Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 44
36 ÆGIR 1/90 Vélabúnaöur: Aðalvél skipsins er Volvo Penta, gerð TMD 100 A, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 143 KW við 1800 sn/mín. Vélin tengist niður- færslugír frá Twin Disc, gerð MG 509, niðurfærsla 2.95:1 og skrúfubúnaði frá Newage Propulsion, skrúfa er 3ja blaða með föstum skurði. Við fremra aflúttak aðalvélar tengist, gegnum Twin Disc tengsli, þreföld vökvaþrýstidæla frá Cas- appa af gerð TFP 200/106/52, afköst 88 l/mín við 1000 sn/mín og 110 bar þrýsting. Aðalvélin knýr einnig jafnstraumsrafal frá Transmotor, 6.0 KW, 24 V. Stýrisvél er frá Servi af gerð MA 200, snúnings- vægi 200 kpm. Fyrir vélarrúm er rafdrifinn blásari, afköst 1800 m3/ klst. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upphitun í skipinu er með miðstöðvarkerfi (ofnar) frá Sóló-elda- vél. Fyrir neysluvatnskerfið er rafdrifin dæla. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi) frá Járntækni hf. og er um að ræða togvindu (krabba- vindu), losunarvindu og bómuvindu, en auk þess er skipið búið línuvindu frá Sjóvélum hf. og færavindum frá Atlanter. Togvinda er s.b.-megin á lúkarsreisn, búin einni tromlu (220 mmo X 1000 mmo X 700 mm) með vírastýri, og auk þess útkúplanlegri keðjuskífu, og knúin af einum 1.6 l/sn Valmet vökvaþrýstimótor. Togátak vindu á miðja tromlu er 0.85 tonn og tilsvar- andi dráttarhraði 56 m/mín. Fyrir losunarbómu eru tvær 0.5 tonna vindur, knúnar af Danfoss OMR 315 vökvamótorum, losun- arvinda á mastri og bómuvinda ofan á bómu. Línuvinda er af gerð SV 11, knúin af Danfoss OMR Tjaldanes ÍS 522 í slipp á ísafirði. Ljósmynd: Hólmgrímur Sigvaldason. 200 vökvamótor. Færavindur eru rafdrifnar, þrjár talsins, búnar tölvustýringu. Rafeindatæki o.fl.: Ratsjá: Koden MD-300, 32 sml ratsjá með dagsbirtuskjá Seguláttaviti: Spegiláttaviti í þaki Sjálfstýring: Compunav 2001 Loran: Koden LR-768 Leiðarriti: Koden TD-050 Dýptarmælir: Koden CVS-8811, litamælir Örbylgjustöð: Sailor RT2047, 55 rása (duplex) Af öðrum tækjabúnaði má nefna kallkerfi og Sailor R501 vörð. Gúmmíbjörgunarbátar eru tveir 6 manna frá Viking, annar með Olsen sjósetningabúnaði, og jafnframt er skipið búið flotgöllum. Þórunn RE 66 í nóvember 1987 var álfiskibáturinn Þórunn RE 66 skráður, en hann var ekki sjósettur fyrr en á miðju ári 1988 og hóf þá veiðar. Báturinn er smíðaður hjá Vélsmiðju Ævars M. Axe!ssonar, \ Hveragerði, ný- smíði nr. 1. Umræddur bátur sem hafði verið lengi í smíðum (kjölur lagður árið 1979) er í reynd fyrsta þil- farsfiskiskip úr áli, sem smíðað er hérlendis (undan- skilið opnir vélbátar), en skömmu áður hafði fyrsti þilfarsfiskibáturinn úr áli verið skráður, Jón Pétur ST, 9. brl., smíðaður hjá Herði hf. Þess má geta að árið 1973 smíðaði Þoregir & Ellert hf. skemmtibát úr áli. Þórunn RE er í eigu Guðlaugs Lárussonar í Reykja- vík. I ágúst á s. I. ári var báturinn lengdur um 2.0 m. Almenn lýsing: Bolur skipsins ásamt yfirbyggingu er smíðaður úr áli samkvæmt reglum Siglingamálastofnunar ríkisins. Eitt þilfar er stafna á milli, með stafnlyftingu fremst og skutlyftingu aftast. Undir þilfari er skipinu skipt með þremur þverskipsþilum í fjögur rými. Fremst undir þilfari er stafnhylki fyrir ferskvatn, þá fiskilest, vélar- rúm, og káeta (íbúðir) aftast. Fiskilest er búin álupp- stillingu. I vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar í síðum. í káetu eru þrjár hvílur og eldunaraðstaða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.