Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 14
6
ÆGIR
1/90
EINANGRUÐ FISKKER
Fiskker 350
Þetta nýjasta ker hentar
vel í trillur, smábáta og
vinnsluna. Þaðermeðút-
búnað fyrir handlyftara
og veltibúnað.
Fiskker 660
Alhliða ker fyrir:
•gámaflutninga
•línu- og netabáta
• togara
•saltfiskvinnslu
• aðra vinnslu í landi
Blóðvatnsvandamálið
hefur verið leyst.
Fiskker 1.000
Stærstu kerin á markaðn-
um og burðarmeiri en
fiskker 660.
Þau henta vel við salt-
fiskvinnslu, síld og fleira.
Boniaiplasi ML
SEFGARÐAR 3, 170 SELTJARNARNES, SÍMI 612211
fylgjast með nýjungum sem bæta
upp það gamla. Fjarkönnun úr
veðurtunglum verður máttugri
með hverju árinu. Auk hafíss er
unnt að gera greinarmun á heitum
og köldum yfirborðssjó. Skiln-
ingur og reynsla á þessu sviði
mundi þera góðan árangur að
fáum árum liðnum og koma að
gagni við könnun á átu og leit að
fiski.
Upplýsingaþjónustan
Á svipaðan hátt og upplýsingar
um hafís fást úr ýmsum áttum,
þannig kemur Veðurstofan upp-
lýsingunum áleiðis eftir ýmsum
leiðum. Þeim er útvarpað. Kort
Landhelgisgæslu eru send til
veðurstofa í útlöndum, einkum
hafísdei Idar Bresku veðurstof-
unnar sem sér um að safna
gögnum um hafís við Norður-
Atlantshaf. Stundum eru þau sýnd
í sjónvarpi. Upplýsingar eru
gefnar öllum sem grennslast fyrir.
Helstu notendur eru fiskveiðiflot-
inn og strandferðaskip.
Á sumrum bætast skemmti-
ferðaskip við, en á það skal minnt
að sumarís lætur til sín taka eftir
langvarandi suðvestan- og vestan-
áttir vestur og norður af Vestfjörð-
um. Hafnaryfirvöld fylgjast með
ferðum íss, ef hætta er á, að hann
berist inn í hafnir. Fjölmiðlar fá
upplýsingar um hafís og koma
þeim áleiðis til landsmanna.
Það er því mikill erill samfara
„hafíshrinu", þ.e.a.s. þegar ísinn
er kominn á siglingaleiðir og jafn-
vel inn á firði. Þrjár slíkar urðu á
árinu 1989, í febrúar, júlí og des-
ember. Hins vegar leggur hafís-
deild mikla áherslu á, að hafísinn
er í rauninni þess á milli oft á fiski-
miðum, sjómönnum til trafala,
þótt landkrabbar á suðvesturhorni
landsins eigi bágt með að skilja
það.
Auk lýsingar á ríkjandi hafís-
ástandi er reynt að ráða í framtíð-