Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 18
10
ÆGIR
1/90
Dr. Jakob Magnússon:
Úthafskaríastofninn
í 2. tbl. Ægis, 1989, reit ég
stutta grein um úthafskarfa, og dró
þar saman í hnotskurn það helsta,
sem þá var vitað um þennan stofn.
Ástæðan fyrir því var vaxandi
áhugi ýmissa aðila fyrir veiðum úr
þessum stofni.
Eins og flestum er kunnugt
reyndu nokkur skip við þessar
veiðar með sérstaklega hannaðri
vörpu og var árangur sumra þeirra
ágætur. Að fenginni þessari reynslu
hefur áhugi manna fyrir veiðum á
úthafskarfa farið vaxandi.
Fylgst var all náið með gangi til-
raunaveiðanna á s.l. ári og var
gögnum safnað bæði um veið-
arnar og stofninn. Þau gögn eru að
mestu ennþá í vinnslu. Það er því
ekki ætlunin að fjalla mikið um
árangur þessa rannsókna, heldur
að fjalla aðeins um þennan stofn
sem slíkan.
Einkenni úthafskarfa
Þótt vitað hafi verið um nokkurt
skeið að karfi héldi sig í úthafinu
jafnvel árið um kring, var það ekki
vitað fyrr en við rannsóknir íslend-
inga á árunum 1972-1973, að hér
væri sérstakur stofn af djúpkarfa á
ferðinni.
Að líkamsbyggingu er þessi
karfi lítt frábrugðinn djúpkarfa (Se-
bastes mentella), og hafa menn
þvi hallast að því að telja hann til
þeirrar tegundar. En auk þessara
einkenna voru ýmis önnur atriði í
líffræði og hegðun sem renndu
stoðum undir þá skoðun, að hér
væri um sérstakan stofn að ræða:
1. Úthafskarfinn verður kyn-
þroska mun minni en bæði
stóri karfi og djúpkarfi. Við got
eru seiði hans hins vegar stærri
en annarra karfastofna eða teg-
unda. Viðkoman er því minni
(færri seiði) en hjá djúpkarfa af
sömu stærð.
2. Hátt hlutfall úthafskarfa er sýkt
af sníkjudýrinu Sphyrion
lumpi, sem er krabbadýr af
sömu ætt og rauðáta en mjög
ummynduð vegna sníkjulífs-
ins. Að vísu voru þessi dýr
þekkt á djúpkarfa áður og
koma þar fyrir annað slagið. En
sýkingarhIutfa11 ið hjá úthafs-
karfanum er um 20%, og er
tíðari hjá hrygnum en
hængum.
3. Svipað er að segja um afbrigði-
legt litafar: Svartir og / eða
rauðir blettir á roði voru
þekktir hjá einstaka djúpkarfa
áður, en eru hins vegar mjög
tíðir á úthafskarfa.
4. Þá gýtur úthafskarfi á minna
dýpi en djúpkarfi og heldur sig
mun ofar í sjónum t.d. um eðl-
unartímann á haustin.
5. Dökkir flekkir í holdi eru mjög
tíðir.
Hvaðan kemur úthafskarfinn?
Rannsóknir í tengslum við veið-
arnar á sl. ári renna enn styrkari
stoðum undir þessi atriði. Það eru
þó ýmsir, sem halda því fram að
aðeins sé um einn djúpkarfastofn
að ræða.
Bent er á, að ungviðið vanti
algerlega í úthafið og þar sé aðeins
um kynþroska hluta stofnsins að
ræða. Hins vegar séu stór uppeldis-
svæði djúpkarfa við Austur-
Grænland. Hvaðan ætti gotstofn-
inn aðendurnýjastefekki þaðan?
Þegar fyrst var farið að skoða
úthafskarfann í upphafi áttunda
áratugarins vakti það strax furðu
mína hve úthafskarfinn í Græn-
landshafi var sláandi líkur karf-
anum sem veiddist á Hamilton
Inlet Bank í leiðangri okkar árið
1958, og reyndar fengu veiði-
skipin slatta af þessum karfa við
upphafi veiðanna við Sundál.
Nýlega hefur það fengist
staðfest, að smákarfi, sem fæst við
rækjuveiðar í fjörðunum á Vestur-
Grænlandi norður undir Hol-
steinsborg, sé djúpkarfi. Þá hefur
karfi, yfirleitt smár, fengist í
Davíðssundi og meðfram Baffins-
landi allt suður til Labrador.
Karfi gýtur ekki við Vestur-
Grænland. Þar er hins vegar mikið
af karfasmælki í fjörðunum.
Hvaðan er það komið?
Smælkið við sunnanvert Vestur-
Grænland mun einkum vera stóri
karfi (S. marinus). Vafalítið hafa
straumar borið þennan karfa sem
seiði fyrir Hvarf og er því senni-
lega af sama uppruna og karfi við
ísland og Austur-Grænland.
Hins vegar getur smælkið
norður undir Holsteinsborg vart
verið af sama uppruna, þ.e. af
stofni djúpkarfans við Austur
Grænland og ísland, enda leita
djúpkarfaseiði við Austur-Græn-