Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.1990, Blaðsíða 28
480 ÆGIR g/90 sem hætt heföu viðskiptum við íslendinga vegna stefnu þeirra í hvalveiðimálum. í Bandaríkjunum hættu nokkrar veitingahúsa- og skyndibitakeðjur viðskiptum eða drógu úr þeim og hálft annað hundrað fræðsluráða ákvað að hætt yrði að kaupa íslenskan fisk fyrir skólamötuneyti á þeirra vegum. Hins vegar olli það mestu írafári á íslandi þegar tvö þýsk stórfyrirtæki hættu að kaupa íslenskt lagmeti, Tengelmann- keðjan í október og ALDI í árs- byrjun 1989. Þá urðu raddirnar háværastar sem vildu hætta hval- veiðum hér á landi. Bæði laga- frumvarp og ályktunarti llaga komu fram á Alþingi um það efni og forsætisráðherra lýsti því yfir að vel kæmi til greina að fella veið- arnar niður síðasta sumar rann- sóknaráætlunarinnar. Sjávarút- vegs- og utanríkisráðherra lögðust hins vegar báðir eindregið gegn því og stjórnvöld héldu kúrs í mál- inu. Hinum umdeildu vísindaveið- um íslendinga lauk því á áætlun sumarið 1989. Jafnframt lýsti sjáv- arútvegsráðherra því yfir að engar frekari hvalveiðar yrðu stundaðar fyrr en Alþjóðahvalveiðiráðið hefði gert úttekt sína á hvalastofn- unum við ísland á ársfundum sínum árin 1990 og 1991 og endurmetið bannið við veiðum í atvinnuskyni. Grænfriðungar til- kynntu þá að þeir hefðu látið af herferð sinni. Ef íslendingar hins vegar tækju aftur upp hvalveiðar síðar myndu samtökin blása til orrustu gegn þeim á ný, hvort sem veiðarnar færu fram með leyfi hvalveiðiráðsins eða ekki. Hvalveiðiráðið, Grænfrið- ungar, íslensk og bandarísk stjórnvöld Á síðunum hér að framan hefur þróun hvalamálsins verið rakin. Við skulum nú reyna að skýra eilítið frekar samspilið á þessu leiksviði þar sem aðalleikararnir eru fjórir; íslensk stjórnvöld, Alþjóðahvalveiðiráðið, bandarísk stjórnvöld og Grænfriðungar. Byrjum á deilunni við bandarísk stjórnvöld. Er Bandaríkjastjórn vondu karlarnir? Eins og fyrr segir ákvað Alþingi með einsatkvæðis meirihluta að mótmæla ekki tímabundnu banni hvalveiðiráðsins við veiðum í atvinnuskyni. Þá þegar láta Bandaríkjamenn til sín taka í mál- inu. Án möguleikans á þving- unum af þeirra hendi er alls óvíst að íslendingar hefðu látið banninu ómótmælt. Greinarhöfundur telur sjálfur næsta víst að þá hefði Alþingi tekið aðra ákvörðun og íslendingar haldið áfram hval- veiðum í atvinnuskyni fyrst um sinn. Umræðan á Alþingi snérist að miklu leyti um viðskipta- þvinganir Bandaríkjamanna ef íslendingar mótmæltu. Samt var svo mjótt á munum við atkvæða- greiðslu. Án þessa andrúmslofts þvingunar og viðskiptahagsmuna erlendis hefði atkvæðagreiðslan farið verulega á hinn veginn. En þetta er persónulegt mat á aðstæð- um, sem aldrei verður sýnt fram á hvort er rétt. En bandarísk stjórnvöld tóku ekki upp á því að reyna að kúga vestræna og austræna samstarfs- menn sína í efnahags- og varnar- málum vegna þess að þeim hafi fundist það siðferðilega rétt fram- ganga í þessu tiltekna máli. Þau voru ekki alveg sjálfráð. Banda- ríkjaþing hafði sett lög í þessu efni, eins og fyrr segir, sem stjórn- völdum var að sjálfsögðu strangt til tekið skylt að fara eftir. Næsta víst er að bandarísk stjórnvöld hefðu aldrei látið sér detta í hug að beita efnahags- þvingunum gegn þessum þjóðum vegna veiða á hvölum ef þau hefðu haft um það frjálsar hendur. Til þess voru allt of miklir hagS' munir í húfi fyrir Bandaríkin sjá Þær voru til að mynda allar námr bandamenn þeirra í hermálum- Efnahagsþvinganir eru óvinaað gerð. Sú þjóð sem beitir þeim er óvinaþjóð. Hermál og landvarn|r eru tvímælalaust margfalt mik1' vægari en veiðar á einhverjum hvölum í augum stjórnvalda risa- veldis. Það er áhugaverð spurning- hvort Bandaríkjastjórn heföi í raun nokkurn tíma farið eftir þessum lagaákvæðum heldur, ef ej^1 hefði komið til þrýstingur frá nátt- úruverndarsamtökum þar í landi- Það er alls óvíst og raunar ýmisleg* sem bendir til að þau hefðu ekki gert það. Dæmi þar um er óviljj bandaríska viðskiptaráðherrans ti að gefa út staðfestingarkæru a hendur Japönum vegna áfram- haldandi hvalveiða þeirra 1 atvinnuskyni. Hann gerði frekar samkomulag við þá og varði það allt upp í Hæstarétt þegar náttúru- verndarsamtökin stefndu honum til að gefa kæruna út. Seinna meir gaf hann út kæru, þegar Japanir hófu vísindaveiðar eins og íslend- ingar. En þá urðu viðbrögð forseta þau ein að afnema veiðiheimildir Japana í bandarískri lögsögu sem engar voru. Innflutningsbann var aldrei sett á. Og ekki verður annað sagt en að bandarísk stjórnvöld hafi lagt talsvert á sig til að ná samkomulagi við íslendinga- Kannski einhver leiti síðar svara við spurningunni um áhrif náttúru- verndarsamtaka á athafnir banda- rískra stjórnvalda í hvalamálinu- Hún er nógu áhugaverð. Deilan um ályktanir hvalveiði- ráðsins og vísindaveiðar Aðstæður voru þessar: Stofn- sáttmáli Alþjóðahvalveiðiráðsins frá árinu 1946 setur það í vald stjórnvalda hvers aðildarríkis hvort þau gefa út leyfi til lands- manna sinna til vísindarannsókna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.