Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 44
36
ÆGIR
1/90
Vélabúnaöur:
Aðalvél skipsins er Volvo Penta, gerð TMD 100
A, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem
skilar 143 KW við 1800 sn/mín. Vélin tengist niður-
færslugír frá Twin Disc, gerð MG 509, niðurfærsla
2.95:1 og skrúfubúnaði frá Newage Propulsion,
skrúfa er 3ja blaða með föstum skurði.
Við fremra aflúttak aðalvélar tengist, gegnum
Twin Disc tengsli, þreföld vökvaþrýstidæla frá Cas-
appa af gerð TFP 200/106/52, afköst 88 l/mín við
1000 sn/mín og 110 bar þrýsting. Aðalvélin knýr
einnig jafnstraumsrafal frá Transmotor, 6.0 KW, 24
V. Stýrisvél er frá Servi af gerð MA 200, snúnings-
vægi 200 kpm.
Fyrir vélarrúm er rafdrifinn blásari, afköst 1800 m3/
klst. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upphitun
í skipinu er með miðstöðvarkerfi (ofnar) frá Sóló-elda-
vél. Fyrir neysluvatnskerfið er rafdrifin dæla.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi) frá
Járntækni hf. og er um að ræða togvindu (krabba-
vindu), losunarvindu og bómuvindu, en auk þess er
skipið búið línuvindu frá Sjóvélum hf. og færavindum
frá Atlanter.
Togvinda er s.b.-megin á lúkarsreisn, búin einni
tromlu (220 mmo X 1000 mmo X 700 mm) með
vírastýri, og auk þess útkúplanlegri keðjuskífu, og
knúin af einum 1.6 l/sn Valmet vökvaþrýstimótor.
Togátak vindu á miðja tromlu er 0.85 tonn og tilsvar-
andi dráttarhraði 56 m/mín.
Fyrir losunarbómu eru tvær 0.5 tonna vindur,
knúnar af Danfoss OMR 315 vökvamótorum, losun-
arvinda á mastri og bómuvinda ofan á bómu.
Línuvinda er af gerð SV 11, knúin af Danfoss OMR
Tjaldanes ÍS 522 í slipp á ísafirði. Ljósmynd: Hólmgrímur
Sigvaldason.
200 vökvamótor. Færavindur eru rafdrifnar, þrjár
talsins, búnar tölvustýringu.
Rafeindatæki o.fl.:
Ratsjá: Koden MD-300, 32 sml ratsjá með
dagsbirtuskjá
Seguláttaviti: Spegiláttaviti í þaki
Sjálfstýring: Compunav 2001
Loran: Koden LR-768
Leiðarriti: Koden TD-050
Dýptarmælir: Koden CVS-8811, litamælir
Örbylgjustöð: Sailor RT2047, 55 rása (duplex)
Af öðrum tækjabúnaði má nefna kallkerfi og Sailor
R501 vörð. Gúmmíbjörgunarbátar eru tveir 6 manna
frá Viking, annar með Olsen sjósetningabúnaði, og
jafnframt er skipið búið flotgöllum.
Þórunn RE 66
í nóvember 1987 var álfiskibáturinn Þórunn RE 66
skráður, en hann var ekki sjósettur fyrr en á miðju ári
1988 og hóf þá veiðar. Báturinn er smíðaður hjá
Vélsmiðju Ævars M. Axe!ssonar, \ Hveragerði, ný-
smíði nr. 1. Umræddur bátur sem hafði verið lengi í
smíðum (kjölur lagður árið 1979) er í reynd fyrsta þil-
farsfiskiskip úr áli, sem smíðað er hérlendis (undan-
skilið opnir vélbátar), en skömmu áður hafði fyrsti
þilfarsfiskibáturinn úr áli verið skráður, Jón Pétur ST,
9. brl., smíðaður hjá Herði hf. Þess má geta að árið
1973 smíðaði Þoregir & Ellert hf. skemmtibát úr áli.
Þórunn RE er í eigu Guðlaugs Lárussonar í Reykja-
vík. I ágúst á s. I. ári var báturinn lengdur um 2.0 m.
Almenn lýsing:
Bolur skipsins ásamt yfirbyggingu er smíðaður úr
áli samkvæmt reglum Siglingamálastofnunar ríkisins.
Eitt þilfar er stafna á milli, með stafnlyftingu fremst og
skutlyftingu aftast. Undir þilfari er skipinu skipt með
þremur þverskipsþilum í fjögur rými. Fremst undir
þilfari er stafnhylki fyrir ferskvatn, þá fiskilest, vélar-
rúm, og káeta (íbúðir) aftast. Fiskilest er búin álupp-
stillingu. I vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar í
síðum. í káetu eru þrjár hvílur og eldunaraðstaða,