Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 41
11/87
Æ.GIR
657
KW rafmótorum. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifn-
urn vökvaþrýstidælum.
I vélarúmi er kælikerfi (frystikerfi) frá Sabroe fyrir
plötufrystitæki, lausfrysti og frystilestar, kælimiðill
Freon 22. Kæliþjöppur eru þrjár: ein af gerð SAB
163 H-F, knúin af 180 KW rafmótor, afköst 200000
kcal/klst (232.5 KW) við -M0°C/-/+20°C; ein af
§erð SAB 128 H-F, knúin af 84 KW rafmótor, afköst
93800 kcal/klst (109.1 KW) við h-40°C/-/+20°C; og
ein af gerð TCMO 28, knúin af 27 KW rafmótor,
afköst 30100 kcal/klst (35 KW) við -r-40°C/-/+20°C.
Fyrir matvælageymslur eru tvær rafdrifnar loft-
kaeldar kæliþjöppur, kælimiðill Freon 12 fyrir kæli
en Freon 502 fyrirfrysti.
íbúðir:
Ibúðarými er samtals fyrir 28 menn í tíu eins-
rnanns klefum og níu 2ja manna klefum, auk
sjúkraklefa. Allir klefar eru með sérsnyrtingu (sal-
erni og sturtu).
Fremst á neðra þilfari er hlífðarfata- og þvotta-
klefi, ásamt salernisklefa, og stigagangur, sem
fengir saman íbúðir í þilfarshúsum á efra þilfari.
í þilfarshúsi, s.b.-megin á efra þilfari, eru tveir 2ja
manna klefar fremst, en þar aftan við setustofa og
borðsalur (samliggjandi), eldhús og aftast matvæla-
geymslur, þ.e. ókældgeymsla, kæli-ogfrystigeymsla.
I þilfarshúsi, b.b-megin á efra þilfari, eru tveir 2ja
manna klefar fremst, og þar aftan við sjö eins manns
klefar.
í íbúðarými á hvalbaksþilfari er íbúð skipstjóra
(svefnklefi, setustofa og snyrting) fremst s.b.-megin
°g þar aftan við tveir 2ja manna klefar og sjúkraklefi
aftast. B.b.-megin er setustofa fremst og þar aftan
við þrír 2ja manna klefar. Fyrir miðju í þessu rými er
saunaklefi og snyrting með salerni og sturtu fremst,
þá klefi 1. stýrimanns og klefi yfirvélstjóra aftast,
aftan við íbúða- og stigaganga. í stigagöngum, bæði
frá hvalbaksþilfari upp í brú og niður á efra þilfar,
eru salernisklefar.
Ibúðir eru einangraðar með 100 mm steinull og
klæddar með eldtefjandi plötum.
Vinnuþilfar (fiskvinnslurými):
Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu og
veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku, um 55 m3
að stærð, aftast í fiskvinnslurými. í efri brún skut-
rennu er vökvaknúin skutrennuloka, sem er felld
lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að
framan og á henni fjórar vökvaknúnar rennilúgur til
losunar.
Framan við fiskmóttöku eru þrjú blóðgunarker í
hvorri síðu, með hallandi botni inn að miðju og
vökvaknúnum lúgum til losunar. Færibönd flytja
aflann úr móttöku inn á blóðgunarband milli blóðg-
unarkera. Laus aðgerðarborð, sem lögð eru á milli
færibands og blóðgunarkera, eru notuð í handað-
gerð. Undir blóðgunarbandi er lárétt færiband, sem
flytur aflann í átt að móttöku og inn á tröppubönd og
tilheyrandi færibandakerfi, sem fæðir blóðgunar-
kerin í hvorri síðu.
í skipinu eru fjórar megin vinnslurásir, auk meltu-
vinnslu, þ.e.:
- Flakavinnsla (bolfiskur)
— Flakavinnsla (karfi)
- Heilfrysting (karfi, grálúða)
— Marningsvinnsla (gulllax)
borösal skipsins á efra þilfari og setustofu á hvalbaksþilfari. Ljósmyndir: Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S.