Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 21
1/90 ÆGIR 13 Sala jókst á þorski, ufsa, karfa, grálúðu, síld og skelfiski á franska markaðinum, en dróst saman í ýsu. Mikil söluaukning varð einnig í Vestur-Þýskalandi, hjá dótturfyrir- tæki SH í Hamborg. Árið 1988 voru seld tæplega 10 þúsund tonn af frystum sjávarafurðum þar í landi frá aðildarhúsum SH, en í fyrra tæplega 13 þúsund tonn. Verðmætaaukning frá '88 varð 79%, en af einstökum tegundum jókst sala á ufsa og karfa mest. Markabir í Asíu Flutt voru út 24 þúsund tonn til fjarlægra Asíulanda á s.l. ári á móti tæplega 18 þúsund tonnum árið 1988. Verðmætaaukning milli ára var 37%, en árið 1988 seldi SH fyrir 1.653 milljónir króna og \ fyrra fyrjr 2.272 milljónir króna. Opnuð var mark- aðsskrifstofa SH í Tókíó í fyrra og hefur það haft góð áhrif á mark- aðs- og sölumálin á þessum fjar- lægu slóðum. Til Taiwan seldist mest af grálúðu og er þar að skap- ast framtíðarmarkaður, en til Suður-Kóreu fór mest af heil- frystum karfa. 1 Japan eru miklir framtíðar- möguleikar fyrir íslenskar sjávaraf- Uröir, enda eru japanir mestu fisk- neytendur heimsins. Til Asíulanda selst mest af karfa, ufsa, grálúðu, S|ld, skelfiski og loðnuafurðum; auk þess eykst sala á íslenskum eldislaxi. Markvisst og öflugt sölustarf Oylfi Þór Magnússon, fram- væmdastjóri markaðsdeildar SH, segir að söluaukninguna megi s ýra með mjög markvissu og auknu sölustarfi erlendis og nánu samspili söluskrifstofa SH í Banda- nkíunum, Bretlandi, V-Þýskalandi og lapan við markaðs- og fram- ei sludeild samtakanna hér eima. Framleiðslan varð nær obreytt 1989 frá árinu áður, en tekist hefur að draga úr birgðum með aukinni sölumennsku á öllum vígstöðvum. Þá hefur verð- mætaaukning fengist með sölu á meira unnum fiskflökum og vax- andi innlendri vinnslu og sölu full- unninna sjávarafurða í smápakkn- ingum og neytendapakkningum. Eins og fyrr segir var opnuð sölu- skrifstofa í Tókíó á s.l. ári. Auk þess var dótturfyrirtæki SH í Frakk- landi, sem staðsett var í hafnar- borginni Boulogne, flutt til Parísar í fyrra, en í höfuðborginni er mið- stöð allrar matvæladreifingar þar í landi. Nýr þáttur í sölustarfi SH Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tók á síðasta ári upp nýjan þátt í starfsemi sinni sem er sala á íslenskum eldislaxi erlendis. Alls seldi SH 224 tonn fyrir nærri 79 milljónir króna og fór salan aðal- lega fram síðari hluta ársins. „Alls voru flutt frá landinu um 1000 tonn af eldislaxi. Framboð á laxi frá Islandi hefur hins vegar ekki verið eins mikið og eldismenn áætluðu því gert var ráð fyrir allt að fjögur þúsund tonna fram- leiðslu á síðasta ári," segir Hannes Hafsteinsson sem sér um þessi mál hjá markaðsdeild SH. Mest var selt í Frakklandi eða 100 tonn fyrir rúmar 28 milljónir króna, 70 tonn fóru til Bandaríkj- anna og fengust rúmar 25 milljón- ir króna fyrir þau, 47 tonn til Jap- ans sem seldust fyrir rúmar 22 milljónir og rúm 6 tonn til Spánar. Þessar tölur segja þó ekki allt því flutnings- og pökkunarkostnaður er misjafn til hinna ýmsu mark- aða. Fulltrúar þeirra laxeldisfyrir- tækja sem unnið hafa með SH að þessum málum voru boðaðir til fundar hjá SH laugardaginn 13. janúar þar sem rætt var um sam- starfið og söluhorfur á þessu ári á hinum erlendu mörkuðum. „Á þessum fundi munu fulltrúar frá söluskrifstofum og dótturfyrir- tækjum SH í Frakklandi, Þýska- landi, Japan og Bandaríkjunum sem eru hér á landi í tengslum við verkstjórafund SH greina frá ástandi og horfum á sínum svæðum. Við munum ræða vítt og breitt við fulltrúa laxeldisfyrir- tækjanna um sölumálin. Þessi fyrirtæki eru ekki aðilar að SH eins og frystihúsin en við munum áfram bjóða þeim þjónustu okkar," segir Hannes Hafsteins- son. Mikilvægt að tryggja framboð Milli 25 og 30 aðilar á íslandi hafa annast sölu á eldislaxi og segir Hannes að þeim hafi eitthvað fækkað. Mikilvægast er í þessum efnum að geta tryggt stöðugt framboð og náð samn- ingum við innflytjendur í viðkom- andi löndum sem geti ábyrgst sölu á umtalsverðu magni. SH hefur gegnum söluskrifstofur sínar er- lendis náð sambandi við trausta söluaðila. Sjá varafurdadeildin Helstu markaðssvæði Sjávar- afurðadeildarinnar eru Bandarík- in, Vestu-Evrópa, Austur-Asía og Sovétríkin. Hér á eftir er gerð grein fyrir heildarsölu deildarinnar, skiptingu í afurðaflokka og á ein- stök markaðssvæði. Heildartölur Eins og fram kemur hér fyrir neðan jókst útflutningurinn í krónutölu um 41.4% en í magni um 15.6%. 1988 1989 Útflutningurtonn 46.480 53.710 Útflutningur mkr. (CIF) 6.439 9.106 Aukning m.v. magn 7.230 15.6% Aukning m.v. verð (mkr.) 2.667 41.4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.