Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 16
124 ÆGIR 3/90 Hannes Hall: Skreiöarframleiöslan áriö 1989 Mikil aukning varð á skreiðar- framleiðslu fyrir Ítalíumarkaðinn á árinu 1989. Samkvæmt bráða- birgðaskýrslum Fiskifélags 31. október 1989 fóru 13.183 tonn til skreiðarverkunar, miðað við fisk uppúr sjó, sem er nálægt 1.780 tonn af fullþurri skreið. Einnig hafa verið verkuð ca. 3.000 tonn af þurrkuðum hausum, og er það einnig allmikil aukning frá árinu á undan. Útflutningur og verðmæti skreiðar og hausa árið 1989, og til samanburðar árið 1988, var sem hér segir: Ítalía har sem Nígeríumarkaðurinn hefur dregist svo saman, eins og sjá má á töflunni að ofan, er Ítalíu- markaðurinn í dag okkar mikil- vægasti skreiðarmarkaður. Gífur- leg aukning varð á framleiðslunni, eða nærri helmingsaukning frá árinu 1988. Þessi áhugi var einkum vegna þess að mikil eftir- spurn var eftir framleiðslunni árið á undan, verð var hagstætt og framleiðslan fór fljótt eftir að hún var tilbúin til afskipunar. Einnig leit út fyrir minnkandi framleiðslu í Noregi. Ekki rættust allir draumar fram- leiðenda. Þrátt fyrir miklar sölutil- raunir og fleiri útflytjendur en undanfarin ár var aðeins örlitlu meira magni afskipað á mánuð- unum ágúst - nóv. 1989 heldur en árið á undan. Eru því allmiklar birgðir til um áramót, sem vonast er til að seldar verði að hluta til fyrir páska, en búast má við að nokkur þúsund pakkar verði að bíða fram á haust. Eins og undanfarin ár var mest framleitt á Eyjafjarðarsvæðinu og Húsavík. Framleiðslan tókst nokkuð vel þegar á heildina er litið, þó gæðin væru ekki eins mikil og árið á undan. Neyslan á Ítalíu virðist enn dragast saman og fór innflutning- urinn niður fyrir 4.000 tonn bæði árin 1987 og 1988. Allt bendir til að svo hafi einnig verið árið 1989 þó að opinberar tölur hafi ekki verið birtar enn. Norðmönnum gekk vel að selja framleiðsluna á síðasta ári og bendir allt til að þeir muni leggja áherslu á framleiðsl- una í ár. Reiknað er með að all- mikið muni draga úr framleiðsl- unni hér á landi á þessu ári, bæði vegna minnkandi kvóta og hærra ferskfiskverðs og vegna óseldra birgða. Nígería Enn eru innan við 10 ár síðan Nígería komst í fjórða sæti varð- andi útflutning frá íslandi á einu 1988 1989 Tonn Verðm. Tonn Verðm. m.kr. m.kr. Danmörk 0.1 0.0 8.5 1.3 Belgía 0.5 0.1 0.9 0.3 Bretland — — 1.8 0.5 Frakkland 22.6 8.3 11.6 10.0 Grikkland — - 1.5 0.6 Holland 0.1 0.0 0.4 0.2 Ítalía 897.4 459.4 1.049.1 643.5 lúgóslavía 38.7 10.8 87.5 34.7 Spánn 0.4 0.2 - Bandaríkin 40.5 11.1 30.0 9.8 Kanada — - 0.8 0.6 Kamerún - - 76.7 19.6 Nígería 402.0 50.0 253.5 51.8 Ástralía 15.3 6.4 22.5 104G Samtals Hausar til Nígeríu 1.417.6 1.811.5 546.3 123.6 1.544.8 2.387.5 783.8 243JÚ Samtals 3.229.1 669.9 3.932.3 1.027.6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.