Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1989, Side 18

Ægir - 01.06.1989, Side 18
302 ÆGIR 6/8? anna er ekki eins endurnýjanlegur og súrefnisforði innhafanna. Meng- un úthafanna gæti haft veruleg áhrif á loftslagsbreytingar m.a. magnað og flýtt fyrir hinum svo- nefndu gróðurhúsaáhrifum. Allt of lítið er vitað um langtímaáhrif aukinna mengunarefna í sjó á líf- kerfi hafsins, bæði hvað varðar þau efni sem finnast í náttúrunni s.s. þungmálma og þó ekki síður ýmis gerviefni eins og lífræn klór- sambönd, sem tæknivætt samfé- lag nútímans hefur getið af sér. Margir óttast að þessi efni eins og PCB, DDT og DIOXIN muni á næstu áratugum valda umtals- verðum skaða á lífkerfi innhaf- anna og þau áhrif sem við höfum þegar orðið vitni að, séu aðeins toppurinn af ísjakanum. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir stórauknar rann- sóknir á áhrifum mengunar á lífríki hafsins er margt sem bendir til pess að við getum ekki beðið með aðgerðir þar til niðurstöður úr þeim rannsóknum liggja fyrir. Mikilvægt er því að öll ríki heims- ins hefji markvissar aðgerðir til þess að draga úr losun úrgangs- efna í sjó t.d. í þeirri forgangsröð sem þegar er ákveðin af Norður- löndunum, en jafnframt þarf að leggja aukið fjármagn í að þróa nýja tækni í iðnaði og draga þannig úr óæskilegum úrgangi, um leið og aukin áhersla verður lögð á endurvinnslu og endurnýt- ingu hvers konar. Þarna þarf atvinnulífið að sýna meira frum- kvæði en hingað til, þó nauðsyn- legt kunni að vera að stjórnvöld hafi einhver áhrif á þróunina. Það var athyglisvert á ráðstefnu sem Landsnefnd alþjóðaverslunarráðs- ins hélt í síðasta mánuði um atvinnulífið og umhverfisvernd að heyra raddir úr atvinnulífinu sem töldu að þeim bæri beinlínis að taka frumkvæðið í þessum efnum. Það væri vissulega æskilegt að þáttur stjórnvalda í mengunar- vörnum væri fyrst og fremst sá að skapa atvinnulífinu eðlileg almenn skilyrði til þess að fram- kvæma virka umhverfisverndar- stefnu í stað þess að setja kröfur vegna þess að atvinnureksturinn hefur ekki sinnt umhverfisvernd. Nauðsynlegt er að mengunaráhrif allra efna og efnasambanda verði könnuð áður en framleiðsla, sala eða notkun hefst, og að tekin verði upp í því sambandi öfug sönnunar- byrði, þ.e. að framleiðendur eða notendur slíkra efna geti sýnt fram á að tiltekin not á efninu valdi ekki mengun sjávar. í þessu sambandi má nefna að á aðalfundi Parísar- samningsins árið 1987 var tillaga íslands um öfuga sönnunarbyrði vegna nýrra og stækkaðra endur- vinnslustöðva fyrir brennsluefni kjarnaofna samþykkt. Hliðstæð viðhorf ættu að gilda um önnur efni sem umhverfinu stafar hætta frá. Þessar aðgerðir til varnar gegn frekari mengun hafsins, hvort sem er gagnvart iðnaði, landbúnaði eða jafnvel almennu húshaldi og neyslu, munu hins vegar kosta fé, og breytingu á háttum, sem þýða munu auknar byrðar bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki eða hafa í för með sér tímabundna afturför efnislegra lífsgæða. Ljóst er því að slíkar aðgerðir munu þurfa að njóta alþjóðlegrar samstöðu m.a. vegna samkeppn- isáhrifa í iðnaði og lífskjara, en það er að mínum dómi of mikið í húfi til þess að saga mengunar- varna hafsins endurtaki sig, og beðið verði með aðgerðir þar 11 það er raunar orðið of seint. Það má augljóst vera að það er sama á hvern hátt á það er litið, a það er hagur íslendinga að sam komulag náist á alþjóðavettvang' um slíkar aðgerðir og að þvl verður unnið áfram. Einmg 'þurfum við á öðrum vettvangi a hafa áhrif á það sem við vituni reyndar allt of lítið um að mínun1 dómi og fellur utan allra alþjóða samninga, en það er hervæðmg höfunum og þær hættur sem Þv| kunna að fylgja fyrir umhver i hafsins. .i Mér finnst ýmislegt benda _ þess að notkun kjarnorku mun aukast í næstu framtíð og bendi a hugmyndir sem nýlega na ‘ komið fram um að kjarnor a verði notuð til þess að draga u^ svonefndum gróðurhúsaáhriuU með því að hún komi í stað ko ‘ og olíu við raforkuframleiðsu^ Verði sú raunin mun v'ssU.e^j aukast hættan á geislavir ^ mengun í hafinu, bæði vegna au inna flutninga á brennslue^ kjarnaofna og geislavirks úrgan8 lofti og í sjó, svo og vegna au^ innar endurvinnslu brennslue n^ Tæknilegar lausnir til þesS koma í veg fyrir alla losun ur^nur. í sjó frá daglegum rekstri en vinnslustöðva eru fyrir hendu ^ auðvitað verði aldrei hæg* ^ fyrirbyggja slys, en kostnaður þessar aðferðir má ekki ver þess að teknar verði óþarfa áhæ ^ vegna mengunar hafsins. ^ verður ekki í raun hreinsa ^ mengun á annan hátt en a hættum að setja í það allan óæ legan úrgang. Höfundur er Siglingamálastjóri-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.