Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 10
2 ÆGIR 1/90 Dr. Þór Jakobsson: „Landsins forni..." Hafískönnun við Island ísland dregur nafn sitt af hafís. Fyrstu landkönnuðum frá Noregi hefur þótt mikið til koma, er þeir litu fjörð fullan af ís. Æ síðan hefur hafísinn þótt forvitnilegur, stundum skelfilegur, og ekki verið langt undan ströndum landsins. Oft er getið hafíss í annálum landsmanna í aldanna rás. Og enn þykir nauðsynlegt að fylgjast með hafísnum með öllum tiltækum ráðum. Allt fram á þessa öld skunduðu menn á fjall til að sjá betur á haf út, ef menn höfðu grun um, að hafís nálgaðist. Nú hafa menn betri ráð. Tækni nútímans er beitt, fjarskiptum, flugvélum, veðurtunglum og tölvum. Framfarir eru örar. Það er í verkahring hafísrann- sóknadeildar Veðurstofu íslands að fylgjast með hafísnum við ísland. Það gerir hún vitanlega með samvinnu við ótal aðila. Hjá hafísrannsóknadeild, sem stund- um er einfaldlega kölluð hafís- deild, safnast upplýsingar um hafís við ísland og þangað má leita, ef menn á hinn bóginn þurfa á upplýsingum um hafís að halda. Verður nú í stuttu máli lýst helstu verkefnum hafísrannsókna- deildar Veðurstofu íslands. Hafískönnun Könnun á hafís við strendur íslands og á íslandsmiðum fer fram með ýmsum hætti. a) í fyrsta lagi flýgur Landhelgis- gæsla íslands yfir ísinn og kort- leggur. Hafískönnun úr lofti er mjög mikið stunduð í norðlægum löndum. Veðurstofa Kanada hefur viða- mikla ískönnunardeild og tvær stórar flugvélar, sem eru notaðar við könnun á hinu mikla hafís- flæmi milli kanadísku eyjanna og norðan þeirra. Einnig er feikimikill hafís á veturna milli Kanada og Grænlands og allt suður fyrir Nýfundnaland og í St.Laurence- flóa. Allt þetta hafsvæði þarf að kanna til að vita, hvar og hvenær megi brjótast í gegn á ísbrjótum eða hvort tímabært sé að hefja sumaráætlanir flutningaskipa. Grænlenska hafísþjónustan. er rekin af Veðurstofu Danmerkur og eru miðstöðvar sjálfrar könnun- arinnar í Narssarssuaq á Suður- Grænlandi. Það er raunar ein fu11- komnasta hafískönnun í heimi. Flugvél þeirra er á lofti svo að segja daglega. Þótt lítil sé, er hún vel búin tækjum og aðstöðu fyrir ískönnuð að teikna hafísinn um leið og flogið er yfir. Sovétmenn kanna sinn mikla hafís norður af Rússlandi og Islunga vid Straumnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.