlífðarfata- og þvotta-
aðstaða. Vinnslusalur er þar aftan við með fiskmót-
töku aftast og lokuðum vinnugangi aftantil s.b.-
megin. Til hliðar við fiskmóttöku er dælurými og
vélareisn s.b.-megin, en ketilrými og vélareisn b.b.-
megin, og aftast á neðra þilfari er samtengt rými,
þ.e. stýrisvélarrými fyrir rniðju, hjálparvélarrými
s.b.-megin og verkstæði b.b.-megin.
Mesta lengd ........................ 56.42 m
Lengd milli lóðlína (VL = 5.20 m) 54.17 m
Lengd milli lóðlína (kverk) 51.91 m
Breidd (mótuð) 12.60 m
Dýpt að efra þilfari 7.70 m
Dýpt að neðra þilfari 5.20 m
Djúprista (hönnunar) 5.20 m
Eiginþyngd .......................... 1437 t
Særými (djúprista 5.20 m) ........... 2064 t
Burðargeta (djúprista 5.20 m) 627 t
Lestarými ............................ 702 m3
Meltugeymar ....................... 91. 5 m'
Brennsluolíugeymar (svartolía) 181.4m3
Brennsluolíugeymar (gasolía) ........ 40.7 mJ
Set- og daggeymar 16.3 m1
Ferskvatnsgeymar 149.8 m3
Andveltigeymir .................... 139.5 m3
Ganghraði ......................... um 15 hn
Rúmlestatala 883 brl
Skipaskrárnúmer 1833
Á efra þilfari eru þilfarshús meðfram báðum
síðum og togþiIfarið þar á milli með lokuðum gangi
framantil. í umræddum þilfarshúsum eru íbúðir
aftur fyrir miðju. S.b.-megin aftan við íbúðir er stiga-
hús niður á neðra þilfar, og þar aftan við dælurými,
netageymsla og vélarreisn með stigagangi niður á
neðra þilfar. B.b.-megin aftan við íbúðir er neta-
geymsla, þá dælurými, lásageymsla og vélareisn
aftast með stigagangi niður á neðra þilfar. Vörpu-
renna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist
hún í fjórar bobbingarennur, sem liggja í gangi fram
að stefni, þannig að unnt er að hafa tvær vörpur
undirslegnar og tilbúnar til veiða. Yfir afturbrún
Togþilfar séð úr brúnni. Ljósmynd: Tæknideild/ER.
skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er
bipodmastur, sem gengur niður í skorsteins- og stiga'
húsin. Togblakkir eru á vökvaknúnum gálgum, sem
fella má niður í skutrennu, svonefndir „ísgálgar •
Hvalbaksþilfar (neðra), er heilt frá stefni aftur a
skipsmiðju, en þar greinist það í tvennt og
meðfram báðum síðum aftur að bipodmastri-
neðra hvalbaksþiIfari er lokuð yfirbygging frá stetm
aftur undir skipsmiðju. Fremst í henni ergeymsla en
íbúðir aftantil. Aftast á efra hvalbaksþiIfari er brU
skipsins sem hvílir á reisn. Fremst í reisn er andve
geymir. Á brúarþaki er ratsjár- og Ijósamastur.
Vélabúnaður:
Aðalvél skipsins er Wártsila Vasa, sex stro ^
fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, se ^
tengist niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði, n1
innbyggðri kúplingu, frá Ulstein. í skipinu er Uqq
aður til brennslu á svartolíu, með seigju allt að
sec R1.