Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 32
484 ÆGIR 9/90 MARKAÐSMÁL Sameinaö Þýskaland í 8. tbl. Ægis 1989, var birtur pistill undir nafninu „Vestur- Þýskaland - Markaður í vexti". Síðan þessi pistill var skrifaður hafa átt sér stað miklar breytingar á stöðu Þýskalands. Við samein- ingu Þýskalands 3. október mun landið enn á ný hefjast í tölu helstu stórvelda. Stórveldi með tæplega 80 milljón íbúa, í þriðja sæti hvað varðar iðnaðarfram- leiðslu og enn framar að því er varðar áhrif á sviði fjármála. Vesturþýska markið var leiðandi gjaldmiðill innan Evrópubanda- lagsins og virðist ætla að halda þeirri stöðu þrátt fyrir óvissu vegna sameiningar þýsku ríkjanna. Aðild sameinaðs Þýskalands að Evrópu- bandalaginu mun auka enn áhrif þýska marksins á heimsmörkuð- unum. Aukið vægi Þýskalands \ fyrrnefndum pistli í 8.tbl Ægis 1989 var með töluverðri bjartsýni lýst möguleikum sem vesturþýski markaðurinn byði upp á. Reyndar hefur útflutningur til V-Þýskalands aukist umtalsvert síðan í ágúst í fyrra, en sameining Þýskalands veldur því að möguleikarnir hafa margfaldast. Hér koma ekki að- eins til sögunnar fjölgun íbúa þýska ríkisins um 17 milljónir, heldur enn frekar að hefðbundið markaðssvæði Þýskalands frá Odertil Úralfjalla, hefuropnast að nýju. Hér skal því spáð að innan áratugar verði Þýskaland orðið þungamiðja stærsta markaðsvæðis í heimi og Hamborg mesta vöru- flutningahöfn Evrópu. Ýmislegt bendir til þess að fyrir lok þessarar aldar verði Þýskaland mikilvæg- asta viðskiptaland íslendinga. Það má ekki gleymast að hefð- bundnir markaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir hafa í gegnum aldirnar verið Þýskaland og Bretland. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var Þýskaland um tíma mesta viðskiptaland íslendinga með u.þ.b. fimmtung af vöruvið- skiptum landsins. Hér var um reikningsviðskipti að ræða og þ.a.l. jafnvægi í viðskiptum land- anna. Fyrr á öldum vógu þýsku markaðirnir enn þyngra. Líkleg þróun þýska markaðarins \ ágústblaði ritsins Seafood Int- ernational, birtist grein um nýja markaðsmöguleika í kjölfar sam- einingar Þýskálands og er umfjöll- unin sem hér fer á eftir að mestu byggð á þeirri grein. Þar kemur fram að við sameiningu Þýska- lands fjölgi mögulegum kaup- endum á þýska markaðnum úr 60 milljónum í 77-78 milljónir. Fjölgun viðskiptavina á markaði sjávarafurða í Þýskalandi er ekki ein um að vekja bjartsýni um aukið mikilvægi Þýskalandsmark- aðar. Hitt er enn mikilvægara að spár um neyslu sjávarafurða á þessu svæði benda til stóraukinnar neyslu á næstu árum. í töflu 1, er sýnd þróun neyslu sjávarafurða í V-Þýskalandi á árunum 1987- 1989. aukning neyslu á mann, þannig vex neyslan úr 11.8 kg á mann árið 1987 í 13.5 kg árið 1989- Spár benda til, að fram til alda' móta muni neysla Þjóðverja a sjávarafurðum jafnvel aukast upP 1 20 kg á mann. Ef reiknað er með sömu hln*' deild íslendinga á Þýskalands- markaði um aldamót og nú er, þa mun útflutningur íslenskra sjávat- afurða til Þýskalands aukast um 93% að því gefnu að mannfjölgun í Þýskalandi verði óbreytt og spar um aukna neyslu standist. Skipting neyslu eftir tegund vinnslu \ fyrrnefndri grein í Seafood lnl' ernational kemur einnig fram aö aukning neyslu sjávarafurða 1 Þýskalandi er mest í dýrarl afurðum sjávarfangs, t.d. hurnr1' rækju o.þ.u.l. tegundum. A línU' riti 1 sést hvernig neysla Þjóðverja á sjávarafurðum skiptist eftir vinnslugreinum árið 1989- Stærstur hluti neyslu Þjóðverja a sjávarafurðum felst í neyslu niður' soðinna og niðurlagðra afurða eða 31% af heildarneyslunni. Hér er einkum um að ræða niðurlagða síld, en í þessarri grein vinnsl' unnar hafa Þjóðverjar sérhæft sig- Kannski mun mögulegt fyr,r íslendinga að leysa tímabundin vandamál í sölu síldar, sem til eru komin vegna erfiðrar stöðu Sovet- ríkjanna, með því að selja síldina ferska á Þýskalandsmarkað haust. Þessi kostur verður álitlegr' Þarna kemur fram mikil árleg Tafla 1 Viðskipti V-Þjóðverja með sjávarafurðir 1987-1989 (þús. tonna) 1987 1988 1989 Landanir 200.0 208.0 233.0 Innflutningur 777.0 862.0 964.0 Útflutningur 249.0 294.0 355.0 Neysla 723.0 773.0 836.0 Annað 5.0 3.0 6.0 Neysla per íbúa (kg) 11.8 12.6 13.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.